Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. Einn frambjóðandi kemur í spjallið hverju sinni en dregið var um í hvaða röð flokkarnir sem bjóða fram koma í þáttinn.
Kosningaspjallið verður í beinni útsendingu á vefnum sem og á Facebook-síðu Vísis klukkan 13.30. Á meðan á útsendingu stendur geta lesendur og áhorfendur sent inn spurningar með því að kommenta við beinu útsendinguna á Facebook. Fyrir útsendingu verður einnig boðið upp á að senda spurningar í gegnum tölvupóst.
Fyrsti frambjóðandinn sem mætir í Kosningaspjall Vísis á mánudag er Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Fulltrúar flokkanna munu koma í spjallið í eftirfarandi röð:
9. október – Vinstri græn
10. október – Flokkur fólksins
11. október – Viðreisn
12. október – Miðflokkurinn
13. október – Píratar
16. október – Björt framtíð
17. október – Sjálfstæðisflokkurinn
18. október – Alþýðufylkingin
19. október – Framsóknarflokkurinn
20. október – Samfylkingin
23. október - Dögun
24. október - Íslenska þjóðfylkingin
Lesendur geta sent spurningar til viðmælenda fyrir útsendingu á netfangið hulda@365.is.
Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu
Hulda Hólmkelsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
