Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. október 2017 04:00 Þorgerður Katrín tók við formennsku í Viðreisn í liðinni viku. Hér er hún með Pawel Bartoszek og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmönnum flokksins, og Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra flokksins. Vísir/eyþór Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er VG stærstur, eins og í könnunum Fréttablaðsins undanfarið, með 27 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er með rúm 22 prósent. Það er sama fylgi og hann hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins síðustu tvær vikurnar. Miðflokkurinn mælist með tæplega 11 prósenta fylgi, Samfylkingin með rúmlega 10 prósent og Píratar mælast með slétt 10. Þá mælist Viðreisn með 5 prósenta fylgi, Flokkur fólksins með tæp 4 prósent og Björt framtíð með rúmlega 2 prósent. Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi VG fá 19 þingmenn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn 15, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar myndu fá sjö menn kjörna hver flokkur. Þá myndi Framsóknarflokkurinn fá fimm menn kjörna og Viðreisn þrjá menn. Þetta myndi þýða að sjö flokkar ættu fulltrúa á þingi og einungis einn möguleiki væri á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG. Þriggja flokka stjórn yrði ekki mynduð án aðkomu VG. Hringt var í 1.239 manns þar til náðist í 806 samkvæmt lagskiptu úrtaki 16. október. Svarhlutfallið var því 65,1 prósent. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 68,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 10 prósent sögðust vera óákveðin og rúmlega 12 prósent svöruðu ekki. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er VG stærstur, eins og í könnunum Fréttablaðsins undanfarið, með 27 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er með rúm 22 prósent. Það er sama fylgi og hann hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins síðustu tvær vikurnar. Miðflokkurinn mælist með tæplega 11 prósenta fylgi, Samfylkingin með rúmlega 10 prósent og Píratar mælast með slétt 10. Þá mælist Viðreisn með 5 prósenta fylgi, Flokkur fólksins með tæp 4 prósent og Björt framtíð með rúmlega 2 prósent. Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi VG fá 19 þingmenn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn 15, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar myndu fá sjö menn kjörna hver flokkur. Þá myndi Framsóknarflokkurinn fá fimm menn kjörna og Viðreisn þrjá menn. Þetta myndi þýða að sjö flokkar ættu fulltrúa á þingi og einungis einn möguleiki væri á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG. Þriggja flokka stjórn yrði ekki mynduð án aðkomu VG. Hringt var í 1.239 manns þar til náðist í 806 samkvæmt lagskiptu úrtaki 16. október. Svarhlutfallið var því 65,1 prósent. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 68,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 10 prósent sögðust vera óákveðin og rúmlega 12 prósent svöruðu ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira