Aðgerða er þörf Benedikt Bóas skrifar 2. október 2017 06:00 Bestu og efnilegustu leikmenn liðanna í Pepsi-deild karla og kvenna voru verðlaunaðir á laugardag. Það var ekki á neinu sérstöku KSÍ hófi eða neitt slíkt. Nei, Andri Rúnar fékk sín verðlaun eftir leikinn gegn Fjölni. Agla María og Alex Þór fengu sín verðlaun á lokahófi Stjörnunnar og borgarstjórinn, Stephany Mayor, fékk sinn verðlaunabikar eftir leik Þórs/KA og FH. KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. Þetta finnst mér dapurt. Það er engin uppskeruhátíð fyrir fótboltamenn og -konur þessa lands. Það er bara eitthvert lokahóf haldið innan félaganna. Í hinum boltaíþróttunum eru vegleg lokahóf. Og þar er alveg geggjað gaman. Persónulega sé ég ekki vandamálið. Vissulega var verið að rukka einhverja tugi þúsund kalla fyrir miða hér í gamla daga en þetta voru kvöld sem maður mundi eftir. Allavega svona oftast. Þetta þarf heldur ekkert að vera svo dýrt. Bara rífa upp símann og hringja í Hannes hjá KKÍ eða Róbert hjá HSÍ og segja: Strákar, hvernig gerið þið þetta? Eins og þetta blasir við mér er þetta enn eitt dæmið sem sýnir að KSÍ er svo fjarlægt hinum venjulega fótboltamanni. Er bara eitthvert bákn í Laugardal. Með enga tengingu til hins almenna áhorfanda eða fótboltamanns. Enda sýnir mætingin á völlinn í sumar að aðgerða er þörf. Það er varla hægt að gefa miða á völlinn til að ná upp í þúsund manns. Eins gott að það séu sjö mánuðir í að næsta tímabil hefjist. Ég bíð spenntur eftir því hvernig á að bregðast við þannig að það verði stuð og stemning í stúkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun
Bestu og efnilegustu leikmenn liðanna í Pepsi-deild karla og kvenna voru verðlaunaðir á laugardag. Það var ekki á neinu sérstöku KSÍ hófi eða neitt slíkt. Nei, Andri Rúnar fékk sín verðlaun eftir leikinn gegn Fjölni. Agla María og Alex Þór fengu sín verðlaun á lokahófi Stjörnunnar og borgarstjórinn, Stephany Mayor, fékk sinn verðlaunabikar eftir leik Þórs/KA og FH. KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. Þetta finnst mér dapurt. Það er engin uppskeruhátíð fyrir fótboltamenn og -konur þessa lands. Það er bara eitthvert lokahóf haldið innan félaganna. Í hinum boltaíþróttunum eru vegleg lokahóf. Og þar er alveg geggjað gaman. Persónulega sé ég ekki vandamálið. Vissulega var verið að rukka einhverja tugi þúsund kalla fyrir miða hér í gamla daga en þetta voru kvöld sem maður mundi eftir. Allavega svona oftast. Þetta þarf heldur ekkert að vera svo dýrt. Bara rífa upp símann og hringja í Hannes hjá KKÍ eða Róbert hjá HSÍ og segja: Strákar, hvernig gerið þið þetta? Eins og þetta blasir við mér er þetta enn eitt dæmið sem sýnir að KSÍ er svo fjarlægt hinum venjulega fótboltamanni. Er bara eitthvert bákn í Laugardal. Með enga tengingu til hins almenna áhorfanda eða fótboltamanns. Enda sýnir mætingin á völlinn í sumar að aðgerða er þörf. Það er varla hægt að gefa miða á völlinn til að ná upp í þúsund manns. Eins gott að það séu sjö mánuðir í að næsta tímabil hefjist. Ég bíð spenntur eftir því hvernig á að bregðast við þannig að það verði stuð og stemning í stúkunni.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun