Bjarkey: „Getum ekki verið í kosningum ár eftir ár“ Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:11 Bjarkey Gunnarsdóttir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“ Kosningar 2017 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“
Kosningar 2017 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira