Vonast til að bæta við sig fylgi Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2017 12:14 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar. Vísir/Ernir Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir daginn leggjast vel í sig. Hann segir Alþýðufylkinguna vonast til þess að bæta við sig fylgi frá því í fyrra og jafnvel töluvert. Stuðningurinn hafi verið meiri nú í ár en áður en flokkurinn hafi verið útilokaður frá umræðunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það þýðir ekkert að vera bjartsýnn,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Við erum með væntingar um að bæta við okkur frá því í fyrra. Við vonum jafnvel að það verði talsvert. En það er auðvitað erfitt að lesa í það. Fólk leggur misjafnlega út af hlutunum þegar það stendur frammi fyrir kjörseðlinum.“ Þorvaldur segir stuðninginn við Alþýðufylkinguna hafa verið töluvert meiri en í fyrra. Margir hafi sagt að ef flokkurinn mældist með yfir þrjú eða fjögur prósent myndu þau kjósa hann. „Þetta er þrátt fyrir það að við höfum verið mjög víða útilokuð í kosningabaráttunni. Frá viðburðum og umfjöllun.“ Hann segir það hafa verið verra núna en í fyrra. Miklu verra og að útilokunin virðist vera skipulögð. „Þetta virðist vera samantekin ráð. Þegar við fáum hvergi nein rök en alltaf sömu eins orðuðu svörin. Engin rök bara ákvörðun. Þá virkar þetta dálítið eins og þetta sé ekki bara tuttugu tilviljanir heldur að það sé eitthvað samhengi á milli.“ Þorvaldur mun hitta félaga sína og vini í dag og undirbúa kosningavöku Alþýðufylkingarinnar sem verður í MÍR-salnum á Hverfisgötu í kvöld. „Okkur gekk nú vel í krakkakosningunum í fyrra og vorum þriðji stærsti flokkurinn þar,“ segir Þorvaldur. Hann segir börnin hafa ómengaðri forsendur og hafa ekki tileinkað sér þá fordóma sem aðrir leggja til grundvallar. „Svo er bara að sjá hver niðurstaðan verður.“ Kosningar 2017 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir daginn leggjast vel í sig. Hann segir Alþýðufylkinguna vonast til þess að bæta við sig fylgi frá því í fyrra og jafnvel töluvert. Stuðningurinn hafi verið meiri nú í ár en áður en flokkurinn hafi verið útilokaður frá umræðunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það þýðir ekkert að vera bjartsýnn,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Við erum með væntingar um að bæta við okkur frá því í fyrra. Við vonum jafnvel að það verði talsvert. En það er auðvitað erfitt að lesa í það. Fólk leggur misjafnlega út af hlutunum þegar það stendur frammi fyrir kjörseðlinum.“ Þorvaldur segir stuðninginn við Alþýðufylkinguna hafa verið töluvert meiri en í fyrra. Margir hafi sagt að ef flokkurinn mældist með yfir þrjú eða fjögur prósent myndu þau kjósa hann. „Þetta er þrátt fyrir það að við höfum verið mjög víða útilokuð í kosningabaráttunni. Frá viðburðum og umfjöllun.“ Hann segir það hafa verið verra núna en í fyrra. Miklu verra og að útilokunin virðist vera skipulögð. „Þetta virðist vera samantekin ráð. Þegar við fáum hvergi nein rök en alltaf sömu eins orðuðu svörin. Engin rök bara ákvörðun. Þá virkar þetta dálítið eins og þetta sé ekki bara tuttugu tilviljanir heldur að það sé eitthvað samhengi á milli.“ Þorvaldur mun hitta félaga sína og vini í dag og undirbúa kosningavöku Alþýðufylkingarinnar sem verður í MÍR-salnum á Hverfisgötu í kvöld. „Okkur gekk nú vel í krakkakosningunum í fyrra og vorum þriðji stærsti flokkurinn þar,“ segir Þorvaldur. Hann segir börnin hafa ómengaðri forsendur og hafa ekki tileinkað sér þá fordóma sem aðrir leggja til grundvallar. „Svo er bara að sjá hver niðurstaðan verður.“
Kosningar 2017 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira