Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 14:30 Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Vísir/anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum þannig að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. „En þetta er búinn að vera gríðarlega skemmtilegur tími og nú þegar kjördagur er runninn upp, bjartur og fagur, þá ætla ég að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn.“ Sigmundur Davíð mun sjálfur greiða atkvæði á Akureyri klukkan 16 í dag. Um kosningabaráttuna segir hann að auðvitað hafi hann verið til í að ræða meira um kosningamálin. „Bera stefnumálin saman, gefa kjósendum meiri kost á að bera saman það sem flokkarnir eru að boða. En það er erfitt að stýra því. Það koma upp hlutir og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist með svona skömmum fyrirvara þá getur það verið mjög erfitt að hafa mikla og djúpa umræðu um stefnuna. Ég held hins vegar að síðustu daga hafi umræðan um málefnin aukist og það er mjög gott.“ Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um íslensku þingkosningarnar í miðlum sínum í dag og síðustu daga og þar er oft dregin upp frekar ófögur mynd af stjórnmálunum hér á landi.Grein New York Times og grein pistlahöfundar Aftonbladet.New York Times birtir grein með mynd af Sigmundi með fyrirsögninni „Ísland gengur til kosninga í skugga hneykslismála, andstyggðar og vantrausts“. Í greininni líkir fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð við Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann sé með hóp stuðningsmanna sem myndu kjósa hann sama hvað. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Aðspurður um hvað honum finnist um þessa umfjöllun erlendra segist Sigmundur ekki hafa náð að fylgjast nógu vel með erlendu fjölmiðlunum síðustu daga. Hann hafi verið að einbeita sér að Íslandi. „En ég held að í þessu tilviki þá komi þetta eins og svo oft áður að miklu leyti héðan frá Íslandi. Mér finnst mjög dapurlegt þegar Íslendingar eru að nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu. Það má vitna í Winston Churchill sem sagði: „Ég legg það ekki í vana minn að gagnrýna mín eigin stjórnvöld erlendis, en ég bæti upp fyrir það þegar ég kem heim.“ Það mættu sumir hafa það til hliðsjónar,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36