Nauðsynlegt að breyta kosningalögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2017 06:00 Meðal þess sem nauðsynlegt er að laga er að framboð liggi fyrir þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst. vísir/ernir Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum að mati formanns landskjörstjórnar. Breytingatillögur starfshóps um efnið hafa legið óhreyfðar í rúmt ár. Um helgina dró Íslenska þjóðfylkingin fjóra framboðslista fyrir þingkosningarnar til baka eftir að í ljós kom að fólk á meðmælalistum flokksins kannaðist ekki við að hafa ritað nafn sitt á þá. Annmarkar voru á meðmælalistum hjá fleiri flokkum en þeim var gefinn kostur á að færa þá til betri vegar.Í ágúst í fyrra skilaði vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga drögum að nýju frumvarpi til kosningalaga auk skýrslu um tillögur og vinnu sína. Meðal þess sem lagt var til var að heimilt væri að safna meðmælendum rafrænt. „Þjóðskrá er nú með kerfi þannig að meðmælendur fá tilkynningu inn á Ísland.is um undirskrift sína. Það sem þetta strandar hins vegar á er að fresturinn er svo stuttur að það næst ekki að koma tilkynningunni til fólks áður en listarnir eru staðfestir af kjörstjórn,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Að mati Kristínar myndu breytingatillögurnar gera það að verkum að ólíklegt væri að tilvik, sambærileg þeim sem komu upp nú, gætu endurtekið sig. Þá segir hún algjöra nauðsyn að breytingar verði gerðar á lögunum og það sem fyrst. „Það sem ég teldi mikilvægast væru breytingar varðandi tímalínu í aðdraganda kosninga og ýmsa fresti. Þá sérstaklega varðandi framboðsfrest og kosningu utan kjörfundar.“ Nú er fyrirkomulagið svo að hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar átta vikum fyrir kjördag þótt framboðslistar liggi ekki fyrir fyrr en fimmtán dögum fyrir kjördag. Eins telur hún brýnt að kjörskrá verði gerð rafræn svo fólk geti kosið hvar sem er innan síns kjördæmis. „Það átti enginn von á því að kjörtímabilið yrði svona stutt núna og fólk er ekki að hugsa um þetta fyrr en líða fer að kosningum. En þetta eru orðnar afar brýnar breytingar,“ segir Kristín. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30 Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum að mati formanns landskjörstjórnar. Breytingatillögur starfshóps um efnið hafa legið óhreyfðar í rúmt ár. Um helgina dró Íslenska þjóðfylkingin fjóra framboðslista fyrir þingkosningarnar til baka eftir að í ljós kom að fólk á meðmælalistum flokksins kannaðist ekki við að hafa ritað nafn sitt á þá. Annmarkar voru á meðmælalistum hjá fleiri flokkum en þeim var gefinn kostur á að færa þá til betri vegar.Í ágúst í fyrra skilaði vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga drögum að nýju frumvarpi til kosningalaga auk skýrslu um tillögur og vinnu sína. Meðal þess sem lagt var til var að heimilt væri að safna meðmælendum rafrænt. „Þjóðskrá er nú með kerfi þannig að meðmælendur fá tilkynningu inn á Ísland.is um undirskrift sína. Það sem þetta strandar hins vegar á er að fresturinn er svo stuttur að það næst ekki að koma tilkynningunni til fólks áður en listarnir eru staðfestir af kjörstjórn,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Að mati Kristínar myndu breytingatillögurnar gera það að verkum að ólíklegt væri að tilvik, sambærileg þeim sem komu upp nú, gætu endurtekið sig. Þá segir hún algjöra nauðsyn að breytingar verði gerðar á lögunum og það sem fyrst. „Það sem ég teldi mikilvægast væru breytingar varðandi tímalínu í aðdraganda kosninga og ýmsa fresti. Þá sérstaklega varðandi framboðsfrest og kosningu utan kjörfundar.“ Nú er fyrirkomulagið svo að hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar átta vikum fyrir kjördag þótt framboðslistar liggi ekki fyrir fyrr en fimmtán dögum fyrir kjördag. Eins telur hún brýnt að kjörskrá verði gerð rafræn svo fólk geti kosið hvar sem er innan síns kjördæmis. „Það átti enginn von á því að kjörtímabilið yrði svona stutt núna og fólk er ekki að hugsa um þetta fyrr en líða fer að kosningum. En þetta eru orðnar afar brýnar breytingar,“ segir Kristín.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30 Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30
Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22