Katrín sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í setningarræðu á landsfundi Vinstri grænna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 17:30 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún setti landsfund flokksins á Grand hótel í dag. vísir/Ernir Eyjólfsson „Gerum betur“ er slagorð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í komandi kosningum en þeir halda landsfund sinn um helgina á Grand hótel í Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, setti fundinn nú síðdegis og bar setningarræða hennar þess merki að þingkosningar eru eftir þrjár vikur. Katrín lét Sjálfstæðisflokkinn heyra það nokkrum sinnum í ræðu sinni en tveggja flokka ríkisstjórn væri aðeins möguleg með VG og Sjálfstæðisflokknum miðað við nýjustu kannanir. Katrín hefur ekki viljað svara því beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðismönnum en í stjórnarmyndunarviðræðum í fyrra bauð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrínu fjármálaráðuneytið. Katrín sagði að Vinstri græn heyri skýra kröfu frá fólkinu í landinu um breytta tíma og nýja ríkisstjórn sem setti hagsmuni almennings í forgang.„Þetta er flokkurinn sem leiddi hrunstjórnina, sat í Panamastjórninni“ Ísland þyrfti trausta ríkisstjórn sem vildi gera betur fyrir fólkið í landinu og þaðan væri slagorðið komið. Hún hvatti flokksmenn sína til dáða og beindi því til þeirra vera baráttuglaða og bjartsýna. Katrín gerði síðan að umtalsefni það sem mikið hefur verið rætt um síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sprakk í síðasta mánuði en það er að stöðugleika þurfi í stjórnarfar landsins. Katrín sagði þetta alveg rétt, hélt svo áfram og beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum: „En það er nú samt þannig að þeir stjórnmálamenn sem tala hvað hæst og mest um stöðugleika- eru einmitt þeir sem síst hafa efni á því. Eða hvað þykjast þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins geta sagt kjósendum um pólitískan stöðugleika? Þetta er flokkurinn sem leiddi hrunstjórnina, sat í Panamastjórninni og leiddi nú síðast þá stjórn sem starfaði svo stutt að ekkert nafn hafði fundist á hana. Hver er lykillinn að pólitískum stöðugleika? Ef þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins væru spurðir væri svarið líklega: „stórir og sterkir stjórnmálaflokkar“ - og já, þeir verða víst helst að vera gamlir líka. Og íhaldssamir. Óstöðugleikinn er alltaf einhverjum öðrum að kenna. Hvernig væri að líta í eigin barm? Staðreyndin er sú að pólitískur stöðugleiki á Íslandi nútímans næst ekki með gamaldags frekjupólitík; pólitík þar sem „stórir og sterkir flokkar“ berja öll mál í gegn með offorsi og yfirgangi án þess að hlusta á gagnrýni eða aðrar raddir og helst með minnsta mögulega meirihluta. Þetta er vond og úrelt hugmynd og auðvitað springur slík ríkisstjórn!“ sagði Katrín.Breyttir tímar kalli á breytta pólitík Hún sagði breytta tíma kalla á breytta pólitík og sagði lykilinn að pólitískum stöðugleika vera breytt vinnubrögð og að stjórna landinu af skynsemi og yfirvegun. Það væri ákall almennings. „Og þetta er ákall sem við Vinstri græn ætlum að svara. Við bjóðum betri forystu fyrir Ísland, og allt aðrar áherslur en við höfum haft undanfarin fjögur ár, forystu sem gerir betur og getur komið á alvöru pólitískum stöðugleika. Ekki stöðugleika sem byggir á því að festa ranglæti í sess heldur stöðugleika sem byggist á samfélagslegri sátt. Félagslegum stöðugleika.“ Katrín lýsti því síðan í ræðu sinni hvernig Vinstri græn vilja byggja upp inniviði landsins fái þau til þess umboð í komandi kosningum. Nefndi hún sérstaklega heilbrigðiskerfið, menntamálin, samgöngur, raforkuöryggi og fjarskipti. Hún sendi Sjálfstæðismönnum síðan tóninn á ný: „Kæru vinir, hugmyndasnauðir hægrimenn munu halda því fram að þetta sé ekki hægt; það sé bara ekki til nóg af peningum. Hvernig? segja þeir. Hver á að borga? Þarf ekki að hækka skatta á almenning og fyrirtæki til að standa undir þessari stefnu? Og reyndar eru þeir þegar byrjaðir með hræðsluáróður um skattahækkanir vinstrimanna. Sjálfur skattaflokkurinn. Því hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert annað en að hækka skatta á almenning? Eða var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn í félagi við Framsókn sem hækkaði virðisaukaskatt á matvæli á síðasta kjörtímabili? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massavís? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ætlaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu? Sjálfstæðisflokkurinn getur lítið sagt um aðra. Hann er skattaflokkur. En við munum ekki hækka skatta á almenning í landinu heldur munum við reka sanngjarna skattastefnu; með því að innheimta afnotagjöld af auðlindum og fá þá allra tekjuhæstu og eignamestu um að leggja aðeins meira til eins og tíðkast nú flestum skattkerfum í kringum okkur.“ Kosningar 2017 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Gerum betur“ er slagorð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í komandi kosningum en þeir halda landsfund sinn um helgina á Grand hótel í Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, setti fundinn nú síðdegis og bar setningarræða hennar þess merki að þingkosningar eru eftir þrjár vikur. Katrín lét Sjálfstæðisflokkinn heyra það nokkrum sinnum í ræðu sinni en tveggja flokka ríkisstjórn væri aðeins möguleg með VG og Sjálfstæðisflokknum miðað við nýjustu kannanir. Katrín hefur ekki viljað svara því beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðismönnum en í stjórnarmyndunarviðræðum í fyrra bauð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrínu fjármálaráðuneytið. Katrín sagði að Vinstri græn heyri skýra kröfu frá fólkinu í landinu um breytta tíma og nýja ríkisstjórn sem setti hagsmuni almennings í forgang.„Þetta er flokkurinn sem leiddi hrunstjórnina, sat í Panamastjórninni“ Ísland þyrfti trausta ríkisstjórn sem vildi gera betur fyrir fólkið í landinu og þaðan væri slagorðið komið. Hún hvatti flokksmenn sína til dáða og beindi því til þeirra vera baráttuglaða og bjartsýna. Katrín gerði síðan að umtalsefni það sem mikið hefur verið rætt um síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sprakk í síðasta mánuði en það er að stöðugleika þurfi í stjórnarfar landsins. Katrín sagði þetta alveg rétt, hélt svo áfram og beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum: „En það er nú samt þannig að þeir stjórnmálamenn sem tala hvað hæst og mest um stöðugleika- eru einmitt þeir sem síst hafa efni á því. Eða hvað þykjast þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins geta sagt kjósendum um pólitískan stöðugleika? Þetta er flokkurinn sem leiddi hrunstjórnina, sat í Panamastjórninni og leiddi nú síðast þá stjórn sem starfaði svo stutt að ekkert nafn hafði fundist á hana. Hver er lykillinn að pólitískum stöðugleika? Ef þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins væru spurðir væri svarið líklega: „stórir og sterkir stjórnmálaflokkar“ - og já, þeir verða víst helst að vera gamlir líka. Og íhaldssamir. Óstöðugleikinn er alltaf einhverjum öðrum að kenna. Hvernig væri að líta í eigin barm? Staðreyndin er sú að pólitískur stöðugleiki á Íslandi nútímans næst ekki með gamaldags frekjupólitík; pólitík þar sem „stórir og sterkir flokkar“ berja öll mál í gegn með offorsi og yfirgangi án þess að hlusta á gagnrýni eða aðrar raddir og helst með minnsta mögulega meirihluta. Þetta er vond og úrelt hugmynd og auðvitað springur slík ríkisstjórn!“ sagði Katrín.Breyttir tímar kalli á breytta pólitík Hún sagði breytta tíma kalla á breytta pólitík og sagði lykilinn að pólitískum stöðugleika vera breytt vinnubrögð og að stjórna landinu af skynsemi og yfirvegun. Það væri ákall almennings. „Og þetta er ákall sem við Vinstri græn ætlum að svara. Við bjóðum betri forystu fyrir Ísland, og allt aðrar áherslur en við höfum haft undanfarin fjögur ár, forystu sem gerir betur og getur komið á alvöru pólitískum stöðugleika. Ekki stöðugleika sem byggir á því að festa ranglæti í sess heldur stöðugleika sem byggist á samfélagslegri sátt. Félagslegum stöðugleika.“ Katrín lýsti því síðan í ræðu sinni hvernig Vinstri græn vilja byggja upp inniviði landsins fái þau til þess umboð í komandi kosningum. Nefndi hún sérstaklega heilbrigðiskerfið, menntamálin, samgöngur, raforkuöryggi og fjarskipti. Hún sendi Sjálfstæðismönnum síðan tóninn á ný: „Kæru vinir, hugmyndasnauðir hægrimenn munu halda því fram að þetta sé ekki hægt; það sé bara ekki til nóg af peningum. Hvernig? segja þeir. Hver á að borga? Þarf ekki að hækka skatta á almenning og fyrirtæki til að standa undir þessari stefnu? Og reyndar eru þeir þegar byrjaðir með hræðsluáróður um skattahækkanir vinstrimanna. Sjálfur skattaflokkurinn. Því hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert annað en að hækka skatta á almenning? Eða var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn í félagi við Framsókn sem hækkaði virðisaukaskatt á matvæli á síðasta kjörtímabili? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massavís? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ætlaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu? Sjálfstæðisflokkurinn getur lítið sagt um aðra. Hann er skattaflokkur. En við munum ekki hækka skatta á almenning í landinu heldur munum við reka sanngjarna skattastefnu; með því að innheimta afnotagjöld af auðlindum og fá þá allra tekjuhæstu og eignamestu um að leggja aðeins meira til eins og tíðkast nú flestum skattkerfum í kringum okkur.“
Kosningar 2017 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira