Góð kjörsókn í höfuðborginni gæti skilað sér til „Reykjavíkurflokkanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 14:28 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira