Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. Formannsstóll Benedikts hefur verið í senn sjóðheitur sem og valtur síðan ríkisstjórnarsamstarfið sprakk og gerðu ummælin um tilefni stjórnarslitanna á RÚV lítið til að auka vinsældir hans meðal flokksmanna. Benedikt var í þættinum spurður að því hvort hann deildi þeirri skoðun Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra að ekki hefði verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Um það sagði hann: „Þetta mál, sem þótti svo stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna,“ sagði Benedikt. Á þriðjudagsmorgun var Benedikt gerður afturreka með ummælin. Baðst hann afsökunar í yfirlýsingu á Facebook á að hafa notað „afar klaufaleg ummæli“ og ekki hafi verið ætlun hans að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandendur verða fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru flokksfélagar Benedikts allt annað en sáttir. Einn viðmælandi blaðsins orðar það svo að það hafi ekki nokkur manneskja í hópnum, þar með talinn Benedikt sjálfur, verið ánægð með hvernig hann kom út í viðtalinu. Málið hafi komið til tals á daglegum fundi framboðshóps Viðreisnar á þriðjudagsmorgun þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að nokkur hiti hafi verið í fólki. Heimildir blaðsins herma að Benedikt hafi hreinlega verið „skammaður“ eins og heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það, hann hafi útskýrt sína hlið mála og loks sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði orðaval sitt. Viðreisn hefur átt á brattan að sækja í kosningabaráttunni þar sem fylgi flokksins mælist ansi rýrt í skoðanakönnunum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. Formannsstóll Benedikts hefur verið í senn sjóðheitur sem og valtur síðan ríkisstjórnarsamstarfið sprakk og gerðu ummælin um tilefni stjórnarslitanna á RÚV lítið til að auka vinsældir hans meðal flokksmanna. Benedikt var í þættinum spurður að því hvort hann deildi þeirri skoðun Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra að ekki hefði verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Um það sagði hann: „Þetta mál, sem þótti svo stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna,“ sagði Benedikt. Á þriðjudagsmorgun var Benedikt gerður afturreka með ummælin. Baðst hann afsökunar í yfirlýsingu á Facebook á að hafa notað „afar klaufaleg ummæli“ og ekki hafi verið ætlun hans að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandendur verða fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru flokksfélagar Benedikts allt annað en sáttir. Einn viðmælandi blaðsins orðar það svo að það hafi ekki nokkur manneskja í hópnum, þar með talinn Benedikt sjálfur, verið ánægð með hvernig hann kom út í viðtalinu. Málið hafi komið til tals á daglegum fundi framboðshóps Viðreisnar á þriðjudagsmorgun þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að nokkur hiti hafi verið í fólki. Heimildir blaðsins herma að Benedikt hafi hreinlega verið „skammaður“ eins og heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það, hann hafi útskýrt sína hlið mála og loks sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði orðaval sitt. Viðreisn hefur átt á brattan að sækja í kosningabaráttunni þar sem fylgi flokksins mælist ansi rýrt í skoðanakönnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39