Heimir og Lars vilja vináttulandsleik á milli Íslands og Noregs fyrir HM Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. október 2017 19:20 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu flottum árangri saman með íslenska landsliðið. vísir/afp „Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni: HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
„Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni:
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira