Matarást Nönnu var engin tilviljun 12. október 2017 15:15 Nanna með stóru Matarástina sem margir hafa beðið eftir í lengri tíma. MYND/ANTON BRINK Nanna Rögnvaldardóttir hefur getið sér sérstaklega gott orð fyrir matreiðslubækur sínar sem nú eru orðnar tuttugu talsins. Fyrsta bók hennar, Matarást, kom út árið 1998 og hefur nú verið endurútgefin vegna mikillar eftirspurnar. Nanna hefur starfað við bóka- og tímaritaútgáfu nær allan sinn starfsferil, lengst af hjá Iðunni og Forlaginu. Nanna er þekkt bæði hér á landi sem erlendis fyrir yfirgripsmikla þekkingu á mat og matargerð. Við lögðum nokkrar vel valdar spurningar fyrir Nönnu um fyrstu bókina, Matarást, sem nú er loksins fáanleg aftur. Það stóð ekki á svörunum. 1) Af hverju er Matarást gefin út aftur núna? Bókin hefur verið uppseld í 10-12 ár og mikið verið spurt eftir henni. Það hefur verið í skoðun öðru hverju að endurprenta hana og okkur fannst rétti tíminn til þess núna. 2) Er fólk á einhverjum sérstökum aldri sem hefur óskað eftir henni? Ekki mér vitanlega en ég hef heyrt marga segja „ég gaf hana oft í afmælis- eða brúðkaupsgjöf en lét aldrei verða af því að kaupa eintak handa mér og sá svo eftir því að hafa ekki gert það þegar hún seldist upp.“ Fólk hefur líka oft sagt mér að bókin sem það keypti fyrir mörgum árum sé orðin svo slitin af notkun að það bráðlangi í nýtt eintak. 3) Eru það frekar konur en karlar, venjulegt fólk eða fagmenn? Ég held að það sé enginn kynjamunur, enda hafa karlmenn miklu meiri áhuga á matargerð en áður var og síst minni en konur. Ég skrifaði bókina fyrir fólk eins og sjálfa mig, enda er ég engin fagmanneskja (sjókokkaprófið mitt telst ekki með) en ég held að flestir geti nú haft gagn af henni. 4) Hefur matarsmekkur Íslendinga breyst á nítján árum? Já, bæði smekkurinn og ekki síður aðgengið og úrvalið. Það er miklu meira um erlenda strauma, veitingahús sem bjóða upp á mat eða undir áhrifum frá öllum heimshornum, margir eru mun duglegri að prófa sjálfir alls konar framandlega rétti og hráefni og svo er ýmislegt sem var fáséð eða óþekkt fyrir tveimur áratugum en allir þekkja núna. Sem dæmi má taka að þegar ég skrifaði bókina var klettasalat óþekkt og ekki til íslenskt heiti, ég notaði erlendu heitin arugula og rocket, en fimm árum seinna birtist varla svo uppskrift að það væri ekki notað. Ég hitti ansi oft fólk sem segir við mig um eitthvert hráefni eða rétt: Ég sá þetta fyrst í Matarást. 5) Þurftir þú að endurskoða hana og bæta eftir allan þennan tíma? Ég velti því heilmikið fyrir mér – ég veit svo miklu meira um mat og hráefni núna en ég gerði fyrir tveimur áratugum. Ég hefði auðveldlega getað bætt við nægu efni til að fylla þriggja binda verk að minnsta kosti en það hefði tekið mig nokkur ár og ég hef einfaldlega ekki það þrek eða úthald sem ég hafði áður. En þegar ég fletti í gegnum bókina og velti þessu fyrir mér fannst mér að næstum allt sem í henni er stæðist ótrúlega vel tímans tönn og hún ætti alveg erindi óbreytt. 6) Hvað ertu oftast spurð um í sambandi við Matarást? Hvað það hafi tekið mig langan tíma að skrifa hana. 7) Sumir tala um bókina sem biblíu matargerðarmannsins, er eitthvað til í því? Ég er ekki dómbær á það. En ég var að skrifa bókina sem mig bráðvantaði sjálfa, hélt alltaf að einhver annar myndi gera það, einhver fagmaður sem væri betur fær um það. Svo áttaði ég mig á því að það væri ólíklegt að eitthvað slíkt myndi gerast vegna þess að svona bók verður ekki til þannig að einhver ákveður: Nú ætla ég að skrifa alfræðibók. Útgefandinn minn sagði mér reyndar að ef einhver hefði komið til hans með slíka hugmynd hefði hann ekki talið neinn grundvöll fyrir svona verki. En ég átti alla þessa minnispunkta sem ég var búin að safna að mér, hafði árum saman drukkið í mig allan þann fróðleik sem ég fann um mat, fannst ég vita alveg óskaplega mikið, og mig langaði að koma því áleiðis til annarra. Og ég held að það hafi tekist þokkalega. 8) Þetta er stór og mikil bók. Hvað tók þig langan tíma að skrifa hana? Svona fimmtán ár ... Ég var sem sé búin að safna fróðleik og skrifa minnispunkta frá því snemma í mínum búskap og sá bunki stækkaði sífellt. En frá því að ákveðið var að gera úr þessu bók og þar til hún fór í prentsmiðju leið svona hálft annað ár. Ég hef satt að segja lengi fullyrt að ég hafi lítið annað unnið þann tíma en þegar ég fór að fletta upp í ýmsum gögnum nýlega sá ég að ég hafði reyndar verið að vinna fulla vinnu við annað mestallan tímann. En eins og ég sagði, ég hafði meira vinnuþrek í þá daga ... 9) Eru uppskriftir í bókinni eða bara ráðleggingar varðandi matreiðslu? Upphaflega átti þetta ekki að vera uppskriftabók, heldur bara uppflettibók um hráefni, aðferðir, þekkta rétti og allt sem viðkemur mat og matargerð. Mig minnir þó að ég hafi ætlað að láta fáeinar grunnuppskriftir fylgja með. Béarnaisesósu og þess háttar. En þegar vinnan var langt komin stakk útgefandinn upp á að láta uppskriftir fylgja – hann vissi að ég átti ansi viðamikið uppskriftasafn – og það varð úr að ég setti stóran hluta af því inn og bætti öðrum við. Þegar upp var staðið voru komnar um 1600 uppskriftir í bókina, fleiri en í nokkurri annarri matreiðslubók sem þá hafði verið gefin út, sem mér fannst dálítið skondið í ljósi þess að ég hef sjálf aldrei litið á Matarást sem uppskriftabók. 10) Kom þér eitthvað á óvart þegar þú fórst að vinna við bókina aftur? Ekki á óvart kannski. En ég er alltaf ánægð með hvað uppsetning efnisins er vel heppnuð. Rafbækur voru ekki komnar til sögunnar þá en að sumu leyti má segja að umbrotið sé unnið með rafrænar bækur í huga; meginmálið í miðju, uppskrift til annarrar handar en hinum megin er svo vísað í aðrar flettur og uppskriftir sem tengjast efninu. Þannig er hægt að rekja sig fram og aftur í bókinni og finna stöðugt eitthvað nýtt. 11) Er bókin myndskreytt? Það eru engar myndir með uppskriftunum. Hins vegar fannst okkur að bók af þessu tagi, þar sem svo mikil áhersla er á hráefni og að kynna alls konar grænmeti, ávexti og annað fyrir fólki, yrðu að fylgja góðar myndir. Þess vegna eru í bókinni 48 litmyndasíður með mörg hundruð myndum af ávöxtum, grænmeti, kryddi og kryddjurtum og fleiru. 12) Er bókin ódýrari í dag en hún var á sínum tíma? Já, hún er mun ódýrari, kostar innan við helming af því sem hún var seld á fyrir nítján árum. Matarást var dýr bók þegar hún kom út, enda vinnslu- og prentkostnaður hár. En nú eru aðrir tímar og það er hægt að gera þetta á hagkvæmari hátt. Gömlu prentskjölin fundust líka óvænt í prentsmiðjunni þar sem hún var síðast prentuð og það sparaði mikinn kostnað. En ég hef líka á seinni árum lagt áherslu á að bækurnar mínar séu seldar á vægu verði, mér finnst mikilvægara að sem flestir hafi kost á að eignast þær en að ég fái hærri höfundarlaun. 13) Áttu þér eitthvað uppáhalds í bókinni? (upplýsingar eða uppskrift) Nei, ég lagði svo mikið af sjálfri mér í þessa bók að ég geri ekki upp á milli. En mér þykir vænt um að rifja upp að ég fékk að hafa algjörlega frjálsar hendur við efnið og láta fljóta með ýmiss konar fánýtan en skemmtilegan fróðleik sem hefði kannski verið sleppt úr alvarlegri verkum en á að ég held þátt í vinsældum bókarinnar. 14) Notar þú bókina þegar þú ert að leita að einhverum upplýsingum eða kanntu þetta allt utanbókar? Rætur bókarinnar liggja nú einmitt í því hvað minni mitt var lélegt, ég var alltaf að leita að upplýsingum um það sama aftur og aftur og fór að skrifa það niður. Minnið hefur ekkert batnað, nema síður sé, svo að jú, ég nota hana ennþá. 15) Finnur þú fyrir meiri áhuga í dag á matargerð en þegar bókin kom fyrst út? Já. Mér fannst ég oft vera dálítið ein á báti með allan minn mataráhuga en það hefur gjörbreyst, þótt fólk geri sennilega minna af því að elda heima en nokkru sinni fyrr. 16) Er Matarást jólagjöfin í ár? Fyrir þá sem kunna að meta stóra, harða pakka, já. Nema ef þeir eiga hana fyrir og þá má bara gefa þeim Pottur, panna og Nanna ... Þessi grein er unnin í samstarfi við Forlagið, bókaútgáfu. Matur Menning Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Nanna Rögnvaldardóttir hefur getið sér sérstaklega gott orð fyrir matreiðslubækur sínar sem nú eru orðnar tuttugu talsins. Fyrsta bók hennar, Matarást, kom út árið 1998 og hefur nú verið endurútgefin vegna mikillar eftirspurnar. Nanna hefur starfað við bóka- og tímaritaútgáfu nær allan sinn starfsferil, lengst af hjá Iðunni og Forlaginu. Nanna er þekkt bæði hér á landi sem erlendis fyrir yfirgripsmikla þekkingu á mat og matargerð. Við lögðum nokkrar vel valdar spurningar fyrir Nönnu um fyrstu bókina, Matarást, sem nú er loksins fáanleg aftur. Það stóð ekki á svörunum. 1) Af hverju er Matarást gefin út aftur núna? Bókin hefur verið uppseld í 10-12 ár og mikið verið spurt eftir henni. Það hefur verið í skoðun öðru hverju að endurprenta hana og okkur fannst rétti tíminn til þess núna. 2) Er fólk á einhverjum sérstökum aldri sem hefur óskað eftir henni? Ekki mér vitanlega en ég hef heyrt marga segja „ég gaf hana oft í afmælis- eða brúðkaupsgjöf en lét aldrei verða af því að kaupa eintak handa mér og sá svo eftir því að hafa ekki gert það þegar hún seldist upp.“ Fólk hefur líka oft sagt mér að bókin sem það keypti fyrir mörgum árum sé orðin svo slitin af notkun að það bráðlangi í nýtt eintak. 3) Eru það frekar konur en karlar, venjulegt fólk eða fagmenn? Ég held að það sé enginn kynjamunur, enda hafa karlmenn miklu meiri áhuga á matargerð en áður var og síst minni en konur. Ég skrifaði bókina fyrir fólk eins og sjálfa mig, enda er ég engin fagmanneskja (sjókokkaprófið mitt telst ekki með) en ég held að flestir geti nú haft gagn af henni. 4) Hefur matarsmekkur Íslendinga breyst á nítján árum? Já, bæði smekkurinn og ekki síður aðgengið og úrvalið. Það er miklu meira um erlenda strauma, veitingahús sem bjóða upp á mat eða undir áhrifum frá öllum heimshornum, margir eru mun duglegri að prófa sjálfir alls konar framandlega rétti og hráefni og svo er ýmislegt sem var fáséð eða óþekkt fyrir tveimur áratugum en allir þekkja núna. Sem dæmi má taka að þegar ég skrifaði bókina var klettasalat óþekkt og ekki til íslenskt heiti, ég notaði erlendu heitin arugula og rocket, en fimm árum seinna birtist varla svo uppskrift að það væri ekki notað. Ég hitti ansi oft fólk sem segir við mig um eitthvert hráefni eða rétt: Ég sá þetta fyrst í Matarást. 5) Þurftir þú að endurskoða hana og bæta eftir allan þennan tíma? Ég velti því heilmikið fyrir mér – ég veit svo miklu meira um mat og hráefni núna en ég gerði fyrir tveimur áratugum. Ég hefði auðveldlega getað bætt við nægu efni til að fylla þriggja binda verk að minnsta kosti en það hefði tekið mig nokkur ár og ég hef einfaldlega ekki það þrek eða úthald sem ég hafði áður. En þegar ég fletti í gegnum bókina og velti þessu fyrir mér fannst mér að næstum allt sem í henni er stæðist ótrúlega vel tímans tönn og hún ætti alveg erindi óbreytt. 6) Hvað ertu oftast spurð um í sambandi við Matarást? Hvað það hafi tekið mig langan tíma að skrifa hana. 7) Sumir tala um bókina sem biblíu matargerðarmannsins, er eitthvað til í því? Ég er ekki dómbær á það. En ég var að skrifa bókina sem mig bráðvantaði sjálfa, hélt alltaf að einhver annar myndi gera það, einhver fagmaður sem væri betur fær um það. Svo áttaði ég mig á því að það væri ólíklegt að eitthvað slíkt myndi gerast vegna þess að svona bók verður ekki til þannig að einhver ákveður: Nú ætla ég að skrifa alfræðibók. Útgefandinn minn sagði mér reyndar að ef einhver hefði komið til hans með slíka hugmynd hefði hann ekki talið neinn grundvöll fyrir svona verki. En ég átti alla þessa minnispunkta sem ég var búin að safna að mér, hafði árum saman drukkið í mig allan þann fróðleik sem ég fann um mat, fannst ég vita alveg óskaplega mikið, og mig langaði að koma því áleiðis til annarra. Og ég held að það hafi tekist þokkalega. 8) Þetta er stór og mikil bók. Hvað tók þig langan tíma að skrifa hana? Svona fimmtán ár ... Ég var sem sé búin að safna fróðleik og skrifa minnispunkta frá því snemma í mínum búskap og sá bunki stækkaði sífellt. En frá því að ákveðið var að gera úr þessu bók og þar til hún fór í prentsmiðju leið svona hálft annað ár. Ég hef satt að segja lengi fullyrt að ég hafi lítið annað unnið þann tíma en þegar ég fór að fletta upp í ýmsum gögnum nýlega sá ég að ég hafði reyndar verið að vinna fulla vinnu við annað mestallan tímann. En eins og ég sagði, ég hafði meira vinnuþrek í þá daga ... 9) Eru uppskriftir í bókinni eða bara ráðleggingar varðandi matreiðslu? Upphaflega átti þetta ekki að vera uppskriftabók, heldur bara uppflettibók um hráefni, aðferðir, þekkta rétti og allt sem viðkemur mat og matargerð. Mig minnir þó að ég hafi ætlað að láta fáeinar grunnuppskriftir fylgja með. Béarnaisesósu og þess háttar. En þegar vinnan var langt komin stakk útgefandinn upp á að láta uppskriftir fylgja – hann vissi að ég átti ansi viðamikið uppskriftasafn – og það varð úr að ég setti stóran hluta af því inn og bætti öðrum við. Þegar upp var staðið voru komnar um 1600 uppskriftir í bókina, fleiri en í nokkurri annarri matreiðslubók sem þá hafði verið gefin út, sem mér fannst dálítið skondið í ljósi þess að ég hef sjálf aldrei litið á Matarást sem uppskriftabók. 10) Kom þér eitthvað á óvart þegar þú fórst að vinna við bókina aftur? Ekki á óvart kannski. En ég er alltaf ánægð með hvað uppsetning efnisins er vel heppnuð. Rafbækur voru ekki komnar til sögunnar þá en að sumu leyti má segja að umbrotið sé unnið með rafrænar bækur í huga; meginmálið í miðju, uppskrift til annarrar handar en hinum megin er svo vísað í aðrar flettur og uppskriftir sem tengjast efninu. Þannig er hægt að rekja sig fram og aftur í bókinni og finna stöðugt eitthvað nýtt. 11) Er bókin myndskreytt? Það eru engar myndir með uppskriftunum. Hins vegar fannst okkur að bók af þessu tagi, þar sem svo mikil áhersla er á hráefni og að kynna alls konar grænmeti, ávexti og annað fyrir fólki, yrðu að fylgja góðar myndir. Þess vegna eru í bókinni 48 litmyndasíður með mörg hundruð myndum af ávöxtum, grænmeti, kryddi og kryddjurtum og fleiru. 12) Er bókin ódýrari í dag en hún var á sínum tíma? Já, hún er mun ódýrari, kostar innan við helming af því sem hún var seld á fyrir nítján árum. Matarást var dýr bók þegar hún kom út, enda vinnslu- og prentkostnaður hár. En nú eru aðrir tímar og það er hægt að gera þetta á hagkvæmari hátt. Gömlu prentskjölin fundust líka óvænt í prentsmiðjunni þar sem hún var síðast prentuð og það sparaði mikinn kostnað. En ég hef líka á seinni árum lagt áherslu á að bækurnar mínar séu seldar á vægu verði, mér finnst mikilvægara að sem flestir hafi kost á að eignast þær en að ég fái hærri höfundarlaun. 13) Áttu þér eitthvað uppáhalds í bókinni? (upplýsingar eða uppskrift) Nei, ég lagði svo mikið af sjálfri mér í þessa bók að ég geri ekki upp á milli. En mér þykir vænt um að rifja upp að ég fékk að hafa algjörlega frjálsar hendur við efnið og láta fljóta með ýmiss konar fánýtan en skemmtilegan fróðleik sem hefði kannski verið sleppt úr alvarlegri verkum en á að ég held þátt í vinsældum bókarinnar. 14) Notar þú bókina þegar þú ert að leita að einhverum upplýsingum eða kanntu þetta allt utanbókar? Rætur bókarinnar liggja nú einmitt í því hvað minni mitt var lélegt, ég var alltaf að leita að upplýsingum um það sama aftur og aftur og fór að skrifa það niður. Minnið hefur ekkert batnað, nema síður sé, svo að jú, ég nota hana ennþá. 15) Finnur þú fyrir meiri áhuga í dag á matargerð en þegar bókin kom fyrst út? Já. Mér fannst ég oft vera dálítið ein á báti með allan minn mataráhuga en það hefur gjörbreyst, þótt fólk geri sennilega minna af því að elda heima en nokkru sinni fyrr. 16) Er Matarást jólagjöfin í ár? Fyrir þá sem kunna að meta stóra, harða pakka, já. Nema ef þeir eiga hana fyrir og þá má bara gefa þeim Pottur, panna og Nanna ... Þessi grein er unnin í samstarfi við Forlagið, bókaútgáfu.
Matur Menning Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira