Gaukur mynstrar sig á Pírataskútuna Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2017 15:04 Gaukur kominn um borð í Pírataskipið. Kosningarnar ber brátt að og framboðin eru nú í óða önn við að skipa í sín lið í slag sem er í raun þegar hafin. Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ráðið sig á Pírataskútuna sem sérlegur kosningaráðgjafi. Flokkarnir eru nú í óða önn við að raða í lið sín í kosningabaráttuna sem að þessu sinni ber brátt að, slagur sem í raun er þegar hafinn, enda aðeins mánuður í kosningar.Þaulvanur í framboðsmálum Píratar hafa krækt önglum sínum í Gauk, sem hefur meðal annars það á afrekaskránni að hafa verið helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Jón Gnarr og allt hans pólitíska vafstur sem hlýtur að teljast sannkölluð sigurganga, auk þess sem hann kom dægurstjörnunni Silvíu Nótt rækilega á kortið. Þá kom hann einnig að kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta, gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Gaukur segist hafa veitt slíka þjónustu til hinna ýmsu stjórnmálaflokka og framboða í gegnum tíðina. „Mér lýst þannig á Pírata í dag, fannst þetta flokkur sem ég gæti kosið, í fyrsta skipti. En ég hef ekki kosið þá áður. Þetta er eini flokkurinn sem talar um mál sem ekki snúa bara að næstu mánuðum, heldur næstu áratugum. Framtíðarmál.“Helgi Hrafn ferskur andblær Gaukur tók því vel í það þegar til hans var leitað með að ganga til liðs við framboðið. Hann segir spurður það ekki svo vera að það sé skilyrði af sinni hálfu að pólitísk sannfæring fylgi, en það sé ekki verra. „Ég útiloka ekki að ég gæti starfað fyrir eitthvað og einhvern sem ég tengi ekki við með slíkum hætti. En, það væri erfiðara.“ Gaukur segir til dæmis að hann hafi ekki tekið að sér neina ráðgjöf fyrir síðustu kosningar, þó eftir því hafi verið leitað. „En, ef við viljum fá einhverja á þessu hringli þá eru Píratar sannarlega með ýmsar lausnir og hugmyndir. Þetta er nútímalegur miðjuflokkur. Og svo er Helgi Hrafn Gunnarsson kominn aftur, einhver ferskasti andblær sem hægt er að hugsa sér, í það minnsta sé litið til þessara kosninga.“ Kosningar 2017 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ráðið sig á Pírataskútuna sem sérlegur kosningaráðgjafi. Flokkarnir eru nú í óða önn við að raða í lið sín í kosningabaráttuna sem að þessu sinni ber brátt að, slagur sem í raun er þegar hafinn, enda aðeins mánuður í kosningar.Þaulvanur í framboðsmálum Píratar hafa krækt önglum sínum í Gauk, sem hefur meðal annars það á afrekaskránni að hafa verið helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Jón Gnarr og allt hans pólitíska vafstur sem hlýtur að teljast sannkölluð sigurganga, auk þess sem hann kom dægurstjörnunni Silvíu Nótt rækilega á kortið. Þá kom hann einnig að kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta, gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Gaukur segist hafa veitt slíka þjónustu til hinna ýmsu stjórnmálaflokka og framboða í gegnum tíðina. „Mér lýst þannig á Pírata í dag, fannst þetta flokkur sem ég gæti kosið, í fyrsta skipti. En ég hef ekki kosið þá áður. Þetta er eini flokkurinn sem talar um mál sem ekki snúa bara að næstu mánuðum, heldur næstu áratugum. Framtíðarmál.“Helgi Hrafn ferskur andblær Gaukur tók því vel í það þegar til hans var leitað með að ganga til liðs við framboðið. Hann segir spurður það ekki svo vera að það sé skilyrði af sinni hálfu að pólitísk sannfæring fylgi, en það sé ekki verra. „Ég útiloka ekki að ég gæti starfað fyrir eitthvað og einhvern sem ég tengi ekki við með slíkum hætti. En, það væri erfiðara.“ Gaukur segir til dæmis að hann hafi ekki tekið að sér neina ráðgjöf fyrir síðustu kosningar, þó eftir því hafi verið leitað. „En, ef við viljum fá einhverja á þessu hringli þá eru Píratar sannarlega með ýmsar lausnir og hugmyndir. Þetta er nútímalegur miðjuflokkur. Og svo er Helgi Hrafn Gunnarsson kominn aftur, einhver ferskasti andblær sem hægt er að hugsa sér, í það minnsta sé litið til þessara kosninga.“
Kosningar 2017 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira