Erlendir miðlar fjalla um möguleikann á vinstrimiðjustjórn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 14:10 Erlendu miðlarnir fjalla um möguleikann á að Katrín Jakobsdóttir myndi stjórn vinstri- og miðflokka. Vísir/Anton Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg. Kosningar 2017 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg.
Kosningar 2017 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent