Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi. Sigmundur er alþingismaður, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins en hann sagði sig úr Framsóknarflokknum fyrir skömmu og stofnaði Miðflokkinn.
Listinn var kynntur í dag og má sjá hann hér fyrir neðan:
M-listi Miðflokksins í Norðausturkjördæmi við alþingiskosningar 28. oktober 2017
1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður. Fljótsdalshérað
2. Anna Kolbrún Árnadóttir menntunarfræðingur. Akureyri
3. Þorgrímur Sigmundsson verktaki. Norðurþing
4. Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Eyjafjarðarsveit
5. Anna Þórhildur Kristmundsdóttir millistjórnandi Fjarðaál. Fjarðarbyggð
6. Hannes Karlsson framkvæmdastjóri. Akureyri
7. Sigurður Valdimar Olgeirsson leiðtogi Fjarðaál. Fjarðarbyggð
8. Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri Fljótsdalshérað
9. Magnea María Jónudóttir nemi Fjarðabyggð
10. Regína Helgadóttir bókari. Akureyri
11. Ragnar Jónsson sölumaður. Eyjafjarðarsveit
12. Sigríður Bergvinsdóttir hársnyrtimeistari. Akureyri
13. Hannes Karl Hilmarsson verkstjóri. Fljótsdalshérað
14. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir lífeyrisþegi. Akureyri
15. Björn Ármann Ólafsson skógarbóndi. Fljótsdalshérað
16. María Guðrún Jónsdóttir verkakona. Norðurþing
17. Þórólfur Ómar Óskarsson bóndi. Eyjafjarðarsveit
18. Guðmundur Þorgrímsson verktaki. Fjarðabyggð
19. Aðalbjörn Arnarsson framkvæmdastjóri. Langanesbyggð
20. Einar Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri. Fjarðarbyggð
Sigmundur Davíð leiðir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi

Tengdar fréttir

Miðflokkurinn verður á síðustu stundu með framboðslista sína
Tveir flokkar sem eiga möguleika á að koma fulltrúum á þing samkvæmt skoðanakönnunum hafa ekki skilað inn framboðslistum í öllum kjördæmum. Frestur til þess rennur út á hádegi á föstudag.