Jóhannes Þór Skúlason faðmar hér Sigmund Davíð eftir að fyrstu tölur voru lesnar upp í kvöld.Anton Brink
Það var kátt á hjalla þegar ljósmyndari Vísis leit við á kosningavöku Miðflokksins á Hótel Loftleiðum nú í kvöld. Hann náði að fanga stemninguna þegar fyrstu tölur voru lesnar upp í Suðurkjördæmi þar sem flokkurinn var með 13,8 prósent atkvæða þegar 7.909 atkvæði hafa verið talin.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, var afar ánægður með þessa niðurstöðu en minnti á í viðtali við RÚV að kvöldið er ungt og margt getur enn gerst.
Nokkrar vikur eru síðan Miðflokkurinn var formlega stofnaður.Vísir/Anton BrinkGunnar Bragi Sveinsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, frambjóðendur Miðflokksins, voru ánægð með fyrstu tölur.Vísir/Anton Brink