Hugmyndir uppi um tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2017 14:49 Ströndin við Skarfaklett er að mati borgarstjóra falin perla í Reykjavík. vísir/anton brink Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að opna tvær nýjar ylstrandir, annars vegar við Skarfaklett og hins vegar í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti hugmyndir um þetta á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. Ylströndin í Nauthólsvík, sem opnuð var árið 2000, hefur notið mikilla vinsælda hjá borgarbúum og því ef til vill ekki úr vegi að kanna möguleiki á fleiri slíkum svæðum í borginni. „Ég hef óskað eftir því við Orkuveituna að það fari fram skoðun á tveimur hugmyndum að nýjum ylströndum þar sem afgangsvatn sem þarf að skila í sjó sem er síðan heitt yrði notað. Þetta er annars vegar mjög lítil strönd við Skarfaklett, nálægt þeim stað þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Það gæti orðið svona lítill yndisreitur og myndi mynda nýjan viðkomustað fyrir alls konar útivist,“ segir Dagur í samtali við Vísi sem segir þessa litlu strönd falinn gimstein í borgarlandinu.Frá ströndinni við Skarfaklett en hinn staðurinn er í Gufunesi.vísir/anton brinkNokkuð var rætt um mengun frá skemmtiferðaskipum sem komu í íslenskar hafnir í sumar. Dagur segir að ekki sé rætt um að skemmtiferðaskipin komi einhvers staðar annars staðar að í borginni verði hugmyndir um ylströndina að veruleika en verið sé að skoða loftmengun frá skemmtiferðaskipum sérstaklega. Hinn staðurinn sem um ræðir er í Gufunesi. „Þar er líka strönd þar sem gamla áburðarverksmiðjan var. Þar eru Baltasar Kormákur og RVK Studios að fara að opna kvikmyndatökuver og er að fara í tökur á Ófærð seinna í vetur. Í skipulagssamkeppni sem við héldum þar voru þeir sem voru með sigurtillöguna með svolítið djarfa hugmynd að sjóböðum, það er sundlaug í sjónum,“ segir Dagur og bætir við að þessi litla strönd kalli nánast á heitara vatn. „Allavega fyrir þá sem vilja svamla og treysta sér ekki í úthafsölduna.“ Skipulag Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að opna tvær nýjar ylstrandir, annars vegar við Skarfaklett og hins vegar í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti hugmyndir um þetta á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. Ylströndin í Nauthólsvík, sem opnuð var árið 2000, hefur notið mikilla vinsælda hjá borgarbúum og því ef til vill ekki úr vegi að kanna möguleiki á fleiri slíkum svæðum í borginni. „Ég hef óskað eftir því við Orkuveituna að það fari fram skoðun á tveimur hugmyndum að nýjum ylströndum þar sem afgangsvatn sem þarf að skila í sjó sem er síðan heitt yrði notað. Þetta er annars vegar mjög lítil strönd við Skarfaklett, nálægt þeim stað þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Það gæti orðið svona lítill yndisreitur og myndi mynda nýjan viðkomustað fyrir alls konar útivist,“ segir Dagur í samtali við Vísi sem segir þessa litlu strönd falinn gimstein í borgarlandinu.Frá ströndinni við Skarfaklett en hinn staðurinn er í Gufunesi.vísir/anton brinkNokkuð var rætt um mengun frá skemmtiferðaskipum sem komu í íslenskar hafnir í sumar. Dagur segir að ekki sé rætt um að skemmtiferðaskipin komi einhvers staðar annars staðar að í borginni verði hugmyndir um ylströndina að veruleika en verið sé að skoða loftmengun frá skemmtiferðaskipum sérstaklega. Hinn staðurinn sem um ræðir er í Gufunesi. „Þar er líka strönd þar sem gamla áburðarverksmiðjan var. Þar eru Baltasar Kormákur og RVK Studios að fara að opna kvikmyndatökuver og er að fara í tökur á Ófærð seinna í vetur. Í skipulagssamkeppni sem við héldum þar voru þeir sem voru með sigurtillöguna með svolítið djarfa hugmynd að sjóböðum, það er sundlaug í sjónum,“ segir Dagur og bætir við að þessi litla strönd kalli nánast á heitara vatn. „Allavega fyrir þá sem vilja svamla og treysta sér ekki í úthafsölduna.“
Skipulag Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira