Þörf á kerfisbreytingu skýri töluleysi VG Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. október 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í Reykjavík suður. vísir/ernir Þingmaður Vinstri grænna (VG) segir flokkinn ekki hafa lagt fram hugmyndir um neinar tölur í yfirstandandi kosningabaráttu þar sem stokka þurfi kerfið upp frá grunni. Formaður Samfylkingarinnar segir að tekjuöflun flokksins muni beinast að þeim sem eru vel aflögufærir. Lág- og meðaltekjufólki verði hlíft. Í Markaðnum og á forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að upptaka hátekju- og auðlegðarskatta myndi aðeins koma til með að fjármagna lítið brot af þeim kosningaloforðum sem gefin hafa verið.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm„Úttektin í Markaðnum er í besta falli á misskilningi byggð,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður og oddviti VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Við höfum talað um það að breikka tekjugrunn ríkisins og þá meðal annars litið til arðgreiðslna úr bönkunum, sem eitthvað sem allir flokkar tala nú um. Við viljum hliðra til í skattkerfinu og skattleggja þá sem meira hafa milli handanna,“ segir Svandís. Hún segir að í áðurnefndri grein hafi verið talað líkt og VG hygðist auka útgjöld um 70 milljarða. Í loforðum annarra flokka hafi verið lögð fram drög að útgjalda- og tekjuaukningu ríkisins. Píratar lögðu til að mynda fram skuggafjárlagafrumvarp sem sýni áherslur flokksins. VG hefur ekki í hyggju að gera slíkt. Aðspurð hve mikil útgjöld, og auknar skattheimtur á móti, VG sæi fyrir sér segir hún að flokkurinn hafi ekki viljað gera slíkt. „Við höfum ekki farið í það í stefnu okkar að færa milljarð til hér og þar. Við teljum að stokka þurfi kerfið upp frá grunni. Þar verði samfélagssáttmálinn í öndvegi en ekki sú nýfrjálshyggjutilraun sem hér hefur verið við lýði,“ segir þingmaðurinn. „Við þurfum að spyrja okkur hvað það kostar að vanrækja samfélagið árum saman? Því þurfa hægri menn að svara.“ Þá vilji VG hverfa frá einhliða skattahækkunum og horfa frekar til samstarfs við samstarfsflokka í ríkisstjórn, atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna í þeim efnum með það að marki að breið samstaða skapist um breytingarnar. Einnig hafi þau talað fyrir þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. „Ég ætla ekki að fara út í eitthvert tog um einstakar upphæðir í þessum efnum,“ segir Svandís. „Þegar við höfum lagt fram breytingar á fjárlögum þá höfum við alltaf lagt fram opna og gagnsæja tekjuöflunarleið á móti. Það er þannig nú líka,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkur hans áætli að það þurfi um 40 milljarða til að „standa undir þeirri nauðsynlegu aðgerð að koma hér á félagslegum stöðugleika“. Logi segir að flokkur hans muni ekki koma til með að hækka álögur á fólk með lágar eða millitekjur. Þvert á móti stefni hann að því að tvöfalda barnabætur og hækka vaxta- og húsnæðisbætur. „Það er velmegun og góðæri í landinu, að meðaltali. Það eru þó allt of margir sem hafa það skítt. Það verður auðvelt að fjármagna hófsöm kosningaloforð án þess að nokkur þurfi að líða fyrir það,“ segir Logi. „Við munum leita leiða til að afla tekna til að standa við okkar loforð. Þá munum við sækja fjármagn til þeirra sem eru mjög vel aflögufærir.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Samfylkinguna geta staðið við kosningaloforð um tugi milljarða króna í innviðauppbyggingu: Boðar hærri arðgreiðslur úr bönkunum og aukin auðlindagjöld Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. 18. október 2017 13:45 Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna (VG) segir flokkinn ekki hafa lagt fram hugmyndir um neinar tölur í yfirstandandi kosningabaráttu þar sem stokka þurfi kerfið upp frá grunni. Formaður Samfylkingarinnar segir að tekjuöflun flokksins muni beinast að þeim sem eru vel aflögufærir. Lág- og meðaltekjufólki verði hlíft. Í Markaðnum og á forsíðu Fréttablaðsins í gær var sagt frá því að upptaka hátekju- og auðlegðarskatta myndi aðeins koma til með að fjármagna lítið brot af þeim kosningaloforðum sem gefin hafa verið.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm„Úttektin í Markaðnum er í besta falli á misskilningi byggð,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður og oddviti VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Við höfum talað um það að breikka tekjugrunn ríkisins og þá meðal annars litið til arðgreiðslna úr bönkunum, sem eitthvað sem allir flokkar tala nú um. Við viljum hliðra til í skattkerfinu og skattleggja þá sem meira hafa milli handanna,“ segir Svandís. Hún segir að í áðurnefndri grein hafi verið talað líkt og VG hygðist auka útgjöld um 70 milljarða. Í loforðum annarra flokka hafi verið lögð fram drög að útgjalda- og tekjuaukningu ríkisins. Píratar lögðu til að mynda fram skuggafjárlagafrumvarp sem sýni áherslur flokksins. VG hefur ekki í hyggju að gera slíkt. Aðspurð hve mikil útgjöld, og auknar skattheimtur á móti, VG sæi fyrir sér segir hún að flokkurinn hafi ekki viljað gera slíkt. „Við höfum ekki farið í það í stefnu okkar að færa milljarð til hér og þar. Við teljum að stokka þurfi kerfið upp frá grunni. Þar verði samfélagssáttmálinn í öndvegi en ekki sú nýfrjálshyggjutilraun sem hér hefur verið við lýði,“ segir þingmaðurinn. „Við þurfum að spyrja okkur hvað það kostar að vanrækja samfélagið árum saman? Því þurfa hægri menn að svara.“ Þá vilji VG hverfa frá einhliða skattahækkunum og horfa frekar til samstarfs við samstarfsflokka í ríkisstjórn, atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna í þeim efnum með það að marki að breið samstaða skapist um breytingarnar. Einnig hafi þau talað fyrir þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. „Ég ætla ekki að fara út í eitthvert tog um einstakar upphæðir í þessum efnum,“ segir Svandís. „Þegar við höfum lagt fram breytingar á fjárlögum þá höfum við alltaf lagt fram opna og gagnsæja tekjuöflunarleið á móti. Það er þannig nú líka,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkur hans áætli að það þurfi um 40 milljarða til að „standa undir þeirri nauðsynlegu aðgerð að koma hér á félagslegum stöðugleika“. Logi segir að flokkur hans muni ekki koma til með að hækka álögur á fólk með lágar eða millitekjur. Þvert á móti stefni hann að því að tvöfalda barnabætur og hækka vaxta- og húsnæðisbætur. „Það er velmegun og góðæri í landinu, að meðaltali. Það eru þó allt of margir sem hafa það skítt. Það verður auðvelt að fjármagna hófsöm kosningaloforð án þess að nokkur þurfi að líða fyrir það,“ segir Logi. „Við munum leita leiða til að afla tekna til að standa við okkar loforð. Þá munum við sækja fjármagn til þeirra sem eru mjög vel aflögufærir.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Samfylkinguna geta staðið við kosningaloforð um tugi milljarða króna í innviðauppbyggingu: Boðar hærri arðgreiðslur úr bönkunum og aukin auðlindagjöld Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. 18. október 2017 13:45 Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segir Samfylkinguna geta staðið við kosningaloforð um tugi milljarða króna í innviðauppbyggingu: Boðar hærri arðgreiðslur úr bönkunum og aukin auðlindagjöld Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. 18. október 2017 13:45
Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15