Netflix hækkar verð í Bandaríkjunum og Bretlandi Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 23:31 Reed Hastings, forstjóri Netflix Vísir/Getty Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma. Netflix Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma.
Netflix Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning