Formaðurinn getur ekki kosið flokkinn Haraldur Guðmundsson skrifar 28. október 2017 06:00 Pálmey er ekki búin að ákveða hver fær atkvæði hennar. vísir/Ernir „Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira