Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 10. október 2017 18:18 Utanríkisráðherra fundaði í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Íslendingar sem leggja leið sína til Rússlands á næsta ári munu ekki þurfa hefðbundna vegabréfsáritun. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði fyrr í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Þeir ræddu undirbúning HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðil til Rússlands í gær eftir 2-0 sigur á móti Kósóvó. Búist er við því að fjöldi Íslendinga muni leggja leið sína til Rússlands til að styðja landsliðið í keppninni. Á fundi Guðlaugs Þórs og Vasiliev kom fram að rússnesk stjórnvöld munu bjóða stuðningsmönnum sem ferðast til Rússlands sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“. Því er ekki þörf fyrir stuðningsmenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin. Þeir stuðningsmenn sem hyggjast leggja leið sína til Rússlands næsta sumar þurfa að skrá sig á þartilgerða heimasíðu, www.fan-id.ru. Einnig er smáforrit sem ber heitið „Welcome 2018“ fyrir þá sem ferðast til Rússlands vegna leikjanna. Utanríkisráðuneytið hvetur þá sem hyggjast ferðast til Rússlands að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana gaumgæfilega og leita til sendiráðs Rússlands ef spurningar vakna.Rússar munu taka vel á móti Íslendingum Guðlaugur Þór segir að Rússar muni leggja mikið upp úr því að undirbúa kepnnina vel og að þeir hafi lofað Íslendingum allri aðstoð sem þörf er á. „Við munum einnig senda starfsfólk aukalega til Rússlands til að styðja við bakið á sendiráði okkar, því ljóst er að mikið mun mæða á því í aðdraganda keppninnar og meðan á henni stendur,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þann 1. desember næstkomandi mun koma í ljós hvar Ísland mun leika í keppninni en keppt verður á tólf leikvöngum í ellefu rússneskum borgum. Engin bein áætlunarflug eru á milli Íslands og Rússlands en þó er Icelandair í samstarfi við rússneska flugfélagið Aeroflot. Utanríkisráðuneytið hefur verið í viðræðum við rússnesk stjórnvöld að undanförnu um að endurskoða loftferðasamning ríkjanna til að greiða fyrir mögulegum flugsamgöngum á milli landanna. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði fyrr í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Þeir ræddu undirbúning HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðil til Rússlands í gær eftir 2-0 sigur á móti Kósóvó. Búist er við því að fjöldi Íslendinga muni leggja leið sína til Rússlands til að styðja landsliðið í keppninni. Á fundi Guðlaugs Þórs og Vasiliev kom fram að rússnesk stjórnvöld munu bjóða stuðningsmönnum sem ferðast til Rússlands sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“. Því er ekki þörf fyrir stuðningsmenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin. Þeir stuðningsmenn sem hyggjast leggja leið sína til Rússlands næsta sumar þurfa að skrá sig á þartilgerða heimasíðu, www.fan-id.ru. Einnig er smáforrit sem ber heitið „Welcome 2018“ fyrir þá sem ferðast til Rússlands vegna leikjanna. Utanríkisráðuneytið hvetur þá sem hyggjast ferðast til Rússlands að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana gaumgæfilega og leita til sendiráðs Rússlands ef spurningar vakna.Rússar munu taka vel á móti Íslendingum Guðlaugur Þór segir að Rússar muni leggja mikið upp úr því að undirbúa kepnnina vel og að þeir hafi lofað Íslendingum allri aðstoð sem þörf er á. „Við munum einnig senda starfsfólk aukalega til Rússlands til að styðja við bakið á sendiráði okkar, því ljóst er að mikið mun mæða á því í aðdraganda keppninnar og meðan á henni stendur,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þann 1. desember næstkomandi mun koma í ljós hvar Ísland mun leika í keppninni en keppt verður á tólf leikvöngum í ellefu rússneskum borgum. Engin bein áætlunarflug eru á milli Íslands og Rússlands en þó er Icelandair í samstarfi við rússneska flugfélagið Aeroflot. Utanríkisráðuneytið hefur verið í viðræðum við rússnesk stjórnvöld að undanförnu um að endurskoða loftferðasamning ríkjanna til að greiða fyrir mögulegum flugsamgöngum á milli landanna.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira