„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 14:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum