Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 21:55 Tómas Lemarquis ásamt Ryan Gosling í Blade Runner 2049. IMDB Leikarinn Tómas Lemarquis greinir frá því að hann megi loksins segja frá þeim frábærum fréttum að hann fari með hlutverk í myndinni Blade Runner 2049, sem fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum hér á landi á morgun. Tómas greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en samkvæmt vef IMDB ber persóna hans heitið File Clerk, eða skjalavörður. Í Facebook-færslunni segir Tómas það hafa verið dásamlega upplifun að starfa með leikstjóra myndarinnar Denis Villeneuve, tökumanni myndarinnar Roger Deakins og leikurunum Ryan Gosling og Sylvia Hoeks í Búdapest í Ungverjalandi síðasta sumar. Það hafi einnig verið mikil upplifun að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Los Angeles ásamt umboðsmanni sínum Jeremy Loethen og vinkonu sinni Auði Ómarsdóttur fyrir tveimur dögum. Hann segir að dregið hafi verið úr umfangi frumsýningarinnar vegna voðaverkanna í Las Vegas, og því hafi stjörnurnar ekki gengið rauð dregilinn, eins og venjan er þegar stórmyndir eru frumsýndar. Hann segist þó hafa tekið nokkrar myndir frá frumsýningunni og eftirpartíinu. Fékk hann meðal annars mynd af sér með leikaranum Edward James Olmos, sem lék í fyrri myndinni sem kom út árið 1982. „Það var virkilega ánægjulegt að landa hlutverki í þessari mynd því fyrri myndin er ein af mínum uppáhalds. Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar,“ segir Tómas. Hann segist hafa reynt allar leiðir sem stóðu honum færar til að fá hlutverkið í gegnum umboðsmenn en þegar það gekk ekki eftir ákvað hann að reyna að fá hlutverk í gegnum bakdyr. Tómas setti sig í samband við vin sinn Sergej Onopko sem býr í Búdapest og í gegnum hann komst hann í samband við Zsolt Csutak sem sá um að ráða leikara á svæðinu í myndina. Csutak lét leikstjórann Denis Villeneuve vita af Tómasi og ákvað leikstjórinn í framhaldinu að ráða hann. „Þetta kenndi mér að gefast ekki upp og halda fókusi á drauminn minn,“ skrifar Tómas. Blade Runner 2049 gerist þrjátíu árum eftir atburðina í Blade Runner. Framhaldsmyndin segir frá lögreglumanninum K, leikinn af Ryan Gosling, sem grefur upp gömul leyndarmál sem gætu sett það litla sem er eftir af samfélagi manni í algjört uppnám. Uppgötvun hans leiðir hann til Rick Deckard, leikinn af Harrison Ford, sem hefur verið saknað í þrjátíu ár. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gekk um götur Berlínar í karakter Tómas Lemarquis leikur í nýjustu X-Men myndinni. Hann undirbjó sig fyrir hlutverkið með því að ganga um klæddur sem persónan. 18. maí 2016 10:00 Tómas Lemarquis fer með hlutverk Caliban í X-Men: Apocalypse Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en á meðal annarra leikara í myndinni eru Jennifer Lawrence og Michael Fassbender. 10. júlí 2015 17:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn Tómas Lemarquis greinir frá því að hann megi loksins segja frá þeim frábærum fréttum að hann fari með hlutverk í myndinni Blade Runner 2049, sem fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum hér á landi á morgun. Tómas greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en samkvæmt vef IMDB ber persóna hans heitið File Clerk, eða skjalavörður. Í Facebook-færslunni segir Tómas það hafa verið dásamlega upplifun að starfa með leikstjóra myndarinnar Denis Villeneuve, tökumanni myndarinnar Roger Deakins og leikurunum Ryan Gosling og Sylvia Hoeks í Búdapest í Ungverjalandi síðasta sumar. Það hafi einnig verið mikil upplifun að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Los Angeles ásamt umboðsmanni sínum Jeremy Loethen og vinkonu sinni Auði Ómarsdóttur fyrir tveimur dögum. Hann segir að dregið hafi verið úr umfangi frumsýningarinnar vegna voðaverkanna í Las Vegas, og því hafi stjörnurnar ekki gengið rauð dregilinn, eins og venjan er þegar stórmyndir eru frumsýndar. Hann segist þó hafa tekið nokkrar myndir frá frumsýningunni og eftirpartíinu. Fékk hann meðal annars mynd af sér með leikaranum Edward James Olmos, sem lék í fyrri myndinni sem kom út árið 1982. „Það var virkilega ánægjulegt að landa hlutverki í þessari mynd því fyrri myndin er ein af mínum uppáhalds. Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar,“ segir Tómas. Hann segist hafa reynt allar leiðir sem stóðu honum færar til að fá hlutverkið í gegnum umboðsmenn en þegar það gekk ekki eftir ákvað hann að reyna að fá hlutverk í gegnum bakdyr. Tómas setti sig í samband við vin sinn Sergej Onopko sem býr í Búdapest og í gegnum hann komst hann í samband við Zsolt Csutak sem sá um að ráða leikara á svæðinu í myndina. Csutak lét leikstjórann Denis Villeneuve vita af Tómasi og ákvað leikstjórinn í framhaldinu að ráða hann. „Þetta kenndi mér að gefast ekki upp og halda fókusi á drauminn minn,“ skrifar Tómas. Blade Runner 2049 gerist þrjátíu árum eftir atburðina í Blade Runner. Framhaldsmyndin segir frá lögreglumanninum K, leikinn af Ryan Gosling, sem grefur upp gömul leyndarmál sem gætu sett það litla sem er eftir af samfélagi manni í algjört uppnám. Uppgötvun hans leiðir hann til Rick Deckard, leikinn af Harrison Ford, sem hefur verið saknað í þrjátíu ár.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gekk um götur Berlínar í karakter Tómas Lemarquis leikur í nýjustu X-Men myndinni. Hann undirbjó sig fyrir hlutverkið með því að ganga um klæddur sem persónan. 18. maí 2016 10:00 Tómas Lemarquis fer með hlutverk Caliban í X-Men: Apocalypse Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en á meðal annarra leikara í myndinni eru Jennifer Lawrence og Michael Fassbender. 10. júlí 2015 17:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Gekk um götur Berlínar í karakter Tómas Lemarquis leikur í nýjustu X-Men myndinni. Hann undirbjó sig fyrir hlutverkið með því að ganga um klæddur sem persónan. 18. maí 2016 10:00
Tómas Lemarquis fer með hlutverk Caliban í X-Men: Apocalypse Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en á meðal annarra leikara í myndinni eru Jennifer Lawrence og Michael Fassbender. 10. júlí 2015 17:00