Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 20:30 Strákarnir okkar æfðu í síðasta sinn á glæsilegum keppnisvellinum í Eskisehir í hádeginu í dag eftir blaðamannafund Heimis og Arons. Undirbúningur hefur verið góður en Heimir Hallgrímsson er bæði að undirbúa liðið fyrir fótboltann og stemninguna sem verður á vellinum á morgun en það verða brjáluð læti og óvinvætt andrúmsloft. „Þetta er líka bara sálfræðilegt. Það finnst öllum gaman að spila leiki á völlum þar sem er brjáluð stemning. Við skiljum hvort sem er ekkert hvort þeir eru að öskra áfram Ísland eða áfram Tyrkland. Við bara hugsum þetta bara eins og það sé stemning á vellinum og við ætlum að taka þá orku og láta það hjálpa okkur en ekki öfugt,“ sagði Heimir við íþróttadeild fyrir æfingu liðsins í dag. „Við erum með skýra hugmynd um hvað við ætlum að gera. Það er erfitt að lesa í Tyrkina bæði er varðar mannskap og leikaðferð. Þeir áttu góðan leik síðast og Lucescu er fastheldinn þjálfari þannig að við reiknum fastlega með því að þetta verði svipað og ég gegn Króatíu,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun er enn einn sem kalla má stærsta leikinn í sögunni því gullpotturinn handan regnbogans er auðvitað farseðill á sjálft heimsmeistaramótið á næsta ári. Það eru þó tveir leikir eftir, ekki bara þessi Tyrklandsleikur, og Heimir hefur engar áhyggjur af því að strákarnir séu að fara eitthvað fram úr sér. „Þessir strákar eru vanir því að spila mikilvæga úrslitaleiki. Þeir vita allir hvað er í húfi. Það er miklu meira en bara að komast til Rússlands í þessari viku. Þeir vita hvað er í húfi og það er enginn að fara fram úr sér. Það er af og frá,“ segir Heimir. „VIð þurfum bara helst að passa það að menn verði ekki of metnaðarfullir og reyni að gera of mikið. Frekar að vera skynsamir. Við þurfum að vera skynsamir gegn Tyrkjum því leikirnir þeirra leysast oft upp og við verðum að vera skipulagðir. Við erum góðir í skipulaginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Strákarnir okkar æfðu í síðasta sinn á glæsilegum keppnisvellinum í Eskisehir í hádeginu í dag eftir blaðamannafund Heimis og Arons. Undirbúningur hefur verið góður en Heimir Hallgrímsson er bæði að undirbúa liðið fyrir fótboltann og stemninguna sem verður á vellinum á morgun en það verða brjáluð læti og óvinvætt andrúmsloft. „Þetta er líka bara sálfræðilegt. Það finnst öllum gaman að spila leiki á völlum þar sem er brjáluð stemning. Við skiljum hvort sem er ekkert hvort þeir eru að öskra áfram Ísland eða áfram Tyrkland. Við bara hugsum þetta bara eins og það sé stemning á vellinum og við ætlum að taka þá orku og láta það hjálpa okkur en ekki öfugt,“ sagði Heimir við íþróttadeild fyrir æfingu liðsins í dag. „Við erum með skýra hugmynd um hvað við ætlum að gera. Það er erfitt að lesa í Tyrkina bæði er varðar mannskap og leikaðferð. Þeir áttu góðan leik síðast og Lucescu er fastheldinn þjálfari þannig að við reiknum fastlega með því að þetta verði svipað og ég gegn Króatíu,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun er enn einn sem kalla má stærsta leikinn í sögunni því gullpotturinn handan regnbogans er auðvitað farseðill á sjálft heimsmeistaramótið á næsta ári. Það eru þó tveir leikir eftir, ekki bara þessi Tyrklandsleikur, og Heimir hefur engar áhyggjur af því að strákarnir séu að fara eitthvað fram úr sér. „Þessir strákar eru vanir því að spila mikilvæga úrslitaleiki. Þeir vita allir hvað er í húfi. Það er miklu meira en bara að komast til Rússlands í þessari viku. Þeir vita hvað er í húfi og það er enginn að fara fram úr sér. Það er af og frá,“ segir Heimir. „VIð þurfum bara helst að passa það að menn verði ekki of metnaðarfullir og reyni að gera of mikið. Frekar að vera skynsamir. Við þurfum að vera skynsamir gegn Tyrkjum því leikirnir þeirra leysast oft upp og við verðum að vera skipulagðir. Við erum góðir í skipulaginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55