Rétt ákvörðun að slíta stjórnarsamstarfinu: „Við getum ekki verið hluti af frændhygli og sérhagsmunum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2017 22:56 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa aukið á heiðarleika í íslenskri pólitík. Vísir/Stöð2 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði að flokksmenn hefðu slitið stjórnarsamstarfinu vegna þess að þeir gátu ekki hugsað sér að vera „hluti af frændhygli og sérhagsmunum.“ Guðlaug Kristjánsdóttir var, ásamt fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi, gestur Höskuldar Kára Schram í öðrum Kosningaþætti Stöðvar 2. Í þættinum var tekist á um stjórnarslitin en fulltrúarnir voru ekki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga. Guðlaug segist „dauðsjá“ eftir Björt Ólafsdóttur úr Umhverfisráðuneytinu og Óttari Proppé úr heilbrigðismálunum en hún segir að það sé til marks um hugrekki þeirra að kasta frá sér valdastólunum til að standa vörð um sín gildi. Aðspurð, segir Guðlaug að það hafi verið rétt ákvörðun að slíta samstarfinu. „Algjörlega, okkar ákvörðun kom í kjölfarið á framgöngu annarra.“ Hún segir ákvörðunina sýna fram á það að Björt framtíð sé flokkur sem standi við orð sín. „Við segjum það sem við meinum og gerum það sem við segjum. Við komum inn til að breyta.“Haraldur Benediktsson, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði flokkinn tilbúinn í kosningabaráttuna.Vísir/Stöð 2Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er ekki sama sinnis. Aðspurður, segir Haraldur Sjálfstæðismenn ekki vera sáttir með aðdraganda kosninganna og tekur þannig mið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu án þess að ræða við stjórnarflokkana fyrst. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við vorum ekki á leið í kosningar. Við vorum rifin frá verkum sem við vorum rétt að hefja vinnu við,“ segir Haraldur. Hann segir þó að það sé enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara í kosningar og að kosningabaráttan sé nú þegar hafin.Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði að flokksmenn hefðu slitið stjórnarsamstarfinu vegna þess að þeir gátu ekki hugsað sér að vera „hluti af frændhygli og sérhagsmunum.“ Guðlaug Kristjánsdóttir var, ásamt fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi, gestur Höskuldar Kára Schram í öðrum Kosningaþætti Stöðvar 2. Í þættinum var tekist á um stjórnarslitin en fulltrúarnir voru ekki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga. Guðlaug segist „dauðsjá“ eftir Björt Ólafsdóttur úr Umhverfisráðuneytinu og Óttari Proppé úr heilbrigðismálunum en hún segir að það sé til marks um hugrekki þeirra að kasta frá sér valdastólunum til að standa vörð um sín gildi. Aðspurð, segir Guðlaug að það hafi verið rétt ákvörðun að slíta samstarfinu. „Algjörlega, okkar ákvörðun kom í kjölfarið á framgöngu annarra.“ Hún segir ákvörðunina sýna fram á það að Björt framtíð sé flokkur sem standi við orð sín. „Við segjum það sem við meinum og gerum það sem við segjum. Við komum inn til að breyta.“Haraldur Benediktsson, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði flokkinn tilbúinn í kosningabaráttuna.Vísir/Stöð 2Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er ekki sama sinnis. Aðspurður, segir Haraldur Sjálfstæðismenn ekki vera sáttir með aðdraganda kosninganna og tekur þannig mið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu án þess að ræða við stjórnarflokkana fyrst. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við vorum ekki á leið í kosningar. Við vorum rifin frá verkum sem við vorum rétt að hefja vinnu við,“ segir Haraldur. Hann segir þó að það sé enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara í kosningar og að kosningabaráttan sé nú þegar hafin.Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00
Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09