Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 21:22 Íslensku leikmennirnir fagna einu af mörkunum þremur gegn Tyrklandi í kvöld. Vísir/EPA „Ísland með sláandi sigur í Tyrklandi,“ skrifar breska dagblaðið The Guardian um þriggja marka sigur karlalandsliðs Íslands á Tyrkjum á heimavelli þeirra nú í kvöld. Með sigrinum tyllti íslenska liðið sér á topp síns riðils í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og getur með sigri á Kósavó á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld tryggt sér farseðilinn á HM í Rússlandi á næsta ári. Lýsing Guardian á sigri íslenska liðsins var ansi skrautleg. „Björk, Sigur Rós, og stóri gaurinn úr virkilega góðu en drungalegu dramaþáttunum á BBC 4, slakið bara á og dáist að þessum úrslitum,“ segir í lýsingunni en stóri gaurinn úr drungalegu en góðu dramaþáttunum er að sjálfsögðu leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og verið að vísa í leik hans í Ófærð sem sýnd var undir enska heitinu Trapped á BBC 4 á Englandi. Breska ríkisútvarpið BBC gerir grín að fyrrverandi landsliðsþjálfara enska karlalandsliðsins, Roy Hodgson, sem lutu í lægra haldi fyrir íslenska liðinu í sextán liða úrslitum á EM í fótbolta í fyrra. Úrslit sem þóttu ansi skammarleg fyrir Breta og þá sérstaklega þjálfarann.BBC skýtur á Roy Hodgson eftir sigur Íslands á Tyrklandi í kvöld.EPA„Eins og staðan er núna er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils. Getur liðið komist á HM? Gerið Roy Hodgson kláran til að gefa sitt álit.“„Ísland er með yfirhöndina þegar það mætir Kósóvó í síðasta leiknum, á meðan Króatía þarf að fara til Úkraínu í erfiðan leik,“ skrifar Washington Post um stöðuna í riðli Íslands. Washington Post bendir á að komist Ísland í úrslitakeppni HM verði það fámennasta þjóðin til að gera það. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Ísland með sláandi sigur í Tyrklandi,“ skrifar breska dagblaðið The Guardian um þriggja marka sigur karlalandsliðs Íslands á Tyrkjum á heimavelli þeirra nú í kvöld. Með sigrinum tyllti íslenska liðið sér á topp síns riðils í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og getur með sigri á Kósavó á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld tryggt sér farseðilinn á HM í Rússlandi á næsta ári. Lýsing Guardian á sigri íslenska liðsins var ansi skrautleg. „Björk, Sigur Rós, og stóri gaurinn úr virkilega góðu en drungalegu dramaþáttunum á BBC 4, slakið bara á og dáist að þessum úrslitum,“ segir í lýsingunni en stóri gaurinn úr drungalegu en góðu dramaþáttunum er að sjálfsögðu leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og verið að vísa í leik hans í Ófærð sem sýnd var undir enska heitinu Trapped á BBC 4 á Englandi. Breska ríkisútvarpið BBC gerir grín að fyrrverandi landsliðsþjálfara enska karlalandsliðsins, Roy Hodgson, sem lutu í lægra haldi fyrir íslenska liðinu í sextán liða úrslitum á EM í fótbolta í fyrra. Úrslit sem þóttu ansi skammarleg fyrir Breta og þá sérstaklega þjálfarann.BBC skýtur á Roy Hodgson eftir sigur Íslands á Tyrklandi í kvöld.EPA„Eins og staðan er núna er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils. Getur liðið komist á HM? Gerið Roy Hodgson kláran til að gefa sitt álit.“„Ísland er með yfirhöndina þegar það mætir Kósóvó í síðasta leiknum, á meðan Króatía þarf að fara til Úkraínu í erfiðan leik,“ skrifar Washington Post um stöðuna í riðli Íslands. Washington Post bendir á að komist Ísland í úrslitakeppni HM verði það fámennasta þjóðin til að gera það.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira