Eldur í ruslatunnu við heimili ritstjóra Stundarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2017 00:30 Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Mynd/Jón Trausti Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu. Fjölmiðlar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu.
Fjölmiðlar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira