Emil: Ef allt er klárt verður bara gaman að vera uppi í stúku Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 10:00 Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður ekki með þegar strákarnir okkar mæta Tyrklandi í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöldið. Emil fékk gult spjald í leiknum á móti Úkraínu í síðustu landsleikjaviku og er því komin í leikbann sem er mikil synd þar sem hann spilaði stórkostlega og nú gæti liðið verið án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hafnfirðingurinn er mættur til Tyrklands með landsliðinu þrátt fyrir að vera ekki að fara að spila á föstudaginn. Þetta er vitaskuld skrítin staða að vera í. „Það var mjög pirrandi þegar þetta rann upp fyrir mér á fyrstu æfingunni en ég er búinn að stilla mig inn á það að ég er ekkert að fara að spila. Maður reynir bara í staðinn að gefa af sér á öðrum stöðum og vera í klappliðinu. Þetta er svekkjandi en samt gaman. Ég verð bara að vera klár í leikinn á mánudaginn sem er ekki síður mikilvægur,“ segir Emil. Miðjumaðurinn öflugi fór erfiðlega af stað á móti Úkraínu og fékk þetta óþarfa gula spjald en var svo magnaður í seinni hálfleik og vill ólmur komast aftur í bláa búninginn til að sýna aðra eins frammistöðu. „Við áttum alveg ótrúlega flottan leik. Það verður leiðinlegt fyrir mig að geta ekki byggt aðeins ofan á það á móti Tyrklandi. Maður er samt bara klár að koma inn á móti Kósóvó ef þess verður þörf. Ég verð klár í klappliðinu á móti Tyrklandi. Við vitum hvað er undir og ef það verður allt klárt á föstudaginn verður bara gaman að vera upp í stúku,“ segir Emil. Vegna leikbanns Emils og meiðsla Arons Einars eru lausar stöður í byrjunarliðinu en sést það á æfingum að menn vita af mögulegu byrjunarliðssæti? „Það eru alltaf allir að sýna að þeir vilja spila og að þeir séu klárir. Við erum það mikið lið að sá sem kemur inn fær stuðning frá öllum hinum. Við viljum ná árangri og sigrum og því styðja þeir sem eru fyrir utan þá sem eru að spila. Það er gríðarlega mikilvægt. Auðvitað er hungur í öllum leikmönnum en sigrar og úrslit er það sem skiptir máli,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Landsliðsbakvörðurinn fær ekkert að spila með Bristol City sama hversu vel honum gengur með landsliðinu. 4. október 2017 15:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Kári: Ég á heima í skoska boltanum en ekki á Kýpur Kári Árnason vill endurheimta sæti sitt í byrjunarliði Íslands. 4. október 2017 19:45 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður ekki með þegar strákarnir okkar mæta Tyrklandi í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöldið. Emil fékk gult spjald í leiknum á móti Úkraínu í síðustu landsleikjaviku og er því komin í leikbann sem er mikil synd þar sem hann spilaði stórkostlega og nú gæti liðið verið án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hafnfirðingurinn er mættur til Tyrklands með landsliðinu þrátt fyrir að vera ekki að fara að spila á föstudaginn. Þetta er vitaskuld skrítin staða að vera í. „Það var mjög pirrandi þegar þetta rann upp fyrir mér á fyrstu æfingunni en ég er búinn að stilla mig inn á það að ég er ekkert að fara að spila. Maður reynir bara í staðinn að gefa af sér á öðrum stöðum og vera í klappliðinu. Þetta er svekkjandi en samt gaman. Ég verð bara að vera klár í leikinn á mánudaginn sem er ekki síður mikilvægur,“ segir Emil. Miðjumaðurinn öflugi fór erfiðlega af stað á móti Úkraínu og fékk þetta óþarfa gula spjald en var svo magnaður í seinni hálfleik og vill ólmur komast aftur í bláa búninginn til að sýna aðra eins frammistöðu. „Við áttum alveg ótrúlega flottan leik. Það verður leiðinlegt fyrir mig að geta ekki byggt aðeins ofan á það á móti Tyrklandi. Maður er samt bara klár að koma inn á móti Kósóvó ef þess verður þörf. Ég verð klár í klappliðinu á móti Tyrklandi. Við vitum hvað er undir og ef það verður allt klárt á föstudaginn verður bara gaman að vera upp í stúku,“ segir Emil. Vegna leikbanns Emils og meiðsla Arons Einars eru lausar stöður í byrjunarliðinu en sést það á æfingum að menn vita af mögulegu byrjunarliðssæti? „Það eru alltaf allir að sýna að þeir vilja spila og að þeir séu klárir. Við erum það mikið lið að sá sem kemur inn fær stuðning frá öllum hinum. Við viljum ná árangri og sigrum og því styðja þeir sem eru fyrir utan þá sem eru að spila. Það er gríðarlega mikilvægt. Auðvitað er hungur í öllum leikmönnum en sigrar og úrslit er það sem skiptir máli,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Landsliðsbakvörðurinn fær ekkert að spila með Bristol City sama hversu vel honum gengur með landsliðinu. 4. október 2017 15:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Kári: Ég á heima í skoska boltanum en ekki á Kýpur Kári Árnason vill endurheimta sæti sitt í byrjunarliði Íslands. 4. október 2017 19:45 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira
Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Landsliðsbakvörðurinn fær ekkert að spila með Bristol City sama hversu vel honum gengur með landsliðinu. 4. október 2017 15:00
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Kári: Ég á heima í skoska boltanum en ekki á Kýpur Kári Árnason vill endurheimta sæti sitt í byrjunarliði Íslands. 4. október 2017 19:45