Jóhann Berg í viðtali á Sky Sport um afrek íslenska landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 16:49 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu á móti Kósóvó. Vísir/Eyþór Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM í Rússlandi. Jóhann Berg hafði ekki skorað í 34 landsleikjum í röð þegar hann kom Íslandi í 1-0 úti í Tyrklandi og gulltryggði síðan sigurinn með seinna markinu á móti Kósóvó á mánudagskvöldið. Jóhann Berg er nú kominn aftur til Burnley þar sem framundan eru leikir í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports fékk hinsvegar viðtal við okkar mann og hefur nú birt það á heimasíðu sinni. „Það er ótrúlegt að við séum komnir inn á HM og það var líka sérstakt að ná því á okkar heimavelli,“ segir Jóhann Berg við Sky Sports. „Það er stórkostlegt að Ísland sé komið inn á heimsmeistaramótið og sé fámennasta þjóðin sem hafi afrekað slíkt. Við erum því komnir inn í sögubækurnar. Þetta var frábær stund,“ sagði Jóhann Berg. „Við vorum líka að fara upp úr erfiðum riðli og við stóðum okkur því mjög vel,“ sagði Jóhann Berg. „Það héldu örugglega margir að við værum búnir að ná okkar besta árangri á Evrópumótinu og nú væri þetta ævintýri búið. Það er bara eitt lið sem kemst beint inn á HM úr hverjum riðli og umspilið er líka mjög erfitt. Ég held að við höfum verið í eina riðlinum þar sem voru fjórar þjóðir sem voru á EM. Þetta var því mjög erfiður riðill,“ sagði Jóhann Berg. „Við töpuðum ekki leik á heimavelli og það var mjög mikilvægt,“ sagði Jóhann Berg en sá hann þetta fyrir sér þegar hann var lítill strákur? „Það var draumurinn en það var erfitt að sjá hann ganga upp. Það var magnað afrek að komast á EM en nú verður heimsmeistaramótið enn stærra,“ sagði Jóhann Berg. „Þegar ég var lítill þá horfði ég á EM, HM og ensku úrvalsdeildina. Ég er núna búinn að ná að spila á tveimur þessum keppnum og vonandi fæ ég tækifæri næsta sumar að spila í þriðju keppninni,“ sagði Jóhann en það má sjá allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM í Rússlandi. Jóhann Berg hafði ekki skorað í 34 landsleikjum í röð þegar hann kom Íslandi í 1-0 úti í Tyrklandi og gulltryggði síðan sigurinn með seinna markinu á móti Kósóvó á mánudagskvöldið. Jóhann Berg er nú kominn aftur til Burnley þar sem framundan eru leikir í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports fékk hinsvegar viðtal við okkar mann og hefur nú birt það á heimasíðu sinni. „Það er ótrúlegt að við séum komnir inn á HM og það var líka sérstakt að ná því á okkar heimavelli,“ segir Jóhann Berg við Sky Sports. „Það er stórkostlegt að Ísland sé komið inn á heimsmeistaramótið og sé fámennasta þjóðin sem hafi afrekað slíkt. Við erum því komnir inn í sögubækurnar. Þetta var frábær stund,“ sagði Jóhann Berg. „Við vorum líka að fara upp úr erfiðum riðli og við stóðum okkur því mjög vel,“ sagði Jóhann Berg. „Það héldu örugglega margir að við værum búnir að ná okkar besta árangri á Evrópumótinu og nú væri þetta ævintýri búið. Það er bara eitt lið sem kemst beint inn á HM úr hverjum riðli og umspilið er líka mjög erfitt. Ég held að við höfum verið í eina riðlinum þar sem voru fjórar þjóðir sem voru á EM. Þetta var því mjög erfiður riðill,“ sagði Jóhann Berg. „Við töpuðum ekki leik á heimavelli og það var mjög mikilvægt,“ sagði Jóhann Berg en sá hann þetta fyrir sér þegar hann var lítill strákur? „Það var draumurinn en það var erfitt að sjá hann ganga upp. Það var magnað afrek að komast á EM en nú verður heimsmeistaramótið enn stærra,“ sagði Jóhann Berg. „Þegar ég var lítill þá horfði ég á EM, HM og ensku úrvalsdeildina. Ég er núna búinn að ná að spila á tveimur þessum keppnum og vonandi fæ ég tækifæri næsta sumar að spila í þriðju keppninni,“ sagði Jóhann en það má sjá allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira