Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 19:02 Benedikt Jóhannesson segir málefni flokksins ofar öllu. Vísir/Eyþór „Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
„Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04