Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld 9. október 2017 21:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í kvöld. Vísir/Eyþór Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira