Kjörstöðum landsins lokað og talning atkvæða hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2017 22:15 Frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi. Kosningar 2017 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi.
Kosningar 2017 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira