Gestrisni bóndinn erfir ekki flótta Sigmundar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. október 2017 06:00 Þótt Sigmundur Davíð hafi sagt skilið við Framsókn er hann enn velkominn á Hrafnabjörgum með lögheimilisskráningu sína. vísir/Ernir „Við Sigmundur höfum frá upphafi hans í pólitík alltaf verið samherjar,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein umtalaðasta jörð stjórnmálanna hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið 2013 flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, lögheimili sitt á bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Jónas tók fagnandi á móti foringjanum þá enda ætíð verið mikill Framsóknarmaður. Þrátt fyrir að vera langt í frá einsdæmi í íslenskum stjórnmálum þá vakti lögheimilisskráning Sigmundar Davíðs mikla athygli á sínum tíma og töluvert um hana fjallað í fjölmiðlum enda heldur Sigmundur heimili í reisulegu húsi í Garðabæ. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort afstaða Framsóknarmannsins Jónasar á Hrafnabjörgum til lögheimilisskráningar Sigmundar á bæ hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess að hann hefur nú stofnað Miðflokkinn og hoggið skarð í raðir Framsóknarflokksins og fylgi hans. Jónas hlær dátt þegar blaðamaður ber upp erindið. Segir hann Sigmund ávallt velkominn enda þeir ávallt verið samherjar, þó bóndinn hafi ekki gengið jafn langt og margir flokksfélagar hans og skráð sig úr Framsóknarflokknum. Römm er sú taug. „Ég hef nú ekkert gert í því að segja mig úr Framsókn og ganga í nýja flokkinn en við erum jafn miklir félagar fyrir því. Sigmundur er enn velkominn hér og er auðvitað skráður á framboðslista hér í kjördæminu. Þetta hefur allt sinn gang eins og gengur og þegar menn lenda svona illilega upp á kant þá getur komið upp erfið staða,“ segir Jónas um brotthvarf Sigmundar úr Framsókn. En hefur Sigmundur komið í heimsókn á lögheimili sitt nýlega? „Já, ég verð að segja frá því að það er svona hálfur mánuður síðan hann kíkti hérna við hjá mér.“ Aðspurður hvort hann sé nokkuð farinn að rukka foringjann um leigu nú þegar hann er horfinn úr Framsóknarflokknum hlær Jónas. „Nei, nei. Það er mér að meinalausu þótt hann sé með lögheimili hjá mér,“ segir þekktasti lögheimilisgestgjafi landsins að lokum léttur í bragði. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Við Sigmundur höfum frá upphafi hans í pólitík alltaf verið samherjar,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein umtalaðasta jörð stjórnmálanna hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið 2013 flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, lögheimili sitt á bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Jónas tók fagnandi á móti foringjanum þá enda ætíð verið mikill Framsóknarmaður. Þrátt fyrir að vera langt í frá einsdæmi í íslenskum stjórnmálum þá vakti lögheimilisskráning Sigmundar Davíðs mikla athygli á sínum tíma og töluvert um hana fjallað í fjölmiðlum enda heldur Sigmundur heimili í reisulegu húsi í Garðabæ. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort afstaða Framsóknarmannsins Jónasar á Hrafnabjörgum til lögheimilisskráningar Sigmundar á bæ hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess að hann hefur nú stofnað Miðflokkinn og hoggið skarð í raðir Framsóknarflokksins og fylgi hans. Jónas hlær dátt þegar blaðamaður ber upp erindið. Segir hann Sigmund ávallt velkominn enda þeir ávallt verið samherjar, þó bóndinn hafi ekki gengið jafn langt og margir flokksfélagar hans og skráð sig úr Framsóknarflokknum. Römm er sú taug. „Ég hef nú ekkert gert í því að segja mig úr Framsókn og ganga í nýja flokkinn en við erum jafn miklir félagar fyrir því. Sigmundur er enn velkominn hér og er auðvitað skráður á framboðslista hér í kjördæminu. Þetta hefur allt sinn gang eins og gengur og þegar menn lenda svona illilega upp á kant þá getur komið upp erfið staða,“ segir Jónas um brotthvarf Sigmundar úr Framsókn. En hefur Sigmundur komið í heimsókn á lögheimili sitt nýlega? „Já, ég verð að segja frá því að það er svona hálfur mánuður síðan hann kíkti hérna við hjá mér.“ Aðspurður hvort hann sé nokkuð farinn að rukka foringjann um leigu nú þegar hann er horfinn úr Framsóknarflokknum hlær Jónas. „Nei, nei. Það er mér að meinalausu þótt hann sé með lögheimili hjá mér,“ segir þekktasti lögheimilisgestgjafi landsins að lokum léttur í bragði.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum