Messi náði metinu en Suarez var fljótur að ná honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 10:30 Lionel Messi og Luis Suarez. Vísir/Getty Liðsfélagarnir hjá Barcelona, Lionel Messi og Luis Suarez, deila nú metinu yfir flest skoruð mörk í Suður-Ameríku hluta undankeppni HM í fótbolta. Barcelona-stjörnurnar mæta brosandi aftur til Katalóníu enda búnir að tryggja sínum þjóðum sæti á HM auk þess að næla sér í eitt met í leiðinni. Lionel Messi byrjaði á því að bæta markametið með því að skora þrennu í 3-1 sigri Argentínumanna á Ekvador en Luis Suarez jafnaði við hann með því að skora tvisvar í seinni hálfleik í 4-2 sigri Úrúgvæ á Bólivíu. Þeir félagar hafa nú báðir skorað 21 mark í undankeppni HM. Argentínumaðurinn Hernan Crespo átti áður metið (19 mörk) en Luis Suarez náði honum þegar hann skoraði sitt nítjánda mark fyrir ári síðan.21 - Luis #Suárez and Lionel #Messi are now the historical joint-top scorers in South American WC Qualifiers history. Brothers. pic.twitter.com/Uwl5YjLDJd — OptaJavier (@OptaJavier) October 11, 2017 Það gekk hinsvegar ekkert hjá Suarez að komast einn í efsta sætið enda var hann ekki búinn að skora í undankeppninni síðan í október 2016. Messi stakk sér síðan framúr þeim báðum þegar hann kom til bjargar eftir að Argentína lenti 1-0 undir í nótt í leik upp á líf eða dauða fyrir HM-drauma argentínsku þjóðarinnar. Þrenna Messi reddaði málunum og Argentína verður með okkur Íslendingum á HM næsta sumar. Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani var hinsvegar markahæstur maðurinn í þessari undankeppni Suður-Ameríku riðilsins með 10 mörk. Lionel Messi skoraði sjö mörk eins og Sílemaðurinn Alexis Sánchez og Ekvadormaðurinn Felipe Caicedo. #Messi and @LuisSuarez9 became the first players to breach the 20-goal mark in #CONMEBOL qualifiers history. #WCQhttps://t.co/xZJ4MJ05qh — Sportstar (@sportstarweb) October 11, 2017Lionel Messi og Luis Suarez.Vísir/GettyLionel Messi og Luis Suarez.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Liðsfélagarnir hjá Barcelona, Lionel Messi og Luis Suarez, deila nú metinu yfir flest skoruð mörk í Suður-Ameríku hluta undankeppni HM í fótbolta. Barcelona-stjörnurnar mæta brosandi aftur til Katalóníu enda búnir að tryggja sínum þjóðum sæti á HM auk þess að næla sér í eitt met í leiðinni. Lionel Messi byrjaði á því að bæta markametið með því að skora þrennu í 3-1 sigri Argentínumanna á Ekvador en Luis Suarez jafnaði við hann með því að skora tvisvar í seinni hálfleik í 4-2 sigri Úrúgvæ á Bólivíu. Þeir félagar hafa nú báðir skorað 21 mark í undankeppni HM. Argentínumaðurinn Hernan Crespo átti áður metið (19 mörk) en Luis Suarez náði honum þegar hann skoraði sitt nítjánda mark fyrir ári síðan.21 - Luis #Suárez and Lionel #Messi are now the historical joint-top scorers in South American WC Qualifiers history. Brothers. pic.twitter.com/Uwl5YjLDJd — OptaJavier (@OptaJavier) October 11, 2017 Það gekk hinsvegar ekkert hjá Suarez að komast einn í efsta sætið enda var hann ekki búinn að skora í undankeppninni síðan í október 2016. Messi stakk sér síðan framúr þeim báðum þegar hann kom til bjargar eftir að Argentína lenti 1-0 undir í nótt í leik upp á líf eða dauða fyrir HM-drauma argentínsku þjóðarinnar. Þrenna Messi reddaði málunum og Argentína verður með okkur Íslendingum á HM næsta sumar. Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani var hinsvegar markahæstur maðurinn í þessari undankeppni Suður-Ameríku riðilsins með 10 mörk. Lionel Messi skoraði sjö mörk eins og Sílemaðurinn Alexis Sánchez og Ekvadormaðurinn Felipe Caicedo. #Messi and @LuisSuarez9 became the first players to breach the 20-goal mark in #CONMEBOL qualifiers history. #WCQhttps://t.co/xZJ4MJ05qh — Sportstar (@sportstarweb) October 11, 2017Lionel Messi og Luis Suarez.Vísir/GettyLionel Messi og Luis Suarez.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira