Segja andúð Sjálfstæðismanna á Degi standa uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2017 14:22 Píratar segja forkastanlegt að andúð Sjálfstæðismanna á Degi skuli bitna með þessum hætti á borgarbúum. Fulltrúar Pírata í borgarstjórn fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn hafi staðið einarðlega í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Að þetta sé meðal annars vegna andúðar á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem þeir neiti að eiga í samskiptum við.Ákaflega alvarleg staða Píratar hafa sent frá sér afar harðorða yfirlýsingu þar sem þetta er fordæmt. Í yfirlýsingunni er vitnað til orða Jónu Sólveigu Elínardóttur, varaformanns Viðreisnar, þar sem hún sagði einmitt þetta í tengslum við samskipti ríkisstjórnarinnar við Reykjavíkurborg um úthlutun á ríkislóðum til borgarinnar: „Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“ Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis. Píratar segja þetta nákvæmlega svona í pottinn búið og ekki verði nógsamlega undirstrikað hversu alvarlegt þetta sé. Um sé að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi.Hreinasta svívirða „Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki.“ Í yfirlýsingunni er sagt að allt sem er til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál. „Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða.“Undirritaðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, vilja koma eftirfarandi á framfæ... Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, October 12, 2017Andúð Sjálfstæðismanna á Degi bitnar á borgarbúum Píratar segja að það sé „fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“ Yfirlýsingin, sem Halldór Auðar Svansson birti á Facebooksíðu sinni, hefur þegar vakið verulega athygli en hana má sjá innfellda hér fyrir ofan. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Degi B. Eggertssyni, sem er vant við látinn, vegna málsins en að sögn Halldórs var honum kunnugt um að þessarar yfirlýsingar væri að vænta.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær. Ummæli hennar um borgarmálin má sjá eftir um 19 mínútur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fulltrúar Pírata í borgarstjórn fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn hafi staðið einarðlega í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Að þetta sé meðal annars vegna andúðar á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem þeir neiti að eiga í samskiptum við.Ákaflega alvarleg staða Píratar hafa sent frá sér afar harðorða yfirlýsingu þar sem þetta er fordæmt. Í yfirlýsingunni er vitnað til orða Jónu Sólveigu Elínardóttur, varaformanns Viðreisnar, þar sem hún sagði einmitt þetta í tengslum við samskipti ríkisstjórnarinnar við Reykjavíkurborg um úthlutun á ríkislóðum til borgarinnar: „Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“ Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis. Píratar segja þetta nákvæmlega svona í pottinn búið og ekki verði nógsamlega undirstrikað hversu alvarlegt þetta sé. Um sé að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi.Hreinasta svívirða „Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki.“ Í yfirlýsingunni er sagt að allt sem er til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál. „Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða.“Undirritaðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, vilja koma eftirfarandi á framfæ... Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, October 12, 2017Andúð Sjálfstæðismanna á Degi bitnar á borgarbúum Píratar segja að það sé „fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“ Yfirlýsingin, sem Halldór Auðar Svansson birti á Facebooksíðu sinni, hefur þegar vakið verulega athygli en hana má sjá innfellda hér fyrir ofan. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Degi B. Eggertssyni, sem er vant við látinn, vegna málsins en að sögn Halldórs var honum kunnugt um að þessarar yfirlýsingar væri að vænta.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær. Ummæli hennar um borgarmálin má sjá eftir um 19 mínútur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48