Erlendir miðlar fjalla um möguleikann á vinstrimiðjustjórn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 14:10 Erlendu miðlarnir fjalla um möguleikann á að Katrín Jakobsdóttir myndi stjórn vinstri- og miðflokka. Vísir/Anton Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg. Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg.
Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum