Linda Hamilton gæti snúið aftur í Terminator-seríuna Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2017 13:00 Linda Hamilton sem Sarah Connor í Terminator sem kom út árið 1984. IMDB Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira