Framsókn tilbúin að hugsa út fyrir kassann í húsnæðismálum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2017 16:04 Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis í dag. Vísir/Ernir Tímasetning skiptir höfuðmáli þegar leysa á húsnæðisvanda ungs fólks. Stjórnmálamenn sem líti framhjá þeirri staðreynd að flestir á leigumarkaði vilji eignast eigið húsnæði og eru ekki tilbúnir að hugsa í lausnum eiga ekki erindi í stjórnmál. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Lilja var gestur Kosningaspjalls Vísis í dag. Framsókn hefur talað fyrir hinni svokölluðu svissnesku leið sem lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Hún felur það í sér að hægt sé að taka út iðgjald úr lífeyrissjóðum til að nota við afborgun á íbúð. Þegar íbúðin er seld er því skilað aftur. Sú leið er ekki óumdeild og hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, meðal annars gagnrýnt þessa lausn. „Hún er galin að því leyti til ef þú ferð með peninga út úr lífeyrissjóðnum þá ertu ekki lengur tryggður,“ sagði Gylfi í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í vikunni. „Mér finnst hann nú vera eins og varðhundur kerfisins þegar hann er að tala því að við blasir að 80 prósent af þeim sem eru á leigumarkaði þeir vilja eignast eigið húsnæði. Ef stjórnmálamenn líta alveg framhjá þeirri staðreynd og vilja ekki hugsa í lausnum þá hafa þeir ekkert erindi í stjórnmál. Það sem við erum að gera í þessari kosningabaráttu er að hugsa út fyrir boxið, það eru til þarna leiðir sem aðstoða við fyrstu kaup á íbúð og það er það sem við erum að kynna í þessari kosningabaráttu.“ Lilja segir einnig mikilvægt að líta til breytinga á húsnæðismarkaðnum. „Fjármálastöðugleikaskýrsla seðlabankans var kynnt í gær og þar kemur til dæmis í ljós að skuldir heimilanna eru 70 prósent af landsframleiðslu og þær eru búnar að lækka mjög mikið frá árinu 2010 þegar þær voru yfir 120 prósent. En það sem er líka merkilegt að gerast er að það eru jafn margir, eða 116 þúsund sem skulda í íbúðunum árið 2016 og 2007. Hvað segir þetta okkur? Það eru orðin gríðarleg fjölgun á leigumarkaðnum, eða 30 prósent, á þessum stutta tíma.“ Þá segir hún að tímasetning í róttækum aðgerðum í húsnæðismálum sé mikilvæg. Framboð á íbúðum verði að vera til staðar til að anna eftirspurn. „við viljum síst af öllu valda því að það verði einhver þensla eða húsnæðisverð haldi áfram að hækka og þá er framboðið lykilatriði. það þarf að ráðast í frekari aðgerðir sem auðvelda og auka framboð á húsnæði.“ Bankarnir of margirLilja segir jafnframt að mikilvægt sé að einn banki sé í eigu ríkissjóðs til að veita hinum bönkunum virkt aðhald komi til þess. Hann yrði svokallaður samfélagsbanki og leiðandi í því að huga að þjónustu við heimili og fyrirtæki landsins á skilvirkan og hagkvæman hátt. „Ég vil sjá minni yfirbyggingu er varðar stjórnun og rekstur bæði bankanna og lífeyrissjóðanna. Annað þar myndi ég til að mynda vilja sjá, ég held að þeir séu of margir. það mætti fækka þeim og þannig mætti til dæmis minnka rekstrarkostnað og annað slíkt.“ Hún segir að mikilvægt sé að ráðast í heildarendurskipulagningu á fjármálamarkaði. Þar skipti lykilmáli að algjört gagnsæi ríki um eigendur í bankakerfinu. „Við þurfum að taka allt kerfið í heild sinni og hugsa ætla menn að vera með fjárfestingarstarfsemi eða ætla menn að selja þann hluta úr einhverjum af bönkunum. Aðalmarkmið er, áður en við tökum næstu skref, að það sé heildarskipulag, heildarstefna hvað þetta varðar og líka það sem þarf að huga að er hvernig við getum líka gert kerfið hagkvæmara.“Mikilvægur liður í að varðveita íslensku Lilja lagði fram frumvarp um afnám virðisaukaskatts á bókum á síðasta þingi. Aðspurð hvort að það muni skila sér til neytenda segist Lilja telja að svo verði. Afnámið sé mikilvægur liður í því að standa vörð um íslenska tungu. Í öðrum löndum sem hafi lækkað skatt á bókum hafi bóksala aukist. „Við erum að horfa upp á það að ísland er eitt minnsta málsvæði veraldar og við þurfum að hlúa eins mikið og við getum að íslenskunni. þetta er ein leið til þessa. Við höfum séð samdrátt í bóksölu frá árinu 2008 og það eru allskonar áskoranir sem íslensk tunga stendur frammi fyrir. Þetta er eitt fyrsta skrefið í því að reyna að styrkja umgjörðina og ég sé líka fyrir mér aðrar aðgerðir sem við getum farið í. Ég sé líka fyrir mér að við getum farið í að styrkja bókasöfnin okkar og bókasafnssjóð sem lið í þessari vegferð sem við erum að hefja með því að afnema bókaskatt.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. 12. október 2017 16:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Segir erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að stjórna sínu liði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra segir að umhverfismálin hafi of lengi verið í ólestri og að styðja þurfi betur við bakið á þolendum kynferðisofbeldis. 16. október 2017 15:48 Segir þingmenn þvert á móti hafa ýtt á Reykjavíkurborg Guðlaugur Þór Þórðarson segir það alfjörlega fráleitt að óvild Sjálfstæðismanna í garð borgarstjóra hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. 17. október 2017 16:15 Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag. 18. október 2017 16:00 Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. 9. október 2017 16:13 Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. 13. október 2017 16:15 Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. 10. október 2017 16:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tímasetning skiptir höfuðmáli þegar leysa á húsnæðisvanda ungs fólks. Stjórnmálamenn sem líti framhjá þeirri staðreynd að flestir á leigumarkaði vilji eignast eigið húsnæði og eru ekki tilbúnir að hugsa í lausnum eiga ekki erindi í stjórnmál. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Lilja var gestur Kosningaspjalls Vísis í dag. Framsókn hefur talað fyrir hinni svokölluðu svissnesku leið sem lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Hún felur það í sér að hægt sé að taka út iðgjald úr lífeyrissjóðum til að nota við afborgun á íbúð. Þegar íbúðin er seld er því skilað aftur. Sú leið er ekki óumdeild og hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, meðal annars gagnrýnt þessa lausn. „Hún er galin að því leyti til ef þú ferð með peninga út úr lífeyrissjóðnum þá ertu ekki lengur tryggður,“ sagði Gylfi í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í vikunni. „Mér finnst hann nú vera eins og varðhundur kerfisins þegar hann er að tala því að við blasir að 80 prósent af þeim sem eru á leigumarkaði þeir vilja eignast eigið húsnæði. Ef stjórnmálamenn líta alveg framhjá þeirri staðreynd og vilja ekki hugsa í lausnum þá hafa þeir ekkert erindi í stjórnmál. Það sem við erum að gera í þessari kosningabaráttu er að hugsa út fyrir boxið, það eru til þarna leiðir sem aðstoða við fyrstu kaup á íbúð og það er það sem við erum að kynna í þessari kosningabaráttu.“ Lilja segir einnig mikilvægt að líta til breytinga á húsnæðismarkaðnum. „Fjármálastöðugleikaskýrsla seðlabankans var kynnt í gær og þar kemur til dæmis í ljós að skuldir heimilanna eru 70 prósent af landsframleiðslu og þær eru búnar að lækka mjög mikið frá árinu 2010 þegar þær voru yfir 120 prósent. En það sem er líka merkilegt að gerast er að það eru jafn margir, eða 116 þúsund sem skulda í íbúðunum árið 2016 og 2007. Hvað segir þetta okkur? Það eru orðin gríðarleg fjölgun á leigumarkaðnum, eða 30 prósent, á þessum stutta tíma.“ Þá segir hún að tímasetning í róttækum aðgerðum í húsnæðismálum sé mikilvæg. Framboð á íbúðum verði að vera til staðar til að anna eftirspurn. „við viljum síst af öllu valda því að það verði einhver þensla eða húsnæðisverð haldi áfram að hækka og þá er framboðið lykilatriði. það þarf að ráðast í frekari aðgerðir sem auðvelda og auka framboð á húsnæði.“ Bankarnir of margirLilja segir jafnframt að mikilvægt sé að einn banki sé í eigu ríkissjóðs til að veita hinum bönkunum virkt aðhald komi til þess. Hann yrði svokallaður samfélagsbanki og leiðandi í því að huga að þjónustu við heimili og fyrirtæki landsins á skilvirkan og hagkvæman hátt. „Ég vil sjá minni yfirbyggingu er varðar stjórnun og rekstur bæði bankanna og lífeyrissjóðanna. Annað þar myndi ég til að mynda vilja sjá, ég held að þeir séu of margir. það mætti fækka þeim og þannig mætti til dæmis minnka rekstrarkostnað og annað slíkt.“ Hún segir að mikilvægt sé að ráðast í heildarendurskipulagningu á fjármálamarkaði. Þar skipti lykilmáli að algjört gagnsæi ríki um eigendur í bankakerfinu. „Við þurfum að taka allt kerfið í heild sinni og hugsa ætla menn að vera með fjárfestingarstarfsemi eða ætla menn að selja þann hluta úr einhverjum af bönkunum. Aðalmarkmið er, áður en við tökum næstu skref, að það sé heildarskipulag, heildarstefna hvað þetta varðar og líka það sem þarf að huga að er hvernig við getum líka gert kerfið hagkvæmara.“Mikilvægur liður í að varðveita íslensku Lilja lagði fram frumvarp um afnám virðisaukaskatts á bókum á síðasta þingi. Aðspurð hvort að það muni skila sér til neytenda segist Lilja telja að svo verði. Afnámið sé mikilvægur liður í því að standa vörð um íslenska tungu. Í öðrum löndum sem hafi lækkað skatt á bókum hafi bóksala aukist. „Við erum að horfa upp á það að ísland er eitt minnsta málsvæði veraldar og við þurfum að hlúa eins mikið og við getum að íslenskunni. þetta er ein leið til þessa. Við höfum séð samdrátt í bóksölu frá árinu 2008 og það eru allskonar áskoranir sem íslensk tunga stendur frammi fyrir. Þetta er eitt fyrsta skrefið í því að reyna að styrkja umgjörðina og ég sé líka fyrir mér aðrar aðgerðir sem við getum farið í. Ég sé líka fyrir mér að við getum farið í að styrkja bókasöfnin okkar og bókasafnssjóð sem lið í þessari vegferð sem við erum að hefja með því að afnema bókaskatt.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. 12. október 2017 16:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Segir erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að stjórna sínu liði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra segir að umhverfismálin hafi of lengi verið í ólestri og að styðja þurfi betur við bakið á þolendum kynferðisofbeldis. 16. október 2017 15:48 Segir þingmenn þvert á móti hafa ýtt á Reykjavíkurborg Guðlaugur Þór Þórðarson segir það alfjörlega fráleitt að óvild Sjálfstæðismanna í garð borgarstjóra hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. 17. október 2017 16:15 Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag. 18. október 2017 16:00 Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. 9. október 2017 16:13 Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. 13. október 2017 16:15 Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. 10. október 2017 16:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. 12. október 2017 16:00
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48
Segir erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að stjórna sínu liði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra segir að umhverfismálin hafi of lengi verið í ólestri og að styðja þurfi betur við bakið á þolendum kynferðisofbeldis. 16. október 2017 15:48
Segir þingmenn þvert á móti hafa ýtt á Reykjavíkurborg Guðlaugur Þór Þórðarson segir það alfjörlega fráleitt að óvild Sjálfstæðismanna í garð borgarstjóra hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. 17. október 2017 16:15
Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag. 18. október 2017 16:00
Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. 9. október 2017 16:13
Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. 13. október 2017 16:15
Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. 10. október 2017 16:15