Bílasala minnkaði í Evrópu í september Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2017 16:26 Bílaumferð í London. Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent