„Þetta var eins og heimsendir" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2017 19:00 Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára. Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Sjá meira
Tala látinna í skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu fer hækkandi en staðfest er að minnst þrjátíu og fimm séu látnir, hundraða er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslensk kona sem býr á svæðinu lýsti ástandinu sem heimsendi þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt í miklu flýti. Tæplega tíu þúsund slökkviliðsmenn og björgunaraðilar unnu enn einn daginn að því nær ómögulega að bjarga eignum og fólki frá skógareldunum sem geisað hafa nær stjórnlaust í norðurhluta Kaliforníu frá því á sunnudag. Eldarnir eru þeir verstu í ríkinu frá upphafi og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nokkrum sýslum. Eldarnir hafa breiðst hratt út og eru dæmi þess að fólk hafi brunnið inni á heimilum sínum en stjórnvöld hvetja fólk til þess að yfirgefa svæðið og jafnframt sagt að þeir sem ekki fari séu á eigin spýtum og geti ekki vænst björgunar. Sjötíu þúsund hektarar lands hafa brunnið og til að setja það í samhengi væri það þessi hluti af Reykjanesi sem hefði nú þegar orðið eldunum að bráð. Að minnsta kosti þrjú þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki eru brunnin til grunna og í sumum borgum má einungis sjá brunarústir stíga frá jörðu. Brunnin tré og brunnir bílar. Eldarnir hafa logað á tuttugu og tveimur stöðum í átta sýslum. Íslensk kona sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt í Santa Rosa í miklu flýti um síðustu helgi. „Nágranni okkar kom og lamdi á svefnherbergisgluggann hjá okkur og vakti okkur og við bara tókum það sem við mögulega gátum og æddum út í bíl,“ segir Lára Magnúsdóttir.Voru eldarnir farnir að loga nálægt heimili ykkar? „Já, guð minn góður. Þetta var eins og heimsendir. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Lára. Þessar myndir tók eiginmaður Láru nóttina sem þau yfirgáfu heimili sitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskyldan hefur fengið er húsið þeirra í lagi en sömu sögu er ekki að segja annars staðar. „Kílómetra frá okkur er allt farið. Bara jafnað við jörðu,“ segir Lára. Slökkvistarf gengur hægt vegna mikils hita og mikilla vinda og ekki búist við að lægi fyrr en eftir helgi.Hafið þið fengið upplýsingar hvenær þið fáið að snúa til baka? „Nei. Við vitum ekkert,“ segir Lára.Þið bara bíðið? „Já,“ segir Lára.
Veður Tengdar fréttir Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Sjá meira
Hið minnsta 23 látnir í skógareldunum Ekkert hefur spurst til um 600 íbúa Kaliforníu frá því að skógareldarnir hófust. 12. október 2017 07:24