Skírði karakterana eftir kennurum sonarins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2017 10:15 Í leikskólanum Jörfa. Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri bíður eftir að taka við fyrsta eintakinu frá Ástu Rún. Mynd/Anna Lea „Mér líður vel yfir að hafa náð að unga út þessari bók. Er eiginlega í skýjunum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræðingur um fyrstu bók sína, Fjölskyldan mín. Hún kveðst hafa gengið með efnið í kollinum frekar lengi. „Þegar ég var ólétt fyrir þremur árum fór ég að svipast um eftir barnabókum um margvísleg fjölskyldumynstur en fann engar, svo fæddist sonurinn og var mjög erfitt ungabarn svo þá varð lítill tími til skrifta. En um hver áramót setjumst við niður, ég og konan mín, lítum yfir árið sem er að baki og setjum okkur markmið fyrir það næsta. Um síðustu áramót hvatti hún mig til að byrja á þessu verkefni sem ég var oft búin að tala um, þannig ég byrjaði bara í janúar á þessu ári en hafði mótað efnið í huganum áður. Svo fékk ég gott fólk til að lesa yfir og koma með ábendingar, til dæmis samkynhneigða kunningja mína sem eiga börn, systur mína leikskólakennarann, vinkonu mína barnasálfræðinginn og systur hennar sem er kennari í barnabókmenntum. Handritið tók því miklum breytingum áður en ég fór með það til Sölku sem gefur bókina út.“ Lára Garðarsdóttir myndskreytti bókina og Ásta Rún er ánægð með hennar þátt. „Lára er myndhöfundur og gerir hlutina með sínum stíl. Það var ótrúlega gaman að sjá hvernig allt lifnaði við.“ Bókin Fjölskyldan mín fer í alla leikskóla landsins, hvað kemur til? „Samfélagssjóður Valitors veitti okkur styrk sem dugði til að gefa bókina í alla leikskólana, rúmlega 250 talsins.“ Sonur Ástu Rúnar er á leikskólanum Jörfa og er eina barnið þar sem á samkynhneigða foreldra, að sögn móðurinnar. „En þar eru börn sem eiga foreldra frá öðrum löndum og börn sem eiga foreldra sem hafa skilið svo þar er fjölbreytileiki eins og annars staðar,“ lýsir Ásta Rún sem afhenti fyrsta eintak bókarinnar í Jörfa og las fyrir krakkana. „Leikskólakennararnir þar sjá um barnið mitt allan daginn og í þakklætisskyni ákvað ég að heiðra þá með því að skíra karaktera bókarinnar eftir þeim.“ Bókmenntir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Mér líður vel yfir að hafa náð að unga út þessari bók. Er eiginlega í skýjunum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræðingur um fyrstu bók sína, Fjölskyldan mín. Hún kveðst hafa gengið með efnið í kollinum frekar lengi. „Þegar ég var ólétt fyrir þremur árum fór ég að svipast um eftir barnabókum um margvísleg fjölskyldumynstur en fann engar, svo fæddist sonurinn og var mjög erfitt ungabarn svo þá varð lítill tími til skrifta. En um hver áramót setjumst við niður, ég og konan mín, lítum yfir árið sem er að baki og setjum okkur markmið fyrir það næsta. Um síðustu áramót hvatti hún mig til að byrja á þessu verkefni sem ég var oft búin að tala um, þannig ég byrjaði bara í janúar á þessu ári en hafði mótað efnið í huganum áður. Svo fékk ég gott fólk til að lesa yfir og koma með ábendingar, til dæmis samkynhneigða kunningja mína sem eiga börn, systur mína leikskólakennarann, vinkonu mína barnasálfræðinginn og systur hennar sem er kennari í barnabókmenntum. Handritið tók því miklum breytingum áður en ég fór með það til Sölku sem gefur bókina út.“ Lára Garðarsdóttir myndskreytti bókina og Ásta Rún er ánægð með hennar þátt. „Lára er myndhöfundur og gerir hlutina með sínum stíl. Það var ótrúlega gaman að sjá hvernig allt lifnaði við.“ Bókin Fjölskyldan mín fer í alla leikskóla landsins, hvað kemur til? „Samfélagssjóður Valitors veitti okkur styrk sem dugði til að gefa bókina í alla leikskólana, rúmlega 250 talsins.“ Sonur Ástu Rúnar er á leikskólanum Jörfa og er eina barnið þar sem á samkynhneigða foreldra, að sögn móðurinnar. „En þar eru börn sem eiga foreldra frá öðrum löndum og börn sem eiga foreldra sem hafa skilið svo þar er fjölbreytileiki eins og annars staðar,“ lýsir Ásta Rún sem afhenti fyrsta eintak bókarinnar í Jörfa og las fyrir krakkana. „Leikskólakennararnir þar sjá um barnið mitt allan daginn og í þakklætisskyni ákvað ég að heiðra þá með því að skíra karaktera bókarinnar eftir þeim.“
Bókmenntir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira