Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2017 06:00 Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Draumur heillar þjóðar rættist á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögu Íslands. Um leið varð Ísland langfámennasta þjóð sögunnar til að eiga fulltrúa á stærsta sviði knattspyrnunnar. Sjálfsagt eru margir sem töldu aldrei raunhæft að þessi stund myndi aldrei renna upp en hún gerði það á blautu mánudagskvöldi í Laugardalnum í október. Og hún var engu lík. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru hetjur Íslands þetta kvöld en þeir tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með sigur í I-riðli og langþráðan farseðil á lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Eftir ótrúlegt sumar í Frakklandi í fyrra sýndu okkar menn að árangurinn var engin tilviljun, þvert á móti aðeins upphafið á vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar í gær.Vísir/ErnirTaugarnar þandar Þolinmæði var nauðsynleg en á kvöldi þar sem taugar heillar þjóðar voru útþandar virtist það síður en svo auðvelt. En það kom í ljós að okkar menn voru líklega rólegustu mennirnir í Laugardalnum í gær. Ísinn brotnaði á 40. mínútu þegar Gylfi Þór sýndi enn og aftur snilli sýna og skoraði eftir frábært einstaklingsframtak. Eins marks forysta var þó varla nóg til að leyfa sér að anda léttar. Þar til á 68. mínútu er Jóhann Berg skoraði annað mark Íslands, eftir stoðsendingu Gylfa. Fögnuðurinn var gríðarlegur og léttirinn ekki minni. Ísland hafði oft spilað betur en í þessum leik, en það skipti engu máli. Ísland hafði tekist hið ómögulega.Strákarnir fagna með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/EyþórSigurvegarinn Heimir Sigurvegari gærkvöldsins var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Verkefni hans var ekki auðvelt. Eftir ótrúlega velgengni á EM í Frakklandi, þar sem Íslendingar urðu eftirlæti knattspyrnuheimsins og Lars Lagerbäck oftast þakkað sem arkitekt þeirrar velgengni, stóð Heimir einn eftir í brúnni og fékk í hendurnar stærsta verkefni sem nokkrum íslenskum þjálfara hefur verið falið – að koma liðinu í lokakeppni HM. Heimir naut auðvitað góðs af vinnu undanfarinna ára en það dylst engum að hann á fullan heiður skilinn fyrir afrekið. Hann naut auðvitað þess að vera með öflugt starfslið, frábæra leikmenn og lið sem býr yfir ótrúlegri liðsheild, vinnusemi og fórnfýsi. Sjálfsagt eru fáir sem þorðu að vona að þetta væri hægt en Heimir, hans starfslið og leikmennirnir, sýndu og sönnuðu að það var í góðu lagi að leyfa sér að dreyma stórt.Verðskuldaður árangur Því má ekki gleyma að árangurinn er verðskuldaður. Ísland vann einn sterkasta Evrópuriðil undankeppninnar og fer ekki til Rússlands sem farþegi, þvert á móti. Ísland fer til Rússlands sem litli risinn, liðið sem ekki nokkurt lið hefur efni á að vanmeta eða gera lítið úr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
Draumur heillar þjóðar rættist á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögu Íslands. Um leið varð Ísland langfámennasta þjóð sögunnar til að eiga fulltrúa á stærsta sviði knattspyrnunnar. Sjálfsagt eru margir sem töldu aldrei raunhæft að þessi stund myndi aldrei renna upp en hún gerði það á blautu mánudagskvöldi í Laugardalnum í október. Og hún var engu lík. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru hetjur Íslands þetta kvöld en þeir tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með sigur í I-riðli og langþráðan farseðil á lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Eftir ótrúlegt sumar í Frakklandi í fyrra sýndu okkar menn að árangurinn var engin tilviljun, þvert á móti aðeins upphafið á vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar í gær.Vísir/ErnirTaugarnar þandar Þolinmæði var nauðsynleg en á kvöldi þar sem taugar heillar þjóðar voru útþandar virtist það síður en svo auðvelt. En það kom í ljós að okkar menn voru líklega rólegustu mennirnir í Laugardalnum í gær. Ísinn brotnaði á 40. mínútu þegar Gylfi Þór sýndi enn og aftur snilli sýna og skoraði eftir frábært einstaklingsframtak. Eins marks forysta var þó varla nóg til að leyfa sér að anda léttar. Þar til á 68. mínútu er Jóhann Berg skoraði annað mark Íslands, eftir stoðsendingu Gylfa. Fögnuðurinn var gríðarlegur og léttirinn ekki minni. Ísland hafði oft spilað betur en í þessum leik, en það skipti engu máli. Ísland hafði tekist hið ómögulega.Strákarnir fagna með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/EyþórSigurvegarinn Heimir Sigurvegari gærkvöldsins var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Verkefni hans var ekki auðvelt. Eftir ótrúlega velgengni á EM í Frakklandi, þar sem Íslendingar urðu eftirlæti knattspyrnuheimsins og Lars Lagerbäck oftast þakkað sem arkitekt þeirrar velgengni, stóð Heimir einn eftir í brúnni og fékk í hendurnar stærsta verkefni sem nokkrum íslenskum þjálfara hefur verið falið – að koma liðinu í lokakeppni HM. Heimir naut auðvitað góðs af vinnu undanfarinna ára en það dylst engum að hann á fullan heiður skilinn fyrir afrekið. Hann naut auðvitað þess að vera með öflugt starfslið, frábæra leikmenn og lið sem býr yfir ótrúlegri liðsheild, vinnusemi og fórnfýsi. Sjálfsagt eru fáir sem þorðu að vona að þetta væri hægt en Heimir, hans starfslið og leikmennirnir, sýndu og sönnuðu að það var í góðu lagi að leyfa sér að dreyma stórt.Verðskuldaður árangur Því má ekki gleyma að árangurinn er verðskuldaður. Ísland vann einn sterkasta Evrópuriðil undankeppninnar og fer ekki til Rússlands sem farþegi, þvert á móti. Ísland fer til Rússlands sem litli risinn, liðið sem ekki nokkurt lið hefur efni á að vanmeta eða gera lítið úr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira