Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2017 13:32 Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál. Forsaga málsins er að í nóvember árið 2015 greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Fjórum fréttamönnum á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, var stefnt vegna málsins. Það voru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson.Málinu áfrýjað Mennirnir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða hvorum um sig tólf og hálfa milljón vegna ummæla sem þeir töldu ærumeiðandi. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en fréttamennirnir eru þó allir dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur. Nadine Guðrún Yaghi var dæmd til að greiða hæstu bæturnar, eða hvorum manninum um sig 700 þúsund krónur. Þórhildi Þorkelsdóttur var gert að greiða öðrum manninum 100 þúsund krónur en hinum 200 þúsund krónur. Heimi Má Péturssyni og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni var báðum gert að greiða hvorum manninum um sig 50.000 krónur. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, segir að málinu verði áfrýjað. „Þetta er sorgleg niðurstaða og enn ein aðförin að fjölmiðlum í þessu landi og blaðamannastéttinni. Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar. Við munum áfrýja þessu máli,” segir Kristín.Uppfært:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem í upphaflegri útgáfu hennar stóð að fréttamennirnir hefðu verið sakfelldir. Rétt er að segja að þeir hafi verið dæmdir og hefur þetta nú verið lagað. Fjölmiðlar Hlíðamálið Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál. Forsaga málsins er að í nóvember árið 2015 greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Fjórum fréttamönnum á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, var stefnt vegna málsins. Það voru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson.Málinu áfrýjað Mennirnir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða hvorum um sig tólf og hálfa milljón vegna ummæla sem þeir töldu ærumeiðandi. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en fréttamennirnir eru þó allir dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur. Nadine Guðrún Yaghi var dæmd til að greiða hæstu bæturnar, eða hvorum manninum um sig 700 þúsund krónur. Þórhildi Þorkelsdóttur var gert að greiða öðrum manninum 100 þúsund krónur en hinum 200 þúsund krónur. Heimi Má Péturssyni og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni var báðum gert að greiða hvorum manninum um sig 50.000 krónur. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, segir að málinu verði áfrýjað. „Þetta er sorgleg niðurstaða og enn ein aðförin að fjölmiðlum í þessu landi og blaðamannastéttinni. Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar. Við munum áfrýja þessu máli,” segir Kristín.Uppfært:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem í upphaflegri útgáfu hennar stóð að fréttamennirnir hefðu verið sakfelldir. Rétt er að segja að þeir hafi verið dæmdir og hefur þetta nú verið lagað.
Fjölmiðlar Hlíðamálið Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira