Alfreð: Þetta var klárlega sterkasti riðillinn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 21:59 Alfreð Finnbogason vísir/ernir „Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Sjá meira
„Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46