Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. október 2017 10:17 Leiðtogar flokkanna sem áttu sæti á Alþingi og þeirra sem mældust með mann inn á þing mættust í setti á föstudagskvöld. Vísir/Ernir Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn. Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn.
Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum