Góð kjörsókn í höfuðborginni gæti skilað sér til „Reykjavíkurflokkanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 14:28 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira