Hróp og köll á leiðtogaumræðum: „Þið eruð gargandi vinstriflokkur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. október 2017 22:02 Logi Einarsson fann sig knúinn til þess að kalla tvisvar að flokkur hans hygðist ekki hækka skatta á launafólk. Skjáskot/RÚV „Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur. Kosningar 2017 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
„Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur.
Kosningar 2017 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira