Hildur Erla Gísladóttir var aðeins 16 ára gömul þegar sundþjálfarinn hennar áreitti hana fyrst. Þau voru tvö ein í bíl þar sem hann hafði boðist til þess að keyra hana og þrjá aðra sundmenn heim eftir æfingu. Hann var þá 52 ára svo aldursmunurinn á þeim var 36 ár. Þjálfaranum tókst að brjóta Hildi Erlu gjörsamlega niður með áreitni og kynferðislegu ofbeldi á tæpu ári, þangað til hún loksins þorði að segja frá. Hildur Erla tekur á móti mér á heimili sínu, brosandi en taugaóstyrk. Hún er einstakur ljósmyndari og myndirnar hennar hafa meðal annars birst í Vogue. Hildur Erla er líka flugfreyja, er trúlofuð og á litla stúlku og hund. „Það eru núna tíu ár síðan þetta byrjaði, en þetta stóð yfir í tæpt ár.“Mun alltaf fylgja mér Ástæðan fyrir því að Hildur Erla fann kjarkinn, var að hún var fullviss um að annars myndi þetta enda með nauðgun. Ástæða þess að maðurinn er ekki nafngreindur er sú að hann var ekki dæmdur fyrir sín brot. Aldrei náðist að taka skýrslu af honum þar sem hann fór úr landi eftir að málið kom upp. „Ég fékk mikla og góða hjálp frá sálfræðingi sem aðstoðaði mig við að vinna úr þessu, bæði strax og svo aftur nokkrum árum seinna. Það komu bakslög og þá fór ég aftur til hennar. Eftir að ég eignaðist dóttur mína byrjaði smátt og smátt að koma yfir mig kvíði, ekki á nokkurn hátt tengdur henni samt. Hún er það besta sem hefur komið fyrir mig en ég byrjaði að óttast það sem gæti mögulega komið fyrir hana, ótti sem eflaust væri ekki til staðar nema vegna þess sem ég lenti í.“ Hún hefur oft íhugað að stíga fram og segja sína sögu en alltaf hefur eitthvað haldið aftur af henni. Móðurhlutverkið hefur breytt Hildi Erlu á margan hátt og ætlar hún núna að loka þessum kafla í sínu lífi endanlega. „Þetta mun alltaf fylgja mér, eftir öll þessi ár er ég búin að sætta mig við það og hef lært að lifa með því. En ég finn að það er eitthvað sem heldur mér niðri og því vil ég létta af mér og segja frá því sem gerðist, í þeirri von um að það geti mögulega hjálpað einhverjum. Í mörg ár hef ég viljað segja mína sögu því að mér finnst mikilvægt að ræða svona mál. Vinkonur mínar hvöttu mig áfram.“ Elskaði sundið DV sagði frá uppsögn þjálfarans þegar málið komst upp á sínum tíma en Hildur Erla og foreldrar hennar veittu aldrei viðtal. Fjölmiðlar fengu engar ítarlegar upplýsingar um orsök uppsagnarinnar. „Ég er búin að komast að því að það er enginn réttur tími til þess að stíga fram og segja frá þessu. Mig langar samt að segja frá, ég vil vera fyrirmyndin sem mig vantaði á sínum tíma.“ Hildur Erla æfði sund frá sex ára aldri og elskaði þessa íþrótt, sérstaklega alla vinina sem hún eignaðist en þau voru eins og ein stór fjölskylda. Sundþjálfarinn náði að eyðileggja unglingsár Hildar Erlu og hún lifði með sjálfsásakanir, þunglyndi og kvíða í mörg ár. Þegar hún var komin í afrekshóp í sundinu fékk hún þennan nýjan þjálfara. Sá átti eftir að hafa áhrif á allt hennar líf og fyrstu hættumerkin sáust nánast strax við fyrstu kynni þeirra. „Hann kom þegar ég var í níunda bekk. Ég var ágætlega góð svo ég var færð í hóp sem heitir hákarlar en það er efsti hópurinn í SH, Sundfélagi Hafnarfjarðar. Ég mætti örlítið of seint eina æfingu og þegar ég kom hlaupandi út á bakkann þá stöðvaði hann æfinguna. Ég stóð þá á bakkanum á sundbolnum og þjálfarinn stöðvar æfinguna og segir öllum að horfa á mig og húðskammar mig svo fyrir að mæta of seint. Ég var bara í níunda bekk, seinþroska og með mjög lítið sjálfstraust en það voru mun eldri krakkar í þessum hópi svo það var virkilega óþægilegt að standa þarna. Ég fór að hágráta og hljóp svo inn í klefa og bað mömmu að koma og sækja mig.“ Foreldrar Hildar Erlu ræddu við þjálfarann varðandi atvikið enda mjög ósátt við þessa framkomu hans. Hildur Erla segir að þjálfaraaðferðir hans hafi verið þannig að hann vildi að sundiðkendurnir væru hræddir við sig. Hegðun hans var á sínum tíma alltaf afsökuð með því að hann væri frá öðrum menningarheimi en hann er frá Serbíu.Hildur Erla (fyrir miðju á myndinni) með vinkonum sínum í sundinu en þær hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt síðan þær voru litlarÚr einkasafniVoru ein í bíl saman „Ég man alveg að ég var strax á þessum tíma orðin mjög hrædd við hann. Sálfræðingurinn minn sagði mér eftir á að þetta hafi verið hans leið til þess að byrja að brjóta mig niður og ná mér svo á hans vald. Svo leið tíminn og ég var orðin algjört uppáhald hjá honum, hann reyndi ekki einu sinni að fela það. Hann var alltaf við mörkin hvað varðar samskipti, hann knúsaði og kyssti alla en fólki fannst þetta bara vera hans persónuleiki. En svo byrjaði hann að ganga lengra og lengra við mig.“ Þjálfarinn gekk of langt í fyrsta skipti þegar hann keyrði Hildi Erlu heim eftir æfingu. „Hann skutlaði mér og þremur öðrum stelpum oft heim eftir æfingar. Hann bauðst til þess og fólk var að sameinast í bíla svo þetta virtist allt í lagi, við töluðum um æfingar og svona á leiðinni. Ég fór síðust út þar sem hinar bjuggu í Norðurbænum en ég á Holtinu. Hann bjó sjálfur á Völlunum en þó að vinkona mín sem bjó líka á Völlunum væri í bílnum þá skutlaði hann henni samt líka fyrst heim. Útskýringin sem hann gaf var að ég væri svo stressuð fyrir keppni og þyrfti því að tala meira við hann og að hann þyrfti að hjálpa mér að vinna í keppniskvíðanum.“ Reyndi að biðja hann að hætta Þjálfarinn hafði náð að skapa aðstæður þar sem hann var einn í bíl með Hildi Erlu á kvöldin. Það var þar sem brotin áttu eftir að fara fram að mestu leyti. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar misnotkunin hófst. „Hann stoppar bílinn og segir mér að kyssa sig. Hann segist ekki ætla að keyra aftur af stað fyrr en ég gerði það. Ég sagði honum að hætta og var hrædd. