Vilja setja fjóra milljarða í átak gegn kynbundnu ofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2017 17:15 Helga Vala Helgadóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill veita fjórum milljörðum á næsta kjörtímabili til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta tilkynnti Helga Vala Helgadóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. Um er að ræða þríþætta áætlun og er gert ráð fyrir að einum milljarði sé varið á hverju ári kjörtímabilsins í verkefnið. Um er að ræða eflingu á löggæslu, fræðslu og forvarnir á öllum skólastigum og betri heilbrigðisþjónustu. „Það þarf að efla löggæsluna til þess að fá fram markvissari málsmeðferð í ofbeldisbrotum. Við erum ekki bara að tala um kynferðisofbeldi. Við erum að tala um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og svo þetta netofbeldi sem er auðvitað risastór þáttur sem einhvern veginn við erum ekki að sinna,“ segir Helga Vala Helgadóttir í samtali við Vísi.Lögreglumenn hætti vegna veikinda Hún segir nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum á íslandi. Þeim hafi fækkað undanfarin tíu ár frá 712 niður í 660. Nú séu fleiri einstaklingar hérlendis, bæði Íslendingar sem og ferðamenn. „Það er ekkert óalgengt að meðal lögreglumaðurinn vinni um 100 yfirvinnutíma í mánuði, sem eru þá svona 25 á viku sirka. Það er bara, maður sér alveg strax hvernig það fer. Það er svo ótrúlega mikið álag. við erum að missa fólk út úr þessari stétt, við erum að missa fólk í langtimaveikindi, reynslumikla lögregluþjóna. þetta er hrikalegt ástand. Þessu hefur bara ekkert verið sinnt, þrátt fyrir ákall árum saman.“ Annar hluti átaksins snýr að viðvarandi fræðslu og forvörnum í skólum á grunnskóla-, menntaskóla- og háskólastigi. „Ekki eitthvað mánaðarátak þar sem við komum inn í samfélagsfræðitímana, heldur að setja þetta inn í lífsleiknina. Þannig við byrjum bara strax í grunnskóla á því að efna fræðsluna. það er þar sem framtíðar gerendur og þolendur eru og þarna þurfum við að byrja. Meðvitundin þarf að vera alveg skýr alveg frá byrjun,“ segir Helga. „Þriðji punkturinn er heilbrigðiskerfið. Neyðarmóttaka á landspítala hefur verið í algjörri framvarðarsveit þegar kemur að móttöku brotaþola. En það veltur það rosalega mikið á elju þeirrar manneskju sem þar heldur um taumana.“ Hún bendir á að heilbrigðisstofnanir annars staðar á landinu standi verr þegar kemur að meðferð kynferðisbrota. Samræma þurfi þjónustuna og jafnframt auka framlag til neyðarmóttöku Landspítala. Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Samfylkingin vill veita fjórum milljörðum á næsta kjörtímabili til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta tilkynnti Helga Vala Helgadóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. Um er að ræða þríþætta áætlun og er gert ráð fyrir að einum milljarði sé varið á hverju ári kjörtímabilsins í verkefnið. Um er að ræða eflingu á löggæslu, fræðslu og forvarnir á öllum skólastigum og betri heilbrigðisþjónustu. „Það þarf að efla löggæsluna til þess að fá fram markvissari málsmeðferð í ofbeldisbrotum. Við erum ekki bara að tala um kynferðisofbeldi. Við erum að tala um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og svo þetta netofbeldi sem er auðvitað risastór þáttur sem einhvern veginn við erum ekki að sinna,“ segir Helga Vala Helgadóttir í samtali við Vísi.Lögreglumenn hætti vegna veikinda Hún segir nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum á íslandi. Þeim hafi fækkað undanfarin tíu ár frá 712 niður í 660. Nú séu fleiri einstaklingar hérlendis, bæði Íslendingar sem og ferðamenn. „Það er ekkert óalgengt að meðal lögreglumaðurinn vinni um 100 yfirvinnutíma í mánuði, sem eru þá svona 25 á viku sirka. Það er bara, maður sér alveg strax hvernig það fer. Það er svo ótrúlega mikið álag. við erum að missa fólk út úr þessari stétt, við erum að missa fólk í langtimaveikindi, reynslumikla lögregluþjóna. þetta er hrikalegt ástand. Þessu hefur bara ekkert verið sinnt, þrátt fyrir ákall árum saman.“ Annar hluti átaksins snýr að viðvarandi fræðslu og forvörnum í skólum á grunnskóla-, menntaskóla- og háskólastigi. „Ekki eitthvað mánaðarátak þar sem við komum inn í samfélagsfræðitímana, heldur að setja þetta inn í lífsleiknina. Þannig við byrjum bara strax í grunnskóla á því að efna fræðsluna. það er þar sem framtíðar gerendur og þolendur eru og þarna þurfum við að byrja. Meðvitundin þarf að vera alveg skýr alveg frá byrjun,“ segir Helga. „Þriðji punkturinn er heilbrigðiskerfið. Neyðarmóttaka á landspítala hefur verið í algjörri framvarðarsveit þegar kemur að móttöku brotaþola. En það veltur það rosalega mikið á elju þeirrar manneskju sem þar heldur um taumana.“ Hún bendir á að heilbrigðisstofnanir annars staðar á landinu standi verr þegar kemur að meðferð kynferðisbrota. Samræma þurfi þjónustuna og jafnframt auka framlag til neyðarmóttöku Landspítala.
Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum