Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2017 20:58 Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira