Segir Le Monde hafa misskilið ummæli sín um Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 18:31 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00