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Það leið einhver tími, mér fannst þetta vera svona hálftími, og hann verður bara reiður og pirraður. Á endanum kyssti ég hann en þá sagði hann að ég hafi ekki gert það nógu vel. Eftir þetta þá skutlaði hann mér alltaf síðast heim eftir æfingar, þó svo að það þýddi að hann þyrfti að fara krókaleið til að skutla hinum stelpunum fyrr. Hann sagði alltaf bara við þær og aðra að hann þyrfti að tala við mig, hjálpa mér því að ég ætti svo rosalega erfitt og væri svo stressuð. Hann bjó það til, hann bjó til stressið í mér og í raunveruleikanum var hann ástæðan fyrir því að ég var stressuð. Stressuð yfir því hvað hann myndi gera og hvort hann myndi ganga lengra. Líka af því að ég var búin að reyna oft að biðja hann um að hætta og láta hann vita að ég vildi þetta ekki eða þá að segja að ég væri þreytt eða bara eitthvað. Hann varð bara reiður ef ég gerði það, sem hann sýndi svo með því að verða ákafari. Hann káfaði á mér allri, innan undir fötin, inn á nærbuxurnar. Hann bannaði mér að vera í blúndunærbuxum því honum fannst betra að koma við hinar.“ Hildur Erla segir að þjálfarinn hafi þá byrjað að gera grín að líkama hennar. Sundhópurinn var eins og fjölskylda „Ég var skelfingu lostin en hann skutlaði mér á endanum heim. Hann var alltaf að brjóta mig niður svo hann gæti verið sá sem hífði mig upp aftur, þá hafði hann eitthvað vald yfir mér. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja eða hvort ég ætti að segja eitthvað. Við vorum eiginlega eins og fjölskylda, krakkarnir í sundhópnum og allir í kringum hópinn. Við vorum alltaf saman.“ Þjálfarinn hélt áfram að brjóta gegn Hildi Erlu í bílnum sínum og versnaði áreiti hans með tímanum. „Þetta var alltaf í bílnum hans, hann byrjar að láta mig setjast ofan á sig og hallar sætinu aftur. Hann káfar á mér, snertir mig alla og kyssir mig. Hann stundi mikið og bað mig um gera hitt og þetta. Hann var rosalega ógeðslegur með sítt grátt hár, mottu og hökutopp. Ég varð alltaf eldrauð í kringum munninn út af skegginu. Þetta gekk svona áfram í einhvern tíma.“ Hann lét hana því oft bíða aðeins með að fara inn heima hjá sér, þangað til roðinn á andlitinu hafði dofnað. Eftir eina æfinguna sló þjálfarinn í afturenda Hildar Erlu fyrir utan sundlaugina þegar fleiri úr hópnum, meðal annars vinkona hennar og systir, voru rétt á undan henni. Enginn tók samt eftir neinu og Hildur Erla þorði ekki að segja neitt. Lét hana ljúga „Hann lét mig alltaf segja mömmu og pabba einhverjar sögur um það af hverju ég hafði komið svona seint heim eftir æfingu. Hann var algjörlega kominn með þau á sitt band með því að segja þeim að ég væri svo stressuð og þyrfti á meiri aðstoð að halda en hinir krakkarnir. Pabbi minn var meira að segja í stjórninni í sundinu og ég man að eitt skipti sem hann var með matarboð heima þá var þjálfarinn heima hjá mér. Hann labbaði framhjá herberginu mínu, horfði þangað inn og glotti.“ Hildur Erla sagði að stundum hafi þjálfarinn brotið gegn henni tvisvar á dag, eftir báðar æfingar dagsins. „Hann varð alltaf ágengari og ágengari.“ Nokkur af verstu brotunum áttu sér svo stað í keppnisferð liðsins til Lúxemborgar í janúar árið 2008. „Í fluginu hafði hann raðað okkur þannig að ég sat við hliðina á honum. Allir trúðu því að það væri vegna þess að ég væri svo stressuð fyrir mótinu þar sem ég var orðin ótrúlega kvíðinn og hræddur einstaklingur á þessum tímapunkti, en það var eingöngu vegna hans.“ Beið eftir því að hún yrði 18 ára Einhver hafði orð á því í flugvélinni að það væri eins og hann væri pabbi Hildar Erlu. „Út á við, ef þú sást okkur þannig, leit það örugglega þannig út. Ef ég reyni að sjá þetta sem þriðja persóna í þessum aðstæðum þá leit það út eins og hann væri ótrúlega góður við mig, eins og hann væri svona sundpabbi minn eða eitthvað.“ Hildur Erla segir að í Lúxemborg hafi þjálfarinn sífellt verið að tala um það hvað það væri stutt í að hún yrði átján ára. Hún óttaðist mikið hvað myndi gerast þegar sá dagur kæmi og var það ein af ástæðum þess að hún sagði frá brotum hans, rúmu hálfu ári fyrir afmælið sitt. „Hann gerði allt nema að nauðga mér. Hann var alltaf að bíða þangað til ég yrði 18 ára. Hann hefði samt eflaust ekki kallað það nauðgun. Ég gleymi því aldrei að hann sagði við mig á 17 ára afmælinu mínu í ferðinni: „Just one more year.“ Við vorum á stóru hosteli í Lúxemborg og hann fór með mig niður í kjallarann öll kvöld í ferðinni nema eitt, því þá var þjálfarafundur hjá öllum þjálfurum sem voru með lið á þessu móti.“ „Martröð“ Hún segir að misnotkunin í þessari ferð hafi verið með því versta sem hún þurfti að þola, hann nýtti sér algjörlega aðstæðurnar þar sem hún var langt frá heimili sínu og foreldrarnir ekki með í ferðinni. „Mér finnst martröð að tala um þetta. Þegar við vöknuðum einn morguninn í Lúxemborg var súkkulaði í herberginu og skilaboð frá þjálfaranum. Stelpunum fannst þetta bara sætt en ég fékk svo SMS frá honum. Hann skrifaði að ég hefði sofið svo fast að ég hafi ekki vaknað þegar hann hafi kysst mig og komið við mig. Þetta var í herbergi sem við vorum margar í. Hann tók líka þá mynd af mér sofandi.“ Síðasta daginn í ferðinni ákvað allur hópurinn að fara í H&M að versla saman. Þjálfarinn sagði hópnum að Hildur Erla ætlaði ekki að fara með því hann þyrfti að ræða við hana um mótið, kvíðann hennar og fleira. „Hann var bara að búa eitthvað til. Ég var stressuð upp að eðlilegu marki því ég vildi standa mig vel en ég var ekki eins kvíðin og hann lét það líta út fyrir að vera. Eini kvíðinn í mínu lífi tengdist honum og engu öðru.“Hildur Erla gat aldrei byrjað aftur í sundi en er í dag byrjuð að geta farið í sund með fjölskyldu sinni.Úr einkasafniÞegar hópurinn var farinn fór þjálfarinn með Hildi Erlu upp á herbergið sitt. „Þetta voru örugglega svona þrír tímar. Hann klæddi mig úr öllum fötunum. Í bílnum heima hafði hann aldrei klætt mig alveg úr buxunum, renndi bara frá eða dró þær niður. Þarna tók hann mig úr öllu nema nærbuxunum, ég var alveg berskjölduð. Ég var ógeðslega hrædd. Hann var samt líka mjög stressaður um að hópurinn væri að koma til baka. Ég man hvað ég skalf öll ótrúlega mikið.“ Hætti að reyna að sýna mótspyrnu Hildur Erla segir að þjálfarinn hafi hugsað fyrir öllu og áður en hópurinn kom heim úr H&M hafi hann farið með hana á kaffihús við hótelið. Þau hittu svo hópinn rétt hjá og allir héldu að þau hefðu verið að ræða saman á kaffihúsi allan tímann. „Ég var öll ennþá rauð eftir hann en áður en nokkur minntist á það sagði hann að fyrra bragði að ég væri ótrúlega slæm af exeminu mínu, sem var bara lygi.“ Ástæða þess að Hildur Erla var hætt að reyna að streitast á móti var sú að það gerði aðstæðurnar alltaf bara verri. „Þetta var orðið þannig að ég vissi bara að ef ég myndi streitast á móti eða segja eða gera eitthvað sem honum mislíkaði þá yrði þetta bara allt miklu verra, hann yrði reiður og miklu harðhentari og þetta tæki lengri tíma. Hann var líka alltaf að hóta mér, hann gaf í skyn að ef ég gerði ekki það sem hann sagði mér að gera þá myndi þetta ganga lengra.“ Hún reyndi að segja honum að hætta, að þetta væri rangt, en það hafði engin áhrif. „Ég fraus svo bara alltaf, varð alveg stjörf. Þegar ég lít til baka þá veit ég ekki hvernig ég komst í gegnum þetta allt. Ég þorði samt ekki að segja frá, ég sá ekkert líf fyrir mér ef ég myndi segja frá, sem er svo barnalegt en ég var auðvitað ekkert annað en barn. Ég sá ekki að ég gæti látið hann hætta, að ég gæti unnið hann.“ Verstu brotin á heimili hans Hildur Erla segir að eftir ferðina hafi ástandið versnað og hann hafi líka verið byrjaður að hringja í sig. Hann var stjórnsamur og ætlaðist til þess að hún myndi hlýða öllu sem hann sagði, á æfingum og utan þeirra. Rifjar hún upp að hann hafi meðal annars reiðst og sakað hana um óvirðingu við hann þegar hún klippti á sér hárið öðruvísi og líka þegar hún mætti í kósý íþróttafötum á æfingu. Þjálfarinn fór alltaf með Hildi Erlu í bílnum sínum á sömu fimm staðina í Hafnarfirði, allir nema einn voru frekar langt frá heimili hennar. Verstu brotin áttu sér svo stað á heimili þjálfarans í Hafnarfirði eftir eina æfinguna. „Ég var í fríi í skólanum þar sem það hafði verið árshátíð kvöldið áður. Systir mín var heima sofandi og foreldrar mínir í vinnunni. Í stað þess að keyra mig heim fór hann með mig heim til sín eftir að hann hafði keyrt hinar stelpurnar heim. Hann sótti einhverja dýnu og setti á gólfið, ég man bara hvað ég var ógeðslega hrædd þarna. Hann setti mig hratt á dýnuna og gerði allt við mig sem honum datt í hug. Hildur Erla var orðin þunglynd og átti virkilega erfitt. „Þegar ég hugsa til baka var ég orðin svakalega bæld á þessum tíma en ég var ótrúlega góð í að setja upp grímu.“ Það var ekki löngu eftir atvikið í íbúð þjálfarans sem Hildur Erla sagði frá misnotkuninni í fyrsta skipti. Myndaði hana á æfingum „Hafnarfjörður er bærinn sem ég ólst upp í en hann skemmdi hann fyrir mér. Ég gæti ekki hugsað mér að búa þar í dag. Hann fór alltaf með mig á iðnaðarsvæði, niður á höfn, útsýnisstað við sjóinn hjá Hrafnistu, rétt hjá Flensborgarskóla eða á lítinn róluvöll í hverfinu mínu.“ Hildur Erla segir að þjálfarinn hafi verið á svipuðum aldri og foreldrar þeirra sem hann þjálfaði, aldursmunurinn á þeim var því mikill. Hann var giftur og bjó með eiginkonu sinni og tveimur börnum á Íslandi. „Þjálfarinn byrjaði svo líka að fara yfir strikið á æfingum, með því að taka myndir af mér.“ Hún tók ekki eftir því að það var verið að taka myndir af sér en svo sendi hann þær í skilaboðum eftir æfingu. Myndirnar voru oftast teknar þegar hópurinn var í slökun í þreksalnum í sundlauginni, þá voru þau með lokuð augun og þjálfarinn nýtti sér það tækifæri til þess að taka myndir af Hildi Erlu á símann sinn. „Þegar ég var að ganga frá kútum eða froskalöppum eftir æfingar í kompu sem var í lauginni kom hann stundum þangað inn á eftir mér.“ Skilaboðin voru eina sönnunin Allan þennan tíma var þjálfarinn stöðugt að senda Hildi Erlu SMS skilaboð. „Þar var hann að segja hvað hann elskaði mig mikið og talaði um líkamann minn og hvað hann langaði að gera við mig. Stundum talaði hann um sundið eða sagði eitthvað djúpt um lífið sem ég ætti að fara eftir. Ef ég svaraði ekki í sömu mynt eða var sammála honum eða svoleiðis þá fékk ég bara að finna fyrir því í bílnum eftir æfingu um kvöldið. Fyrir utan játninguna hans við formann sundfélagsins þegar þetta komst upp voru skilaboðin eina sönnunargagnið sem ég hafði þegar ég hitti lögregluna.“ Minnið í símum var mjög lítið á þessum tíma og því gat síminn aðeins geymt tíu til fimmtán skilaboð en það var samt nóg í þessu tilfelli og fékk lögregla því símann hennar Hildar Erlu afhentan þegar málið var fyrst kært. Iðkendur í sundhópnum voru líka látin ræða við lögreglu þegar mál Hildar Erlu var kært. Sögðu þau meðal annars frá einum skilaboðum sem þjálfarinn hafi sent óvart á allan hópinn. Skilaboðin voru kynferðisleg og ætluð aðeins Hildi Erlu. Þegar hópurinn fékk skilaboðin sögðu nokkrar vinkonur hennar að hann væri kannski að halda framhjá konunni sinni, engan grunaði að þjálfarinn væri að áreita eina úr hópnum með skilaboðum líkt og þessum sem þau höfðu lesið. „Þegar þetta mál með skilaboðin kom upp fann ég engan kjark, ekkert þor, til þess að segja frá því sem var í gangi.“ Hildur Erla opnaði sig fyrst fyrir tveimur vinkonum sínum í sundinu sem eru enn bestu vinkonur hennar í dag. Hún sagði þeim fyrst að hún þyrfti að segja þeim frá einhverju en sagði ekki hvað það væri. „Ég gat ekki komið þessu í orð. Við gistum saman heima hjá mér eftir sundmót og við vorum einar heima. Þær náðu svo að spyrja mig spurninga sem ég svaraði já og nei þangað til að þær komust að sannleikanum. Ég var svo ótrúlega hrædd um hvað myndi gerast þegar ég segði einhverjum frá.“Hildur Erla ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur vinkonu sinni og Ingibjörgu Elínu Gísladóttur systur sinni. Hildur Erla segir að þó að hún geti hætt að synda og flutt úr bæjarfélaginu geti hún ekki lokað þessum kafla, sundið verði alltaf í hennar lífi þar sem vinkonur hennar eru margar enn að æfa.Úr einkasafniKenndi sjálfri sér um Tveimur dögum síðar þegar foreldrar hennar komu heim frá útlöndum, sagði hún þeim frá. Hildur Erla segir að sjokkið hafi hellst yfir sig þegar hún sá viðbrögð þeirra sem hún sagði frá. Þá hafi hún áttað sig á því hversu virkilega rangt og ógeðslegt það sem hún hafði lent í væri í raun og veru. „Ég skammaðist mín svo ótrúlega mikið og var svo ótrúlega hrædd um að þau yrðu reið við mig, sem er alveg ótrúlega brenglað. Ég sá þetta bara þannig að þetta væri einhvern veginn mér að kenna eða að ég hefði kallað þetta yfir mig.“ Faðir Hildar Erlu tilkynnti málið til sundfélagsins og barnaverndarnefnd kærði málið fyrir hönd Hildar Erlu þar sem hún var undir lögaldri. Hópurinn fékk nýjan þjálfara og afreksfólk í sundfélaginu þjálfaði þau þangað til hann tók til starfa. „Pabbi hringdi í formann sundfélagsins strax um kvöldið og þjálfarinn var svo rekinn daginn eftir. Hann var kallaður inn á fund hjá formanninum og einum öðrum og þá játar hann hjá þeim. Kæran fór svo í gang og ég fór í skýrslutökur.“ Hildur Erla segir að skýrslutökurnar hafi verið erfiðar og það hafi verið henni mjög erfitt að segja upphátt allt sem þjálfarinn hafi gert við sig. Ótrúlega hrædd „Fyrstu dagarnir eftir að ég sagði frá eru í mikilli móðu en ég man hvað allir grétu mikið og hvað foreldrar mínir héldu fast utan um mig. Þá fannst mér eins og að ég væri búin að skemma allt fyrir öllum.“ Eftir að Hildur Erla sagði frá árið 2008 var hún spurð að því af hverju hún hefði ekki sagt frá fyrr. „Ég get bara ekki lýst því hversu ógeðslega hrædd ég var við hann. Ég skammaðist mín líka. Hann hafði eitthvað vald yfir mér, á einhvern sjúklega stjórnandi hátt hafði hann brotið mig niður og náð mér á sitt vald.“ Foreldrar og sundiðkendur voru kallaðir á fund eftir brottreksturinn og Hildur Erla þorði ekki annað en að mæta, svo aðrir myndu ekki fatta að brottreksturinn tengdist henni. Sjálfsásakanirnar og skömmin höfðu mikil áhrif á hennar líf og traust hennar til annarra. „Ég skammaðist mín svo mikið og í mörg ár á eftir fannst mér ég ógeðsleg og viðbjóðsleg.“Hildur Erla Gísladóttir vonar að frásögn sín hjálpi einhverjum að finna hugrekkið til að stíga fram og rjúfa þögnina. Hún gagnrýnir að sundsambandið hafi sópað eldra máli tengdu þjálfaranum undir mottuna.Vísir/VilhelmKæran sett á ís Foreldrum Hildar Erlu var tilkynnt eftir að málið var kært að ferlið yrði langt og erfitt. Ákváðu þau að spyrja hvort hún treysti sér í það. „Ég sagði nei. Ég átti mjög erfitt á þessum tíma og fann ekki kjarkinn í að halda áfram með kæruna.” Málið var því sett á ís en Hildur Erla segir að í skýrslunni sem hún fékk um málið hafi komið fram að „Stúlkan og foreldrar hennar hafa dregið kæruna til baka.“ Hún hætti svo í sundi í byrjun árs 2009 og tókst aldrei að byrja aftur að æfa. Hildur Erla kærði málið á ný árið 2013 en þjálfarinn fannst ekki, hann var skráður búsettur í Suður-Afríku en hún telur að hann búi í Englandi og þjálfi þar sund. „Hann fór strax úr landi eftir að hann var rekinn og byrjaði að þjálfa lið í Suður-Afríku. Mér fannst ótrúlega vont að vita af honum að þjálfa ungmenni. Þetta er maður sem gerir þetta örugglega ekki bara einu sinni og væntanlega var hann ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Ég frétti það eftir að ég sagði frá að hann hafði verið tilkynntur til sundsambandsins áður fyrir skrítna hegðun. Móðir eins sundiðkanda á móti hafði látið vita að hann hefði verið að knúsa og kjassa alla og segja skrítna hluti. Það var ekkert gert í því. Þessu var bara einhvern veginn sópað undir mottuna, að hann væri bara svona.“ Ótrúlega vonsvikin „Ég kærði hann aftur árið 2013 því að ég var komin á betri stað, orðin eldri og með meiri kjark og styrk. Ég vildi gera rétt fyrir mig og alla sem að hann gæti mögulega skaðað. Ég fékk svo bréf um að þrátt fyrir að framburður minn hafi þótt trúverðugur hafi hann ekki fundist né komið hingað síðustu ár og væri ekki væntanlegur.“ Ekki þótti sönnunarstaða málsins með þeim hætti, að alþjóðleg handtökuskipun kæmi til álita að mati lögreglustjóra. Málið var fellt niður í nóvember árið 2014. Hildur Erla segir að þessi niðurstaða hafi verið henni erfið en er þó ánægð að hafa á endanum kært málið. „Ég var ótrúlega vonsvikin.“ Hildur Erla sér eftir að hafa ekki klárað kæruferlið strax eftir að hún sagði frá, mögulega hefði útkoman þá verið öðruvísi. Hún reynir samt að dvelja ekki of mikið í fortíðinni og vinnur í sjálfri sér alla daga. Hildur Erla segir að það sé gott að vera komin á þann stað að hún tengi ekki allt við þennan hræðilega tíma í sínu lífi. „Það tengja eflaust margir sem hafa lent í einhverju svona að um leið og eitthvað siglir á móti þér, sama hvað það er, eða ef eitthvað vont gerist að þá ertu svo fljótur að detta alveg niður. Það gerðist allavega lengi fyrir mig.“ Hún segist þó oft hugsa til baka og velta því fyrir sér hvernig lífið hefði verið öðruvísi ef hún hefði ekki lent í þessu. „Ég hugsa oft um það hvar ég væri eða hver ég væri ef þetta hefði ekki gerst. Öll mín samskipti og allt mitt líf síðan þá hefur verið litað af þessu. Ég á erfitt með að treysta og erfitt með að hafa trú á sjálfri mér. Menn á hans aldri, með sítt hár og skegg eins og hann, hræða mig til dæmis enn þá og ég mun ekki geta breytt því hæglega. Ég er góð að setja upp grímu en aftur og aftur kemur þetta upp. Í mörg ár á eftir þurfti oft ekki meira en að ég lokaði augunum og þá var ég komin aftur í þessar aðstæður, ég átti svo erfitt með að fjarlægjast þetta.“ Vonar að frásögn sín hjálpi einhverjum Hildur Erla er þakklát fyrir að hafa hitt unnusta sinn á réttum tímapunkti í lífinu og fengið að upplifa hamingjuna. Hún segir að í dag sé hún byrjuð að sjá að hún eigi skilið að fá hamingjusaman endi. „Eins erfitt og mér fannst að verða kærasta á þessum tíma, þá var það það besta sem kom fyrir mig. Maðurinn minn og hans persónuleiki var og er það besta sem gat og hefur komið fyrir mig. Mér fannst ég einskis verð og óhrein eftir þetta allt en honum tókst að láta mér líða eins og ungri stelpu, eins og unglingsstelpu sem væri falleg. Hann náði mér upp og gaf mér allan þann tíma og styrk sem ég þurfti. Það er ótrúlega sterkt að heyra orðin þú ert falleg frá manneskju sem þú ert yfir þig ástfangin af.“ Hildur getur farið í sund í dag en forðast þó ákveðnar sundlaugar. „Við erum búin að vera í ungbarnasundi með stelpuna okkar núna sem er dásamlegt, það er hápunktur vikunnar hjá okkur.“ Hún vonar að sín frásögn geti kannski hjálpað einhverjum öðrum. „Ég sagði frá og ég kærði hann. Það var ekki auðvelt og það tók langan tíma en ég gerði það og það er heldur ekki auðvelt að segja frá þessu núna en ég er að því. Í svo langan tíma hefur hann einhvern veginn komist undan og fáir vitað hvað hann gerði. En ekki lengur, þetta er ekki leyndarmál, rétt eins og þetta var ekki mér að kenna. Ég vil reyna að vera fyrirmyndin sem mig vantaði á sínum tíma. MeToo Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent
Hildur Erla Gísladóttir var aðeins 16 ára gömul þegar sundþjálfarinn hennar áreitti hana fyrst. Þau voru tvö ein í bíl þar sem hann hafði boðist til þess að keyra hana og þrjá aðra sundmenn heim eftir æfingu. Hann var þá 52 ára svo aldursmunurinn á þeim var 36 ár. Þjálfaranum tókst að brjóta Hildi Erlu gjörsamlega niður með áreitni og kynferðislegu ofbeldi á tæpu ári, þangað til hún loksins þorði að segja frá. Hildur Erla tekur á móti mér á heimili sínu, brosandi en taugaóstyrk. Hún er einstakur ljósmyndari og myndirnar hennar hafa meðal annars birst í Vogue. Hildur Erla er líka flugfreyja, er trúlofuð og á litla stúlku og hund. „Það eru núna tíu ár síðan þetta byrjaði, en þetta stóð yfir í tæpt ár.“Mun alltaf fylgja mér Ástæðan fyrir því að Hildur Erla fann kjarkinn, var að hún var fullviss um að annars myndi þetta enda með nauðgun. Ástæða þess að maðurinn er ekki nafngreindur er sú að hann var ekki dæmdur fyrir sín brot. Aldrei náðist að taka skýrslu af honum þar sem hann fór úr landi eftir að málið kom upp. „Ég fékk mikla og góða hjálp frá sálfræðingi sem aðstoðaði mig við að vinna úr þessu, bæði strax og svo aftur nokkrum árum seinna. Það komu bakslög og þá fór ég aftur til hennar. Eftir að ég eignaðist dóttur mína byrjaði smátt og smátt að koma yfir mig kvíði, ekki á nokkurn hátt tengdur henni samt. Hún er það besta sem hefur komið fyrir mig en ég byrjaði að óttast það sem gæti mögulega komið fyrir hana, ótti sem eflaust væri ekki til staðar nema vegna þess sem ég lenti í.“ Hún hefur oft íhugað að stíga fram og segja sína sögu en alltaf hefur eitthvað haldið aftur af henni. Móðurhlutverkið hefur breytt Hildi Erlu á margan hátt og ætlar hún núna að loka þessum kafla í sínu lífi endanlega. „Þetta mun alltaf fylgja mér, eftir öll þessi ár er ég búin að sætta mig við það og hef lært að lifa með því. En ég finn að það er eitthvað sem heldur mér niðri og því vil ég létta af mér og segja frá því sem gerðist, í þeirri von um að það geti mögulega hjálpað einhverjum. Í mörg ár hef ég viljað segja mína sögu því að mér finnst mikilvægt að ræða svona mál. Vinkonur mínar hvöttu mig áfram.“ Elskaði sundið DV sagði frá uppsögn þjálfarans þegar málið komst upp á sínum tíma en Hildur Erla og foreldrar hennar veittu aldrei viðtal. Fjölmiðlar fengu engar ítarlegar upplýsingar um orsök uppsagnarinnar. „Ég er búin að komast að því að það er enginn réttur tími til þess að stíga fram og segja frá þessu. Mig langar samt að segja frá, ég vil vera fyrirmyndin sem mig vantaði á sínum tíma.“ Hildur Erla æfði sund frá sex ára aldri og elskaði þessa íþrótt, sérstaklega alla vinina sem hún eignaðist en þau voru eins og ein stór fjölskylda. Sundþjálfarinn náði að eyðileggja unglingsár Hildar Erlu og hún lifði með sjálfsásakanir, þunglyndi og kvíða í mörg ár. Þegar hún var komin í afrekshóp í sundinu fékk hún þennan nýjan þjálfara. Sá átti eftir að hafa áhrif á allt hennar líf og fyrstu hættumerkin sáust nánast strax við fyrstu kynni þeirra. „Hann kom þegar ég var í níunda bekk. Ég var ágætlega góð svo ég var færð í hóp sem heitir hákarlar en það er efsti hópurinn í SH, Sundfélagi Hafnarfjarðar. Ég mætti örlítið of seint eina æfingu og þegar ég kom hlaupandi út á bakkann þá stöðvaði hann æfinguna. Ég stóð þá á bakkanum á sundbolnum og þjálfarinn stöðvar æfinguna og segir öllum að horfa á mig og húðskammar mig svo fyrir að mæta of seint. Ég var bara í níunda bekk, seinþroska og með mjög lítið sjálfstraust en það voru mun eldri krakkar í þessum hópi svo það var virkilega óþægilegt að standa þarna. Ég fór að hágráta og hljóp svo inn í klefa og bað mömmu að koma og sækja mig.“ Foreldrar Hildar Erlu ræddu við þjálfarann varðandi atvikið enda mjög ósátt við þessa framkomu hans. Hildur Erla segir að þjálfaraaðferðir hans hafi verið þannig að hann vildi að sundiðkendurnir væru hræddir við sig. Hegðun hans var á sínum tíma alltaf afsökuð með því að hann væri frá öðrum menningarheimi en hann er frá Serbíu.Hildur Erla (fyrir miðju á myndinni) með vinkonum sínum í sundinu en þær hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt síðan þær voru litlarÚr einkasafniVoru ein í bíl saman „Ég man alveg að ég var strax á þessum tíma orðin mjög hrædd við hann. Sálfræðingurinn minn sagði mér eftir á að þetta hafi verið hans leið til þess að byrja að brjóta mig niður og ná mér svo á hans vald. Svo leið tíminn og ég var orðin algjört uppáhald hjá honum, hann reyndi ekki einu sinni að fela það. Hann var alltaf við mörkin hvað varðar samskipti, hann knúsaði og kyssti alla en fólki fannst þetta bara vera hans persónuleiki. En svo byrjaði hann að ganga lengra og lengra við mig.“ Þjálfarinn gekk of langt í fyrsta skipti þegar hann keyrði Hildi Erlu heim eftir æfingu. „Hann skutlaði mér og þremur öðrum stelpum oft heim eftir æfingar. Hann bauðst til þess og fólk var að sameinast í bíla svo þetta virtist allt í lagi, við töluðum um æfingar og svona á leiðinni. Ég fór síðust út þar sem hinar bjuggu í Norðurbænum en ég á Holtinu. Hann bjó sjálfur á Völlunum en þó að vinkona mín sem bjó líka á Völlunum væri í bílnum þá skutlaði hann henni samt líka fyrst heim. Útskýringin sem hann gaf var að ég væri svo stressuð fyrir keppni og þyrfti því að tala meira við hann og að hann þyrfti að hjálpa mér að vinna í keppniskvíðanum.“ Reyndi að biðja hann að hætta Þjálfarinn hafði náð að skapa aðstæður þar sem hann var einn í bíl með Hildi Erlu á kvöldin. Það var þar sem brotin áttu eftir að fara fram að mestu leyti. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar misnotkunin hófst. „Hann stoppar bílinn og segir mér að kyssa sig. Hann segist ekki ætla að keyra aftur af stað fyrr en ég gerði það. Ég sagði honum að hætta og var hrædd. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Það leið einhver tími, mér fannst þetta vera svona hálftími, og hann verður bara reiður og pirraður. Á endanum kyssti ég hann en þá sagði hann að ég hafi ekki gert það nógu vel. Eftir þetta þá skutlaði hann mér alltaf síðast heim eftir æfingar, þó svo að það þýddi að hann þyrfti að fara krókaleið til að skutla hinum stelpunum fyrr. Hann sagði alltaf bara við þær og aðra að hann þyrfti að tala við mig, hjálpa mér því að ég ætti svo rosalega erfitt og væri svo stressuð. Hann bjó það til, hann bjó til stressið í mér og í raunveruleikanum var hann ástæðan fyrir því að ég var stressuð. Stressuð yfir því hvað hann myndi gera og hvort hann myndi ganga lengra. Líka af því að ég var búin að reyna oft að biðja hann um að hætta og láta hann vita að ég vildi þetta ekki eða þá að segja að ég væri þreytt eða bara eitthvað. Hann varð bara reiður ef ég gerði það, sem hann sýndi svo með því að verða ákafari. Hann káfaði á mér allri, innan undir fötin, inn á nærbuxurnar. Hann bannaði mér að vera í blúndunærbuxum því honum fannst betra að koma við hinar.“ Hildur Erla segir að þjálfarinn hafi þá byrjað að gera grín að líkama hennar. Sundhópurinn var eins og fjölskylda „Ég var skelfingu lostin en hann skutlaði mér á endanum heim. Hann var alltaf að brjóta mig niður svo hann gæti verið sá sem hífði mig upp aftur, þá hafði hann eitthvað vald yfir mér. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja eða hvort ég ætti að segja eitthvað. Við vorum eiginlega eins og fjölskylda, krakkarnir í sundhópnum og allir í kringum hópinn. Við vorum alltaf saman.“ Þjálfarinn hélt áfram að brjóta gegn Hildi Erlu í bílnum sínum og versnaði áreiti hans með tímanum. „Þetta var alltaf í bílnum hans, hann byrjar að láta mig setjast ofan á sig og hallar sætinu aftur. Hann káfar á mér, snertir mig alla og kyssir mig. Hann stundi mikið og bað mig um gera hitt og þetta. Hann var rosalega ógeðslegur með sítt grátt hár, mottu og hökutopp. Ég varð alltaf eldrauð í kringum munninn út af skegginu. Þetta gekk svona áfram í einhvern tíma.“ Hann lét hana því oft bíða aðeins með að fara inn heima hjá sér, þangað til roðinn á andlitinu hafði dofnað. Eftir eina æfinguna sló þjálfarinn í afturenda Hildar Erlu fyrir utan sundlaugina þegar fleiri úr hópnum, meðal annars vinkona hennar og systir, voru rétt á undan henni. Enginn tók samt eftir neinu og Hildur Erla þorði ekki að segja neitt. Lét hana ljúga „Hann lét mig alltaf segja mömmu og pabba einhverjar sögur um það af hverju ég hafði komið svona seint heim eftir æfingu. Hann var algjörlega kominn með þau á sitt band með því að segja þeim að ég væri svo stressuð og þyrfti á meiri aðstoð að halda en hinir krakkarnir. Pabbi minn var meira að segja í stjórninni í sundinu og ég man að eitt skipti sem hann var með matarboð heima þá var þjálfarinn heima hjá mér. Hann labbaði framhjá herberginu mínu, horfði þangað inn og glotti.“ Hildur Erla sagði að stundum hafi þjálfarinn brotið gegn henni tvisvar á dag, eftir báðar æfingar dagsins. „Hann varð alltaf ágengari og ágengari.“ Nokkur af verstu brotunum áttu sér svo stað í keppnisferð liðsins til Lúxemborgar í janúar árið 2008. „Í fluginu hafði hann raðað okkur þannig að ég sat við hliðina á honum. Allir trúðu því að það væri vegna þess að ég væri svo stressuð fyrir mótinu þar sem ég var orðin ótrúlega kvíðinn og hræddur einstaklingur á þessum tímapunkti, en það var eingöngu vegna hans.“ Beið eftir því að hún yrði 18 ára Einhver hafði orð á því í flugvélinni að það væri eins og hann væri pabbi Hildar Erlu. „Út á við, ef þú sást okkur þannig, leit það örugglega þannig út. Ef ég reyni að sjá þetta sem þriðja persóna í þessum aðstæðum þá leit það út eins og hann væri ótrúlega góður við mig, eins og hann væri svona sundpabbi minn eða eitthvað.“ Hildur Erla segir að í Lúxemborg hafi þjálfarinn sífellt verið að tala um það hvað það væri stutt í að hún yrði átján ára. Hún óttaðist mikið hvað myndi gerast þegar sá dagur kæmi og var það ein af ástæðum þess að hún sagði frá brotum hans, rúmu hálfu ári fyrir afmælið sitt. „Hann gerði allt nema að nauðga mér. Hann var alltaf að bíða þangað til ég yrði 18 ára. Hann hefði samt eflaust ekki kallað það nauðgun. Ég gleymi því aldrei að hann sagði við mig á 17 ára afmælinu mínu í ferðinni: „Just one more year.“ Við vorum á stóru hosteli í Lúxemborg og hann fór með mig niður í kjallarann öll kvöld í ferðinni nema eitt, því þá var þjálfarafundur hjá öllum þjálfurum sem voru með lið á þessu móti.“ „Martröð“ Hún segir að misnotkunin í þessari ferð hafi verið með því versta sem hún þurfti að þola, hann nýtti sér algjörlega aðstæðurnar þar sem hún var langt frá heimili sínu og foreldrarnir ekki með í ferðinni. „Mér finnst martröð að tala um þetta. Þegar við vöknuðum einn morguninn í Lúxemborg var súkkulaði í herberginu og skilaboð frá þjálfaranum. Stelpunum fannst þetta bara sætt en ég fékk svo SMS frá honum. Hann skrifaði að ég hefði sofið svo fast að ég hafi ekki vaknað þegar hann hafi kysst mig og komið við mig. Þetta var í herbergi sem við vorum margar í. Hann tók líka þá mynd af mér sofandi.“ Síðasta daginn í ferðinni ákvað allur hópurinn að fara í H&M að versla saman. Þjálfarinn sagði hópnum að Hildur Erla ætlaði ekki að fara með því hann þyrfti að ræða við hana um mótið, kvíðann hennar og fleira. „Hann var bara að búa eitthvað til. Ég var stressuð upp að eðlilegu marki því ég vildi standa mig vel en ég var ekki eins kvíðin og hann lét það líta út fyrir að vera. Eini kvíðinn í mínu lífi tengdist honum og engu öðru.“Hildur Erla gat aldrei byrjað aftur í sundi en er í dag byrjuð að geta farið í sund með fjölskyldu sinni.Úr einkasafniÞegar hópurinn var farinn fór þjálfarinn með Hildi Erlu upp á herbergið sitt. „Þetta voru örugglega svona þrír tímar. Hann klæddi mig úr öllum fötunum. Í bílnum heima hafði hann aldrei klætt mig alveg úr buxunum, renndi bara frá eða dró þær niður. Þarna tók hann mig úr öllu nema nærbuxunum, ég var alveg berskjölduð. Ég var ógeðslega hrædd. Hann var samt líka mjög stressaður um að hópurinn væri að koma til baka. Ég man hvað ég skalf öll ótrúlega mikið.“ Hætti að reyna að sýna mótspyrnu Hildur Erla segir að þjálfarinn hafi hugsað fyrir öllu og áður en hópurinn kom heim úr H&M hafi hann farið með hana á kaffihús við hótelið. Þau hittu svo hópinn rétt hjá og allir héldu að þau hefðu verið að ræða saman á kaffihúsi allan tímann. „Ég var öll ennþá rauð eftir hann en áður en nokkur minntist á það sagði hann að fyrra bragði að ég væri ótrúlega slæm af exeminu mínu, sem var bara lygi.“ Ástæða þess að Hildur Erla var hætt að reyna að streitast á móti var sú að það gerði aðstæðurnar alltaf bara verri. „Þetta var orðið þannig að ég vissi bara að ef ég myndi streitast á móti eða segja eða gera eitthvað sem honum mislíkaði þá yrði þetta bara allt miklu verra, hann yrði reiður og miklu harðhentari og þetta tæki lengri tíma. Hann var líka alltaf að hóta mér, hann gaf í skyn að ef ég gerði ekki það sem hann sagði mér að gera þá myndi þetta ganga lengra.“ Hún reyndi að segja honum að hætta, að þetta væri rangt, en það hafði engin áhrif. „Ég fraus svo bara alltaf, varð alveg stjörf. Þegar ég lít til baka þá veit ég ekki hvernig ég komst í gegnum þetta allt. Ég þorði samt ekki að segja frá, ég sá ekkert líf fyrir mér ef ég myndi segja frá, sem er svo barnalegt en ég var auðvitað ekkert annað en barn. Ég sá ekki að ég gæti látið hann hætta, að ég gæti unnið hann.“ Verstu brotin á heimili hans Hildur Erla segir að eftir ferðina hafi ástandið versnað og hann hafi líka verið byrjaður að hringja í sig. Hann var stjórnsamur og ætlaðist til þess að hún myndi hlýða öllu sem hann sagði, á æfingum og utan þeirra. Rifjar hún upp að hann hafi meðal annars reiðst og sakað hana um óvirðingu við hann þegar hún klippti á sér hárið öðruvísi og líka þegar hún mætti í kósý íþróttafötum á æfingu. Þjálfarinn fór alltaf með Hildi Erlu í bílnum sínum á sömu fimm staðina í Hafnarfirði, allir nema einn voru frekar langt frá heimili hennar. Verstu brotin áttu sér svo stað á heimili þjálfarans í Hafnarfirði eftir eina æfinguna. „Ég var í fríi í skólanum þar sem það hafði verið árshátíð kvöldið áður. Systir mín var heima sofandi og foreldrar mínir í vinnunni. Í stað þess að keyra mig heim fór hann með mig heim til sín eftir að hann hafði keyrt hinar stelpurnar heim. Hann sótti einhverja dýnu og setti á gólfið, ég man bara hvað ég var ógeðslega hrædd þarna. Hann setti mig hratt á dýnuna og gerði allt við mig sem honum datt í hug. Hildur Erla var orðin þunglynd og átti virkilega erfitt. „Þegar ég hugsa til baka var ég orðin svakalega bæld á þessum tíma en ég var ótrúlega góð í að setja upp grímu.“ Það var ekki löngu eftir atvikið í íbúð þjálfarans sem Hildur Erla sagði frá misnotkuninni í fyrsta skipti. Myndaði hana á æfingum „Hafnarfjörður er bærinn sem ég ólst upp í en hann skemmdi hann fyrir mér. Ég gæti ekki hugsað mér að búa þar í dag. Hann fór alltaf með mig á iðnaðarsvæði, niður á höfn, útsýnisstað við sjóinn hjá Hrafnistu, rétt hjá Flensborgarskóla eða á lítinn róluvöll í hverfinu mínu.“ Hildur Erla segir að þjálfarinn hafi verið á svipuðum aldri og foreldrar þeirra sem hann þjálfaði, aldursmunurinn á þeim var því mikill. Hann var giftur og bjó með eiginkonu sinni og tveimur börnum á Íslandi. „Þjálfarinn byrjaði svo líka að fara yfir strikið á æfingum, með því að taka myndir af mér.“ Hún tók ekki eftir því að það var verið að taka myndir af sér en svo sendi hann þær í skilaboðum eftir æfingu. Myndirnar voru oftast teknar þegar hópurinn var í slökun í þreksalnum í sundlauginni, þá voru þau með lokuð augun og þjálfarinn nýtti sér það tækifæri til þess að taka myndir af Hildi Erlu á símann sinn. „Þegar ég var að ganga frá kútum eða froskalöppum eftir æfingar í kompu sem var í lauginni kom hann stundum þangað inn á eftir mér.“ Skilaboðin voru eina sönnunin Allan þennan tíma var þjálfarinn stöðugt að senda Hildi Erlu SMS skilaboð. „Þar var hann að segja hvað hann elskaði mig mikið og talaði um líkamann minn og hvað hann langaði að gera við mig. Stundum talaði hann um sundið eða sagði eitthvað djúpt um lífið sem ég ætti að fara eftir. Ef ég svaraði ekki í sömu mynt eða var sammála honum eða svoleiðis þá fékk ég bara að finna fyrir því í bílnum eftir æfingu um kvöldið. Fyrir utan játninguna hans við formann sundfélagsins þegar þetta komst upp voru skilaboðin eina sönnunargagnið sem ég hafði þegar ég hitti lögregluna.“ Minnið í símum var mjög lítið á þessum tíma og því gat síminn aðeins geymt tíu til fimmtán skilaboð en það var samt nóg í þessu tilfelli og fékk lögregla því símann hennar Hildar Erlu afhentan þegar málið var fyrst kært. Iðkendur í sundhópnum voru líka látin ræða við lögreglu þegar mál Hildar Erlu var kært. Sögðu þau meðal annars frá einum skilaboðum sem þjálfarinn hafi sent óvart á allan hópinn. Skilaboðin voru kynferðisleg og ætluð aðeins Hildi Erlu. Þegar hópurinn fékk skilaboðin sögðu nokkrar vinkonur hennar að hann væri kannski að halda framhjá konunni sinni, engan grunaði að þjálfarinn væri að áreita eina úr hópnum með skilaboðum líkt og þessum sem þau höfðu lesið. „Þegar þetta mál með skilaboðin kom upp fann ég engan kjark, ekkert þor, til þess að segja frá því sem var í gangi.“ Hildur Erla opnaði sig fyrst fyrir tveimur vinkonum sínum í sundinu sem eru enn bestu vinkonur hennar í dag. Hún sagði þeim fyrst að hún þyrfti að segja þeim frá einhverju en sagði ekki hvað það væri. „Ég gat ekki komið þessu í orð. Við gistum saman heima hjá mér eftir sundmót og við vorum einar heima. Þær náðu svo að spyrja mig spurninga sem ég svaraði já og nei þangað til að þær komust að sannleikanum. Ég var svo ótrúlega hrædd um hvað myndi gerast þegar ég segði einhverjum frá.“Hildur Erla ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur vinkonu sinni og Ingibjörgu Elínu Gísladóttur systur sinni. Hildur Erla segir að þó að hún geti hætt að synda og flutt úr bæjarfélaginu geti hún ekki lokað þessum kafla, sundið verði alltaf í hennar lífi þar sem vinkonur hennar eru margar enn að æfa.Úr einkasafniKenndi sjálfri sér um Tveimur dögum síðar þegar foreldrar hennar komu heim frá útlöndum, sagði hún þeim frá. Hildur Erla segir að sjokkið hafi hellst yfir sig þegar hún sá viðbrögð þeirra sem hún sagði frá. Þá hafi hún áttað sig á því hversu virkilega rangt og ógeðslegt það sem hún hafði lent í væri í raun og veru. „Ég skammaðist mín svo ótrúlega mikið og var svo ótrúlega hrædd um að þau yrðu reið við mig, sem er alveg ótrúlega brenglað. Ég sá þetta bara þannig að þetta væri einhvern veginn mér að kenna eða að ég hefði kallað þetta yfir mig.“ Faðir Hildar Erlu tilkynnti málið til sundfélagsins og barnaverndarnefnd kærði málið fyrir hönd Hildar Erlu þar sem hún var undir lögaldri. Hópurinn fékk nýjan þjálfara og afreksfólk í sundfélaginu þjálfaði þau þangað til hann tók til starfa. „Pabbi hringdi í formann sundfélagsins strax um kvöldið og þjálfarinn var svo rekinn daginn eftir. Hann var kallaður inn á fund hjá formanninum og einum öðrum og þá játar hann hjá þeim. Kæran fór svo í gang og ég fór í skýrslutökur.“ Hildur Erla segir að skýrslutökurnar hafi verið erfiðar og það hafi verið henni mjög erfitt að segja upphátt allt sem þjálfarinn hafi gert við sig. Ótrúlega hrædd „Fyrstu dagarnir eftir að ég sagði frá eru í mikilli móðu en ég man hvað allir grétu mikið og hvað foreldrar mínir héldu fast utan um mig. Þá fannst mér eins og að ég væri búin að skemma allt fyrir öllum.“ Eftir að Hildur Erla sagði frá árið 2008 var hún spurð að því af hverju hún hefði ekki sagt frá fyrr. „Ég get bara ekki lýst því hversu ógeðslega hrædd ég var við hann. Ég skammaðist mín líka. Hann hafði eitthvað vald yfir mér, á einhvern sjúklega stjórnandi hátt hafði hann brotið mig niður og náð mér á sitt vald.“ Foreldrar og sundiðkendur voru kallaðir á fund eftir brottreksturinn og Hildur Erla þorði ekki annað en að mæta, svo aðrir myndu ekki fatta að brottreksturinn tengdist henni. Sjálfsásakanirnar og skömmin höfðu mikil áhrif á hennar líf og traust hennar til annarra. „Ég skammaðist mín svo mikið og í mörg ár á eftir fannst mér ég ógeðsleg og viðbjóðsleg.“Hildur Erla Gísladóttir vonar að frásögn sín hjálpi einhverjum að finna hugrekkið til að stíga fram og rjúfa þögnina. Hún gagnrýnir að sundsambandið hafi sópað eldra máli tengdu þjálfaranum undir mottuna.Vísir/VilhelmKæran sett á ís Foreldrum Hildar Erlu var tilkynnt eftir að málið var kært að ferlið yrði langt og erfitt. Ákváðu þau að spyrja hvort hún treysti sér í það. „Ég sagði nei. Ég átti mjög erfitt á þessum tíma og fann ekki kjarkinn í að halda áfram með kæruna.” Málið var því sett á ís en Hildur Erla segir að í skýrslunni sem hún fékk um málið hafi komið fram að „Stúlkan og foreldrar hennar hafa dregið kæruna til baka.“ Hún hætti svo í sundi í byrjun árs 2009 og tókst aldrei að byrja aftur að æfa. Hildur Erla kærði málið á ný árið 2013 en þjálfarinn fannst ekki, hann var skráður búsettur í Suður-Afríku en hún telur að hann búi í Englandi og þjálfi þar sund. „Hann fór strax úr landi eftir að hann var rekinn og byrjaði að þjálfa lið í Suður-Afríku. Mér fannst ótrúlega vont að vita af honum að þjálfa ungmenni. Þetta er maður sem gerir þetta örugglega ekki bara einu sinni og væntanlega var hann ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Ég frétti það eftir að ég sagði frá að hann hafði verið tilkynntur til sundsambandsins áður fyrir skrítna hegðun. Móðir eins sundiðkanda á móti hafði látið vita að hann hefði verið að knúsa og kjassa alla og segja skrítna hluti. Það var ekkert gert í því. Þessu var bara einhvern veginn sópað undir mottuna, að hann væri bara svona.“ Ótrúlega vonsvikin „Ég kærði hann aftur árið 2013 því að ég var komin á betri stað, orðin eldri og með meiri kjark og styrk. Ég vildi gera rétt fyrir mig og alla sem að hann gæti mögulega skaðað. Ég fékk svo bréf um að þrátt fyrir að framburður minn hafi þótt trúverðugur hafi hann ekki fundist né komið hingað síðustu ár og væri ekki væntanlegur.“ Ekki þótti sönnunarstaða málsins með þeim hætti, að alþjóðleg handtökuskipun kæmi til álita að mati lögreglustjóra. Málið var fellt niður í nóvember árið 2014. Hildur Erla segir að þessi niðurstaða hafi verið henni erfið en er þó ánægð að hafa á endanum kært málið. „Ég var ótrúlega vonsvikin.“ Hildur Erla sér eftir að hafa ekki klárað kæruferlið strax eftir að hún sagði frá, mögulega hefði útkoman þá verið öðruvísi. Hún reynir samt að dvelja ekki of mikið í fortíðinni og vinnur í sjálfri sér alla daga. Hildur Erla segir að það sé gott að vera komin á þann stað að hún tengi ekki allt við þennan hræðilega tíma í sínu lífi. „Það tengja eflaust margir sem hafa lent í einhverju svona að um leið og eitthvað siglir á móti þér, sama hvað það er, eða ef eitthvað vont gerist að þá ertu svo fljótur að detta alveg niður. Það gerðist allavega lengi fyrir mig.“ Hún segist þó oft hugsa til baka og velta því fyrir sér hvernig lífið hefði verið öðruvísi ef hún hefði ekki lent í þessu. „Ég hugsa oft um það hvar ég væri eða hver ég væri ef þetta hefði ekki gerst. Öll mín samskipti og allt mitt líf síðan þá hefur verið litað af þessu. Ég á erfitt með að treysta og erfitt með að hafa trú á sjálfri mér. Menn á hans aldri, með sítt hár og skegg eins og hann, hræða mig til dæmis enn þá og ég mun ekki geta breytt því hæglega. Ég er góð að setja upp grímu en aftur og aftur kemur þetta upp. Í mörg ár á eftir þurfti oft ekki meira en að ég lokaði augunum og þá var ég komin aftur í þessar aðstæður, ég átti svo erfitt með að fjarlægjast þetta.“ Vonar að frásögn sín hjálpi einhverjum Hildur Erla er þakklát fyrir að hafa hitt unnusta sinn á réttum tímapunkti í lífinu og fengið að upplifa hamingjuna. Hún segir að í dag sé hún byrjuð að sjá að hún eigi skilið að fá hamingjusaman endi. „Eins erfitt og mér fannst að verða kærasta á þessum tíma, þá var það það besta sem kom fyrir mig. Maðurinn minn og hans persónuleiki var og er það besta sem gat og hefur komið fyrir mig. Mér fannst ég einskis verð og óhrein eftir þetta allt en honum tókst að láta mér líða eins og ungri stelpu, eins og unglingsstelpu sem væri falleg. Hann náði mér upp og gaf mér allan þann tíma og styrk sem ég þurfti. Það er ótrúlega sterkt að heyra orðin þú ert falleg frá manneskju sem þú ert yfir þig ástfangin af.“ Hildur getur farið í sund í dag en forðast þó ákveðnar sundlaugar. „Við erum búin að vera í ungbarnasundi með stelpuna okkar núna sem er dásamlegt, það er hápunktur vikunnar hjá okkur.“ Hún vonar að sín frásögn geti kannski hjálpað einhverjum öðrum. „Ég sagði frá og ég kærði hann. Það var ekki auðvelt og það tók langan tíma en ég gerði það og það er heldur ekki auðvelt að segja frá þessu núna en ég er að því. Í svo langan tíma hefur hann einhvern veginn komist undan og fáir vitað hvað hann gerði. En ekki lengur, þetta er ekki leyndarmál, rétt eins og þetta var ekki mér að kenna. Ég vil reyna að vera fyrirmyndin sem mig vantaði á sínum tíma.