"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 19:15 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er allur að koma til eftir meiðslin sem voru að hrjá hann síðustu daga og er líklegur að byrja á móti Tyrklandi á morgun í undankeppni HM 2018. Aron Einar tók virkan þátt í æfingu íslenska liðsins í dag og er bjartsýnn fyrir morgundaginn eftir að útlitið var ekki gott fyrr í vikunni þegar að bakslag kom í meiðslin. „Standið er bara gott. Ég náði aðeins að taka á því í gær og fann ekkert fyrir því. Ég horfi til þess að ná æfingu í dag og svo verður þetta að koma í ljós. Eins og er þá er ég í góðu standi,“ sagði Aron Einar við íþróttadeild fyrir æfingu Íslands í Eskisehir í dag. Íslenska liðið stendur nú á barmi þess að komast mögulega í umspil um sæti á HM öðru sinni en strákarnir okkar hafa sýnt mikinn stöðugleika í gæðum undanfarin misseri en fyrirliðinn er stoltur af því. Strákarnir vilja meira og það verður ekkert slakað á. „Við ætluðum okkur að sýna að þetta var engin heppni að komast á EM, eitthvað sem fólk var stolt af einu sinni og svo bara slappa af. Við vorum svo nálægt því síðast að komast á HM. Það hefði verið rosalegt. Við erum nálægt því núna og við erum ekkert að fara á hælana,“ sagði Aron Einar. „Við erum á tánum en það eru enn þá tveir leikir eftir og mikið undir. Við erum vanir þessum úrslitaleikjum og erum komnir með ákveðna reynslu úr þeim. Vonandi höfum við lært af fyrri undankeppnum og fyrri úrslitaleikjum. Ég er virkilega ánægður og jákvæður fyrir því hvar við stöndum í dag. Þetta er lið sem er stöðugt og sterkt. Þannig lýsi ég liðinu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er allur að koma til eftir meiðslin sem voru að hrjá hann síðustu daga og er líklegur að byrja á móti Tyrklandi á morgun í undankeppni HM 2018. Aron Einar tók virkan þátt í æfingu íslenska liðsins í dag og er bjartsýnn fyrir morgundaginn eftir að útlitið var ekki gott fyrr í vikunni þegar að bakslag kom í meiðslin. „Standið er bara gott. Ég náði aðeins að taka á því í gær og fann ekkert fyrir því. Ég horfi til þess að ná æfingu í dag og svo verður þetta að koma í ljós. Eins og er þá er ég í góðu standi,“ sagði Aron Einar við íþróttadeild fyrir æfingu Íslands í Eskisehir í dag. Íslenska liðið stendur nú á barmi þess að komast mögulega í umspil um sæti á HM öðru sinni en strákarnir okkar hafa sýnt mikinn stöðugleika í gæðum undanfarin misseri en fyrirliðinn er stoltur af því. Strákarnir vilja meira og það verður ekkert slakað á. „Við ætluðum okkur að sýna að þetta var engin heppni að komast á EM, eitthvað sem fólk var stolt af einu sinni og svo bara slappa af. Við vorum svo nálægt því síðast að komast á HM. Það hefði verið rosalegt. Við erum nálægt því núna og við erum ekkert að fara á hælana,“ sagði Aron Einar. „Við erum á tánum en það eru enn þá tveir leikir eftir og mikið undir. Við erum vanir þessum úrslitaleikjum og erum komnir með ákveðna reynslu úr þeim. Vonandi höfum við lært af fyrri undankeppnum og fyrri úrslitaleikjum. Ég er virkilega ánægður og jákvæður fyrir því hvar við stöndum í dag. Þetta er lið sem er stöðugt og sterkt. Þannig lýsi ég liðinu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55
Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30